Mörg voru sporin í Seljavallalaugina.

Það var ævintýri að hafa Seljavallalaugina til þess að fara og synda í og njóta sem paradísar í hlíðum Eyjafjallajökuls, í uppvextinum undir Fjöllunum.

Margar voru ferðirnar á þennan stað hjá þeirri er þetta ritar en það skal viðurkennt að eftir að ég las mér til um að jökullinn væri eldfjall þá læddist oft sú hugsun að, hvað myndi gerast ef jökullinn færi að gjósa.

Ekki datt manni það nú hins vegar í hug eftir þvi sem árin liðu að maður sjálfur ætti eftir að upplifa það atriði að sjá slíkt gerast.

Eigi að síður hefur það orðið raunin og ég veit að dugnaður Eyfellinga jafnt Páls frænda míns frá Berjanesi sem allra annarra sem vilja standa vörð um þessa menningarlegu arfleifð forfeðra sem unnu það þrekvirki að byggja laug, mun leggja lóð á vogarskálarnar við það hreinsunarstarf það sem hægt er að inna af hendi til þess að aftur geti menn notið þess sem ég naut svo ríkulega í æsku.

kv.Guðrún María.


mbl.is Seljavallalaug hefur breyst í sandkassa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband