Bæði gos og ríkjandi suðaustanáttir skyldi hafa verið reiknað inn í framkvæmdina.

Þetta eru nú hálf hlálegar skýringar varðandi blessaða Landeyjahöfnina.

Einkum og sér í lagi varðandi ríkjandi suðaustanátt, sem afgerandi áhrif þess hins sama en ég hélt í fáfræði minni að reiknað væri með öllum vindáttum við hvers konar hafnarmannvirkjagerð.

Gos í Eyjafjallajökli var eitthvað sem búist var við allt frá því að ákvörðun var tekin um hafnargerðina á þessum stað og staðsetningin við ósa Markarfljóts, var því eitthvað sem menn skyldu hafa tekið með í reikninginn við ákvörðunina.

Samanlögð áhrif ríkjandi suðaustanáttar og mikils magns gosefna með fljótinu, með tillits til áhrifa á höfnina hefði maður talið að lotið hafi útreikningum áður en framkvæmdir hófust.

Vonandi verður hægt að nota og nýta þessa höfn í komandi framtíð.

kv.Guðrún María.


mbl.is Óvenjulegt öldulag og gosefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband