Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Hve mikill tími gefst á Alþingi að ræða þessa skýrslu ?

Ef ég þekki rétt þá verður nú ekki of miklum tíma varið í að ræða þessa skýrslu Ríkisendurskoðunar á þinginu.

Þar kemur m.a. fram að ekki hafa gengið eftir þau tilmæli stjórnvalda að lækka laun umfram 400 þús. á mánuði, hjá hinu opinbera.

Á sama tíma rífast menn um útgjöld á fjárlögum.

Væri ekki ráð að ræða um það hvers vegna hefur gengið svo illa að framkvæma tilmæli þessa efnis ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Ekki nógu vel staðið að framkvæmd launalækkunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverju góðu framtaki ber að fagna.

Það er afskaplega ánægjulegt fyrir Suðurnesjamenn að fá til sín eitt stykki eldneytisverksmiðju og það atriði að mögulegt sé að framleiða eldsneyti með þessu móti er sannarlega ánægjuefni.

Hverjum einum einasta hlekk í keðju sjálfbærrar þróunar ber að fagna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hefja framleiðslu í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinn mikli skortur á vitund um fátæktargildrur hér á landi.

Hvorki stjórnmálamönnum né forkólfum verkalýðshreyfingarinnar í landinu hefur tekist að vinna að umbótum á kerfi mannsins varðandi fátæktargildrur þær sem ýmis konar ákvarðanataka hefur orsakað á umliðnum árum.

Hluti fullvinnandi einstaklinga á vinnumarkaði var dæmdur úr leik til kaupa á eigin húsnæði á ákveðnum tímapunkti er kerfi verkamannabústaða var lagt niður.

Einfaldlega vegna láglaunaupphæða þeirra sem um var að ræða sem tekjur viðkomandi, sem verkalýðshreyfingin hafði samið um á vinnumarkaði.

Frysting skattleysismarka um 1995, við sömu upphæð og þáverandi lágmarksframfærsla sveitarfélaga var, að mig minnir um 70.000 krónur þá, þýddi það fólk á lægstu launum samfélagsins var skattlagt bak og fyrir.

Það atriði að borga skatta af launum sem viðkomandi nær illa eða ekki að framfleyta sér og sinni fjölskyldu af í einu þjóðfélagi þrátt fyrir fullt starf á vinnumarkaði er eitthvað sem segir að skipulagið sé ekki í lagi og dæmið hafi ekki verið reiknað rétt.

Hin pólítíska samtenging verkalýðsfélaga, og ýmissa hagsmunaaðila við ákveðna flokka í stjórnmálum, frá vinstri til hægri er baktería sem þarf sýklalyf til að vinna á.

kv.Guðrún María.


mbl.is Telur millistéttina enda í fátækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afsökunarbeiðnin nær ekki nógu langt aftur í tímann.

Raunin er sú að frá árinu 2003, að minnsta kosti var Samfylkingin handónýtur flokkur í stjórnarandstöðu og hafði litlar sem engar skoðanir á hinum ýmsu málum samfélagsins og nægir þar að nefna kerfi sjávarútvegs svo eitt dæmi sé tekið.

Jafnframt var flokkurinn þá á ferð í sömu markaðshyggjuþokumóðunni og þáverandi valdhafar.

Þetta gerði það að verkum að sú ríkisstjórn sem þá sat var sterkari fyrir vikið.

Afsökunarbeiðnin hefði því mátt ná lengra aftur í tímann en sem lýtur samstarfi í fyrri ríkisstjórn.

kv.Guðrún María.


mbl.is Samfylkingin biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi skila þessar aðgerðir tilætluðum tilgangi.

Betra er seint en aldrei og það atriði að viðurkenna vandann ,skiptir miklu máli fyrir það fyrsta, en ýmislegt virðist til bóta í því sem ég hefi séð af tillögum þessum.

Vonandi örvar þetta hagkerfið að hluta til og ekki veitir af, hins vegar á það eftir að koma í ljós hversu mikið aðilar vinnumarkaðar hyggjast vísa í þetta samkomulag við gerð kjarasamninga.

kv.Guðrún María.


mbl.is 60 þúsund heimili njóta góðs af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæði gos og ríkjandi suðaustanáttir skyldi hafa verið reiknað inn í framkvæmdina.

Þetta eru nú hálf hlálegar skýringar varðandi blessaða Landeyjahöfnina.

Einkum og sér í lagi varðandi ríkjandi suðaustanátt, sem afgerandi áhrif þess hins sama en ég hélt í fáfræði minni að reiknað væri með öllum vindáttum við hvers konar hafnarmannvirkjagerð.

Gos í Eyjafjallajökli var eitthvað sem búist var við allt frá því að ákvörðun var tekin um hafnargerðina á þessum stað og staðsetningin við ósa Markarfljóts, var því eitthvað sem menn skyldu hafa tekið með í reikninginn við ákvörðunina.

Samanlögð áhrif ríkjandi suðaustanáttar og mikils magns gosefna með fljótinu, með tillits til áhrifa á höfnina hefði maður talið að lotið hafi útreikningum áður en framkvæmdir hófust.

Vonandi verður hægt að nota og nýta þessa höfn í komandi framtíð.

kv.Guðrún María.


mbl.is Óvenjulegt öldulag og gosefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

" Samþætting kynjasjónarmiða.... " sem kostar hvað margar krónur ?

Ég hvet menn (konur eru menn ) til þess að kynna sér þingsályktunartillöguna sem fylgir með þessari frétt og kíkja kostnaðaráætlanir varðandi það atriði að
" samþætta kynjasjónarmið í alla ákvarðanartöku " .

Hugsanlega væri hægt að kosta barnahjúkrun áfram hjá Sjúkratryggingum verði þeirri hinni sömu samþættingu frestað um sinn.

kv.Guðrún María.


mbl.is Jafnréttisáætlun stjórnvalda lögð fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óska kjörnum fulltrúum gæfu og gengis í vandasamri vinnu.

Það var einstaklega ángægjulegt að sjá Pétur Gunnlaugsson lögmann og útvarpsmann á Útvarpi Sögu, ná kjöri til þessa þings, en þangað á sá hinn sami erindi sannarlega einkum og sér í lagi þar sem hann hefur ekki tengst stjórnmálaflokkaflóru þessa lands.

Andrés Magnússon, Lýður Árnason, og Katrín Fjeldsted, læknar fengu einnig atkvæði mín á þetta þing, en einnig Örn Bárður Jónsson og Þorvaldur Gylfason og Gísli Tryggvason.

Ég hefði viljað sjá fleiri fulltrúa ná kjöri sem ég valdi, en verð að una lýðræðinu í þessu efni.

Ég óska öllum kjörnum fulltrúum gæfu og gengis í störfum sínum á Stjórnlagaþingi.

kv.Guðrún María.


mbl.is 25 kjörin á stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband