Hvar er ábyrgð Verkalýðshreyfingarinnar sem eftirlitsaðila með lífeyrissjóðunum ?

Getur það verið að Verkalýðsfélög sem SKIPA í stjórnir Lífeyrissjóða samkvæmt hinu afdalagamla lýðræði sem enn  er ríkjandi, beri enga ábyrgð á þeirri hinni sömu ákvarðanatöku í ljósi þess að sjóðir þessir hafi tapað svo og svo miklum fjármunum með misviturlegum fjárfestingum hér og þar ?

Ég hefi löngum viðrað þá skoðun mína að sjóðfélagar sem lögum samkvæmt greiða í lifeyrissjóði hvoru tveggja eigi og skuli hafa aðkomu að ákvarðanatöku um eigin fjármuni er þeir greiða i sjóðina, hvað varðar áhættufjárfestingar með fjármuni.

Allt annað er gjörsamlega úr takt við allt er telja verður sjálfsögð mannréttindi og lýðræði á tuttugustu og fyrstu öldinni, hvort sem mönnum líkar betur eða ver.

Hver gaf leyfi fyrir því að lögbundinn innheimta i sjóði væri notuð og nýtt sem áhættufjárfesting á einhverjum tima ?

Jafnframt er það stórundarlegt að tekist skuli hafa að draga vinnuveitendur inn í sjóði þessa, þar sem þeir hinir sömu geta haft áhrif til fjárfestinga með fé launþegans sem með lögum er innheimt, en ekki launþeginn sjálfur.

Ég tel að leita þurfi eftir ábyrgð þeirra er skipað hafa í stjórnir Lifeyrissjóðanna sem eru formenn Verkalýðsfélaga, ásamt því að kalla eftir endurskoðun kjörinna Alþingismanna á því fyrirkomulagi mála sem verið hefur í þessu efni, og er úrelt fyrir löngu síðan.

kv.Guðrún María.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband