Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010
Til hamingju Haukar.
Sunnudagur, 9. maí 2010
Óhjákvæmilega fyllist maður stolti að vera Hafnfirðingur, þegar svo vel gengur sem raun ber vitni, og ég óska Haukum innilega til hamingju með sigurinn.
Dugnaður og atorka og sannur keppnisandi er ríkjandi á sviði íþrótta hér í bæ sem aftur skilar sér í þeim árangri sem menn uppskera.
kv.Guðrún Maria.
![]() |
Aron: Þessi titill er sá sætasti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýta þarf ræktað land til fóðuröflunar utan öskufallssvæða.
Sunnudagur, 9. maí 2010
Orð í tima töluð frá bónda í Álftaveri, varðandi hvatningu til bænda að afla aukafóðurs.
Það er vonandi að menn nái i tíma að leggja eitthvað mat á ástandið og mögulega viðbótarþörf af fóðri fyrir þau býli sem eru á öskufallssvæðunum, fari svo að ekki verði mögulegt að heyja tún þetta árið.
Ljóst er að taka þarf óvissuþættina með í reikninginn í þessu efni.
Það er meira en að segja það að þurfa að hafa sauðfé í húsi yfir sauðburðinn, hvað þá í húsi fram á haust.
Bændur á Suðurlandi eiga alla mina samúð í þessu ástandi.
kv.Guðrún María.
![]() |
Bændur áhyggjufullir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað kostar slíkur sjóður og hver borgar ?
Laugardagur, 8. maí 2010
Stofnun sameiginlegs sjóðs á vegum Evrópusambandsins til þess að bjarga þjóðum í vanda, hlýtur að kosta eitthvað og hver á að borga ?
Hvaða afleiðingar hefur það á samkeppnisstöðu þeirra er standa utan ríkjasambandsins ?
Óhjákvæmilega veltir maður vöngum yfir því hvort slík ráðstöfun komið til með að ráða við ástand sem slíkt varðandi umfang mála hagkerfa i sambandsríkjum.
kv.Guðrún María.
![]() |
Evruríki stofna sameiginlegan sjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Við kertaljós og útvarp með rafhlöðum.
Laugardagur, 8. maí 2010
Ég þarf ekki að kvarta yfir rafmagnsleysi hér í Hafnarfirði, en á yngri árum undir Eyjafjöllum var það alvanalegt að rafmagnið færi í tíma og ótíma.
Kerti voru því nauðsynjavara, en þess má geta að veðurhamur varð yfirleitt til þess að rafmagnsbilanir komu til sögu.
Það var einnig bráðnauðsynlegt að hafa útvarp með rafhlöðum en á þeim tíma voru slík útvörp algengari en nú og útvarpið heima fór alltaf í fjósið til mjalta og svo inn í bæ þess á milli.
Við erum annars afskaplega háð rafmagninu hvernig sem á það er litið og ég hygg að menn mættu nú að ósekju setja fram áætlanir um hvað gera skuli ef rafmagnsleysi kynni að verða viðvarandi á annatíma viðskipta og þjónustu.
Ég efa að slíkar áætlanir séu til.
kv.Guðrún María.
![]() |
Víðtæk rafmagnsbilun á landinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nokkuð sérkennileg niðurstaða.
Laugardagur, 8. maí 2010
Ef ég las rétt í þessari frétt þá kemur það fram að " ómarkviss pólítísk inngrip " séu vandamál en jafnframt er rætt um að styrkja þurfi pólítískar skrifstofur ráðuneyta.
Þetta kemur ekki alveg heim og saman hjá mér en kanski misskil ég eitthvað í þessu sambandi.
Það skyldi þó aldrei vera að fækka þyrfti starfshópum og láta verkin tala ?
kv.Guðrún María.
![]() |
Faglegur grundvöllur stjórnsýslu veikur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað eru margir í ráðuneytinu ?
Laugardagur, 8. maí 2010
Er búið að tala við ráðuneytisstjórann eða aðstoðarmann ráðherra ?
Getur verið að þeir hinir sömu hafi tekið ákvörðun án þess að ráðherra væri kunnugt um það.
Málið gerist æ flóknara.
kv.Guðrún María.
![]() |
Ég segi sannleikann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ef heldur fram með sama hamagangi.
Fimmtudagur, 6. maí 2010
Hversu vel erum við Íslendingar í stakk búnir til þess að takast á við hamfarir sem þessar, þ.e. mikið magn gjósku sem verða mun á ferðalagi um land allt meira og minna á komandi misserum ?
Óneitanlega minna frásagnir af drunum og látum undanfarið á sagnir af atburðum tengdum Kötlugösum, hvað varðar hegðun náttúrunnar í þessu efni.
Mér var um og ó að horfa á vefmynd frá Hvolsvelli nú í kvöld og sjá mökkinn teygja sig enn hærra en undanfarna daga, og raunin er sú að menn vita svo sem ekki neitt um þróun mála í þessu efni en hins vegar er allt í lagi að velta því fyrir sér hverjar afleiðingar kunna að verða ef eldgos þetta heldur áfram með sömu virkni mánuði framundan.
kv.Guðrún María.
![]() |
Gosmökkur í 31 þúsund feta hæð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
A.S.Í. er ekki óháð því verkalýðsfélög skipa í stjórnir lífeyrissjóða.
Fimmtudagur, 6. maí 2010
Rannsókn á lífeyrissjóðum þarf einnig að taka til skipunar stjórnarmanna í sjóðina og sökum þess er það sannarlega ekki A.S.Í. sem getur skipað " óháða rannsóknarnefnd " í þessu efni.
Stjórnir verkalýðsfélaga skipa í stjórnir lífeyrissjóða, þannig að verkalýðsfélögunum er vægast sagt málið skylt.
kv.Guðrún María.
![]() |
Óháð rannsókn á lífeyrissjóðunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íbúar í Reykjavík þurfa að greiða skattahækkanir ríkisstjórnar VG, og Samfylkingar.
Miðvikudagur, 5. maí 2010
Hvers konar leitun í grunnþjónustu þar sem inna þarf af hendi greiðslur af hálfu íbúa, hlýtur óhjákvæmilega að vera þyngri byrði en ella þar sem sú ríkistjórn er nú situr ákvað að hækka skatta og gjöld um tuga prósenta fyrir ári síðan.
Hvers konar aðhald og niðurskurður hins opinbera á tímum sem þessum þarf að þýða samtal og samvinnu millum tveggja stjórnsýslustiga, annars vegar ríkis og hins vegar sveitarfélaga, sama hver þar er við völd.
kv.Guðrún María.
![]() |
Gengið of nærri grunnþjónustu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ógnarkraftur elds og isa, .......
Miðvikudagur, 5. maí 2010
Ógnarkraftur elds og isa,
ösku þekur Eyjafjöll.
Upp mun sveitin aftur rísa,
eftir þessi boðaföll.
Birta vorsins blæ hinn fyrsta,
sem blíða Fjöllum undir ber,
þegar eldsins ógnarkraftar,
ákveða að hægja á sér.
kv.Guðrún María.
![]() |
Dökkur gosmökkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |