Minni ösku, meira hraun takk, Eyjafjallajökull.

Vonandi verður meira hraungos nú á næstunni í fjallinu í stað þeirrar óskapar ösku sem jökullinn hefur spúið undanfarna daga.

Best væri að hraunið bræddi sig í gegn niður í gjána við Gigjökul, alltént illskársti kosturinn frá mínum sjónarhóli séð.

Hrikalegt kvikumagn virtist vera í gígnum að sjá mátti nú í kvöld þar sem ógnarkraftar hófu eldsúlur til himins og þvílíkt sjónarspil að undrum sætir.

kv.Guðrún María.


mbl.is Háloftin áfram öskusvört
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband