Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010
En Ögmundur, samþykktir þú ekki Svavarssamninginn ?
Laugardagur, 11. desember 2010
Ég efa það ekki að Guðfríður Lilja hafi reynt sitt ýtrasta, en eigi að síður er það nokkuð hjákátlegt að sjá flokksmenn beggja flokka ríkisstjórnar þeirrar er nú situr koma fram og reyna að finna leiðir til þess að þakka sjálfum sér árangur í þessu efni.
Það getur ekki verið þeim að þakka sökum þess að þeir hinir sömu gerðu sér lítið fyrir og töluðu niður þjóðaratkvæðagreiðsluna eftir að forsetinn hafði vísað málinu til þjóðarinnar.
kv.Guðrún María.
![]() |
Úrslitaatriði að fá Buchheit að borðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Frelsi er ekkert frelsi nema þess finnist mörk, ....
Laugardagur, 11. desember 2010
Frelsi er ekkert frelsi nema þess finnist mörk, því innan marka frelsisins fáum við notið þess.
Þetta hefur viljað gleymast á hinum ýmsu sviðum mannlífsins, þar sem ákall á endalaust frelsi á öllum sviðum hefur að hluta til áorkað ringulreið þar sem mörk skorti.
Hningnun siðgæðis er óhjákvæmilegur fylgifiskur, þegar eitt í dag og annað á morgun verður fremur venja en viðburður.
Margur verður af aurum api og það ættum við að þekkja vel Íslendingar, sem höfum leyft okkur að taka þátt í hinum mikla markaðsdansleik loftbóluhagkerfis þess sem fyrirséð var að væri hér til staðar, svo fremi menn vildu sjá.
Sú er þetta ritar var reyndar ekki með boðsmiða á það ball, en fylgdist með eigi að síður, þar sem eitt þjóðfélag fór á hvolf í kaupæði á sama tíma og óveiddur fiskur í sjó var gerður að verslunarvöru á þurru landi.
Nýríkir einokunarkaupmenn gátu sölsað undir sig matvörumarkaði í einu landi sem ekkert væri og enginn gat gert neitt, þótt þeir eignuðust einnig meirihluta fjölmiðla í landinu og ýmislegt fleira í viðskiptum og þjónustu.
Stjórnmálaumræðan snerist um The good, bad, and the ugly, í þessu sambandi sitt á hvað þar sem meintir vinstri og hægri menn hentu spjótum sín á milli, með upppoppuðum trommuleik fjölmiðlanna.
Jón Jónsson verkamaður þurfti að vinna allan sólarhringinn til þess að hafa í sig og á, meðan bankastjórinn í bankanum hans var með 64 milljónir á mánuði.
Það var nokkuð ljóst að illa eða ekki hafði tekist að setja frelsinu mörk.
kv.Guðrún María.
![]() |
53% segja spillingu hafa aukist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað mun þessi skattlagning kosta ?
Föstudagur, 10. desember 2010
Eitthvað segir mér það að ferðalag peninganna frá innheimtu í ríkissjóð muni kosta eitthvað svo fróðlegt verður að vita hve miklum fjármunum verði varið í uppbyggingu á ferðamannastöðum, og eftirlit, í kjölfarið.
Hefði ekki verið nær að veita heimild í lögum til innheimtu gjaldtöku á ákveðnum stöðum, í stað þess að hefja nýja skattlagningu sem þessa ?
Spyr sá sem ekki veit.
kv.Guðrún María.
![]() |
Ferðalangar skattlagðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Já já, rétt er það en hver talaði gegn stjórnlagaþingskosningunum ?
Föstudagur, 10. desember 2010
Núverandi ríkisstjórn talaði gegn þjóðaratkvæðagreiðslunni og má setja fram afsökunarbeiðni vegna þess en ekki væri verra að Sjálfstæðismenn væru samferða með afsökunarbeiðni fyrir því að tala gegn stjórnlagaþingskosningunni.
Síðan mætti heiðra þá þingmenn sem börðust mest gegn fyrri Icesavesamningi.
kv.Guðrún María.
![]() |
Þurfa að svara fyrir fyrri samning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Var það ekki ríkisstjórnin sem fór blysför á Bessastaði fyrir ári ?
Föstudagur, 10. desember 2010
Að öllum líkindum er það almenningi í landinu og forseta Íslands að þakka hversu mikið hefur breyst hvað upphæðir varðar í hinum nýja samningi, ásamt því að núverandi formaður samninganefndarinnar er ekki gamall íslenskur pólítikus.
Ætli ríkisstjórnin að þakka sjálfri sér þennan árangur þá skyldum við spyrja,
um það hvort ráðherrarnir hafi farið blysför til Bessastaða ?
kv.Guðrún Maria.
![]() |
Býsna góð niðurstaða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvernig áttu menn að sjá bókhaldið með bundið fyrir augun ?
Fimmtudagur, 9. desember 2010
Það var vitað mál þeirra sem vildu vita á þeim tíma að menn gengu með bundið fyrir augun í markaðshyggjuþokumóðunni hér á landi.
Hamagangurinn og lætin við það að láta " peninga vaxa á trjánum " varð að íþróttakeppni um stofnun nýrra ehf, ellegar kaupa uppsafnað tap samtímis eða áður sem sást afar vel rétt fyrir hver áramót.
Var það eitthvað eðlilegt að hér risu glerhallir endurskoðunarfyrirtækja eins og gorkúlur um tíma ?
Nei.
Fleiri hefðu hins vegar mátt benda á slíkt þá.
kv.Guðrún María.
![]() |
Segja að bókhald Glitnis hafi verið í molum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfisráðuneyti skyldi láta sig varða lífríki hafsins í ríkara mæli.
Fimmtudagur, 9. desember 2010
Rannsóknir á hafsvæðinu kringum landið eru af skornum skammti svo ekki sé minnst ár rannsóknir á áhrifum veiðarfæra á lífríki sjávar.
Miðað við umfang okkar Íslendinga í fiskveiðum er það mikill löstur hvað við vitum lítið um ástand mála í hafinu kring um landið, utan talna um afla dregin á land.
Samsetning fiskiskipastólssins með tilliti til álags veiðarfæra á hafsvæðið í heild sem og einstök svæði er eitthvað sem við sannarlega ættum að hafa á reiðum höndum en mér best vitanlega er svo ekki og nær einungis um að ræða áætlanir að teknu tilliti til þess hvað veiðist á svæðunum kring um landið.
Vægi umhverfisráðuneytis varðandi þessi atriði þarf að vera meira en verið hefur til þessa.
kv.Guðrún María.
![]() |
Áætlun mörkuð um líffræðilega fjölbreytni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Réttarríki ekki réttarríki ?
Fimmtudagur, 9. desember 2010
Hvers konar ofbeldi í formi mótmælaaðgerða sem leiða kann til líkamsmeiðinga, er eitthvað sem ég get ekki tekið undir, og breytir það engu hvort slíkt á sér stað á Alþingi ellegar á öðrum vinnustöðum hér á landi.
Ég held að það hafi ekki verið þægilegt fyrir þingmenn í þingsal að sitja og upplifa það atriði að menn sem huldu andlit sín með hettum ryddu sér leið á þingpalla, því fer svo fjarri.
Ég leyfi mér að treysta dómsstólum til þess að dæma í þessu máli sem og verjendum mannanna að færa fram varnir, en það atriði að Alþingi hefði bara átt að sleppa að ákæra er afar sérstök afstaða, svo fremi við viljum búa í réttarríki.
kv.Guðrún María.
![]() |
Tvö ár frá uppþoti á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ausið fé til þess að reyna að breyta afstöðu landsmanna til ESB, eða hvað ?
Miðvikudagur, 8. desember 2010
Tillaga sem þessi kemur frá stjórnvöldum sem treysta ekki lýðræðinu í landinu eða fjölmiðlum og skoðanaskiptum með eða á móti um aðild að Evrópusambandi.
Raunin er sú að það er ekki ofverk ráðuneytanna hvers fyrir sig með þann mannafla sem þar er til staðar að skýra málasvið sem varða umsókn þessa.
Jafnframt hefur RUV hlutleysishlutverk með höndum nú þegar og skyldi því umfram aðra fjölmiðla gæta þess hins sama varðandi þetta mál sem önnur.
Það eitt að setja fram orðið " hlutlausa " í þessu sambandi þýðir ákveðna ritskoðun í raun af hálfu hugmyndafræðinga, allt öðru máli gegnir ef einungis væri rætt um upplýsingaveitu.
Upphæð þessi er auk þess eitt stykki skandall á tímum sem þessum og ég vona að menn beri gæfu til að koma þessari vitleysu burt.
kv.Guðrún María.
![]() |
40 milljónir til hlutlausrar upplýsingaveitu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gott er að hafa gler í skó þá gengið er í kletta.....
Þriðjudagur, 7. desember 2010
Óhjákvæmilega detta manni öfugmælavísurnar í hug þegar rætt er um að loka fjárlagahalla ríkisins á krepputímum.
Ekki þar fyrir að farin hefur verið kolröng leið hvað varðar það atriði að yfirtoppa skatta allra handa, í stað þess að lækka tekjuskatt til þess að koma hagkerfinu í gang á ný.
Skattalækkun gat að hluta til verið forsenda þess að viðurkenna þann forsendubrest sem til varð í íslensku efnahagslífi við hrunið en því miður komu stjórnvöld ekki auga á það.
Skattahækkanir kalla á launahækkanir og meðan verðtrygging er við lýði með sama móti hækkar það verðlagið og sama gamla sagan gengur í hring líkt og verið hefur hér á landi áratugum saman.
kv.Guðrún María.
![]() |
Erfitt efnahagsástand út 2012 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |