Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Komandi sveitarstjórnarkosningar.

Kosningar til sveitarstjórna fara nú fram hér á landi í skugga rannsóknarskýrslu um bankahrunið og niðursveiflu í íslensku efnahagslífi þar sem sveitarfélögin róa þungan róður til þess að halda uppi þjónustu við íbúa, víðs vegar á landinu.

Meira og minna munu þessar kosningar snúast um traust til þeirra er bjóða fram krafta sína til starfa við stjórnvölinn, og því ber að fagna að nýtt fólk hefur gefið kost á sér til starfa í krafti menntunar sinnar við störf í samfélaginu við hlið þeirra sem þar hafa verið fyrir.

Það endurspeglar vilja til umbreytinga, þar sem nýjar lausnir koma með nýju fólki, og nálgun viðfangsefna fær aukið rými.

Samstarf kynslóða skiptir máli því reynsla fortíðar skyldi nýtast til framtíðar, hvers eðlis sem er.

Ég hef mikla trú á því að unga kynslóðin sem nú kýs sér fulltrúa, viti betur um afskaplega margt sem áður var ekki vitað einfaldlega vegna hins mikla magns upplýsinga um mál öll sem hægt er að verða sér úti um með auðveldu móti.

Í fyrsta skipti í langan tíma er íslenskt þjóðfélag að upplifa atvinnuleysi sem hefur áhrif á samfélagið allt og aldrei hefur það verið meiri nauðsyn að finna nýjar leiðir til þess að auka atvinnu og tekjur eins þjóðfélags í heild ásamt því að nýta skattpeninga í þágu grunnþjónustuþátta hvers konar s.s. heilbrigðis og menntunar.

Það mun takast að koma Íslandi út úr kreppu, með atorku og dugnaði þeirra er hafa kjark og þor til þess að starfa við erfið verkefni með samvinnu að leiðarljósi, þar sem ný tækifæri felast í nýjum lausnum sem koma með nýju fólki.

 

kv.Guðrún María.

 

 

 

 

 

 


Hvar er ábyrgð Verkalýðshreyfingarinnar sem eftirlitsaðila með lífeyrissjóðunum ?

Getur það verið að Verkalýðsfélög sem SKIPA í stjórnir Lífeyrissjóða samkvæmt hinu afdalagamla lýðræði sem enn  er ríkjandi, beri enga ábyrgð á þeirri hinni sömu ákvarðanatöku í ljósi þess að sjóðir þessir hafi tapað svo og svo miklum fjármunum með misviturlegum fjárfestingum hér og þar ?

Ég hefi löngum viðrað þá skoðun mína að sjóðfélagar sem lögum samkvæmt greiða í lifeyrissjóði hvoru tveggja eigi og skuli hafa aðkomu að ákvarðanatöku um eigin fjármuni er þeir greiða i sjóðina, hvað varðar áhættufjárfestingar með fjármuni.

Allt annað er gjörsamlega úr takt við allt er telja verður sjálfsögð mannréttindi og lýðræði á tuttugustu og fyrstu öldinni, hvort sem mönnum líkar betur eða ver.

Hver gaf leyfi fyrir því að lögbundinn innheimta i sjóði væri notuð og nýtt sem áhættufjárfesting á einhverjum tima ?

Jafnframt er það stórundarlegt að tekist skuli hafa að draga vinnuveitendur inn í sjóði þessa, þar sem þeir hinir sömu geta haft áhrif til fjárfestinga með fé launþegans sem með lögum er innheimt, en ekki launþeginn sjálfur.

Ég tel að leita þurfi eftir ábyrgð þeirra er skipað hafa í stjórnir Lifeyrissjóðanna sem eru formenn Verkalýðsfélaga, ásamt því að kalla eftir endurskoðun kjörinna Alþingismanna á því fyrirkomulagi mála sem verið hefur í þessu efni, og er úrelt fyrir löngu síðan.

kv.Guðrún María.

 

 


Til hamingju.

Ólafur á Þorvaldseyri er vel að þessum verðlaunum kominn, og óska ég honum og öðrum verðlaunahöfum  innilega til hamingju.

Framtíðarorkugjafar sem við Íslendingar getum hugsanlega nýtt til eigin nota, svo sem olía úr repju, er verkefni sem vinna þarf að áfram, með öllum mögulegum leiðum.

 

kv.Guðrún María.


mbl.is Hlaut heiðursverðlaun Orkubóndans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver kílómeter skiptir máli í nágrenni við eldstöðina.

Fjallbæirnir undir Austur Fjöllunum eru svo nálægt jöklinum að óhjákvæmilega er öskufall þar mest, og þar með talin flúormengun í fóðri.

Þessar frettir eru því miður ekki góðar fyrir bændur á svæðinu en eina vonin er sú að það geri úrhellisrigningu sem kann að breyta einhverju í ástandi mála.

Vonandi gerir rigningu.

 

kv.Guðrún María.


mbl.is Flúormagn langt yfir mörkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Batnandi mönnum er best að lifa.

Ef hver sem er getur komið inn á fjölmiðla og sagt hitt og þetta um hinn eða þennan án þess að annað styðji það hið sama mál, sem birtist sem frétt,  þá er vissulega illa komið í fjölmiðlun hér á landi.

Eigi að síður hefur þetta verið að hluta til aðferðafræðin, það er, " láttu þá neita því " sem aftur hefur þýtt frétt eftir frétt eftir frétt, og á sama tíma er fjölmiðill með athyglina, hina mikilvægu.... á torgi markaðsins.

Þetta er hins vegar sápuópera þar sem almenningur er engu nær og frétt er í raun engin.

mál er að linni og batnandi mönnum er best að lifa.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fréttastofa Stöðvar 2 dregur frétt til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hækkun skatta í kreppu = staðnað hagkerfi.

Því miður hefur það verið stórundarlegt að fylgjast með flokkum sem kenna sig við félagshyggju og jöfnuð, í ríkisstjórn landsins ganga lengra í hækkun álagna á landsmenn en áður hefur þekkst.

Allt undir formerkjum þess að reka ríkið á núlli, meðan þegnarnir lifa illa eða ekki af ástandið.

Eftir dúk og disk er hafist handa við skipulagsbreytingar í ráðuneytum og sameiningar stofnanna sem menn virðast deila um nú um stundir.

Atriði sem hefði átt að koma fyrst í forgangsröðinni, áður en menn hækkuðu gjöld og álögur um tugi prósenta á landsmenn í atvinnuleysi og kreppu,  fyrir ári síðan.

Hækkun skatta í kreppu er ávisun á staðnað hagkerfi, hvort sem mönnum likar betur eða ver.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Útgjöld og tekjur eftir áætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hefst nú rifrildi um ráðherrastóla, ef ég þekki rétt.

Auðvitað vill enginn víkja úr ráðherrastóli sem einu sinni hefur sest i þann hinn sama stól.... og því góð ráð dýr þegar kemur að því að reyna að sameina ráðuneyti allra handa.

Jafnframt er þar um að ræða hrossakaup millum sitjandi flokka við stjórnvölinn, þar sem ekki má falla of mikið vald úr hvorum flokki fyrir sig og þeir sem hafa verið upp á kant einhvern veginn eru líklegastir til þess að fá reisupassa úr ráðherrastólum í formi tillögugerðar þess efnis.

Ef til vill væri það ráð að halda eins og einn ríkisstjórnarfund austur undir Eyjafjöllum, uppi við Seljavelli í stað þess að funda í Ráðherrabústaðnum um þessi mál.

kv.Guðrún Maria.


mbl.is Breytingar ræddar áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afar fróðlegt.

Hvaða konur eru " sterkar " og hverjar ekki í fjölmiðlastétt ?

Hvaða mat skyldi þar lagt til grundvallar spyr sá sem ekki veit.

Geta blaðamenn fjallað um fiskveiðistjórnunarkerfið jafnt sem heilbrigðiskerfið, menntakerfið og félagsmál með einhverri yfirsýn yfir þá hina sömu málaflokka ?

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Reynt að fá konur í stjórn BÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minni ösku, meira hraun takk, Eyjafjallajökull.

Vonandi verður meira hraungos nú á næstunni í fjallinu í stað þeirrar óskapar ösku sem jökullinn hefur spúið undanfarna daga.

Best væri að hraunið bræddi sig í gegn niður í gjána við Gigjökul, alltént illskársti kosturinn frá mínum sjónarhóli séð.

Hrikalegt kvikumagn virtist vera í gígnum að sjá mátti nú í kvöld þar sem ógnarkraftar hófu eldsúlur til himins og þvílíkt sjónarspil að undrum sætir.

kv.Guðrún María.


mbl.is Háloftin áfram öskusvört
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða erindi á þetta innanhússmál blaðamanna við alþjóð ?

Vissulega er " fullt af handhöfum sannleikans í karlastétt blaðamanna hér á landi " EN í Guðannna bænum ekki væl og aftur væl um innbyrðis deilur í blaðamannastétt millum kynja.

Fjölmiðlamenn öðrum fremur hljóta að geta leyst sín félagshagsmunamál innan sinna raða þar sem trúverðugleiki þeirra hinna sömu getur varla gengið út á það að senda fréttir út af deilum í félögum.

Hvaða " þungaviktarkonur " hurfu þarna úr stjórn, spyr sá sem ekki veit en það kemur ekki fram í fréttinni ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Fjölmiðlakonur harma átök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband