Komandi sveitarstjórnarkosningar.

Kosningar til sveitarstjórna fara nú fram hér á landi í skugga rannsóknarskýrslu um bankahrunið og niðursveiflu í íslensku efnahagslífi þar sem sveitarfélögin róa þungan róður til þess að halda uppi þjónustu við íbúa, víðs vegar á landinu.

Meira og minna munu þessar kosningar snúast um traust til þeirra er bjóða fram krafta sína til starfa við stjórnvölinn, og því ber að fagna að nýtt fólk hefur gefið kost á sér til starfa í krafti menntunar sinnar við störf í samfélaginu við hlið þeirra sem þar hafa verið fyrir.

Það endurspeglar vilja til umbreytinga, þar sem nýjar lausnir koma með nýju fólki, og nálgun viðfangsefna fær aukið rými.

Samstarf kynslóða skiptir máli því reynsla fortíðar skyldi nýtast til framtíðar, hvers eðlis sem er.

Ég hef mikla trú á því að unga kynslóðin sem nú kýs sér fulltrúa, viti betur um afskaplega margt sem áður var ekki vitað einfaldlega vegna hins mikla magns upplýsinga um mál öll sem hægt er að verða sér úti um með auðveldu móti.

Í fyrsta skipti í langan tíma er íslenskt þjóðfélag að upplifa atvinnuleysi sem hefur áhrif á samfélagið allt og aldrei hefur það verið meiri nauðsyn að finna nýjar leiðir til þess að auka atvinnu og tekjur eins þjóðfélags í heild ásamt því að nýta skattpeninga í þágu grunnþjónustuþátta hvers konar s.s. heilbrigðis og menntunar.

Það mun takast að koma Íslandi út úr kreppu, með atorku og dugnaði þeirra er hafa kjark og þor til þess að starfa við erfið verkefni með samvinnu að leiðarljósi, þar sem ný tækifæri felast í nýjum lausnum sem koma með nýju fólki.

 

kv.Guðrún María.

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband