Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Þú ferð með rangt mál Steingrímur J.Sigfússon.

Lágtekjufólki í þessu samfélagi hefur EKKI verið hlíft, því fer svo fjarri og ég hvet fjármálaráðherra til þess að kynna sér málin betur, en að gefa slíkar yfirlýsingar úr ræðustól Alþingis.

Fyrir það fyrsta þarf ráðherra að gjöra svo vel að skoða gjaldahækkanir allar sem rikisstjórn hans hefur staðið fyrir frá upphafi, sem orðið hefur til þess að kaupmáttur launa er enginn eftir, og það atriði að taka svo mikið sem eina krónu í skatta af launum undir tvö hundruð þúsund krónum nú, þýðir einfaldlega óréttláta skattöku í ljósi gjaldahækkanna allra.

Sé það virkilega svo að stjórnvöld sjái ekki heildarmyndina þá verða þau hin sömu að leggja sig eftir því að kynna sér hana í kjölinn áður en yfirlýsingar sem þessar eru látnar frá sér fara, sem standast ekki raunveruleikann.

nóg hefur verið af slíku í tíð fyrri ríkisstjórna og mál er að linni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Réttlátari skattbyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert velferðarsamfélag án sauðkinda.

Eitthvað finnst mér nú fátækleg rökin sem hér kom fram varðandi það atriði að etja saman framlögum til sauðfjárræktar annars vegar og framlögum til vísinda og heilbrigðisþjónustu hins vegar undir formerkjum þess að gróðureyðing sé af völdum sauðkindarinnar.

Raunin er nú sú að hvoru tveggja ætti að vera hluti af velferðarsamfélagi, en sauðkindin hefur haldið lífi í okkur Íslendingum gegnum aldir og gerir enn.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ekki á braut velferðarsamfélags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt dæmi um lélega stjórnun sveitarfélaga í landinu.

Eftir höfðinu dansa limirnir og þegar ríkisstjórn veit vart hvert ferðinni er heitið þá gæti svo verið að sama máli gegni við stjórn sveitarfélaganna, ekki hvað síst ef sömu flokkar eru við stjórnvölinn.

Mál sem þetta á ekki að taka heilt ár, frekar en mörg önnur mál.

kv.Guðrún Maria.


mbl.is Tók meira en ár að losna við kranann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar munu verja þjónustu byggða í landinu, með mótmælum á Austurvelli.

Ég lofa því að mæta í næstu mótmæli sem verða eftir vinnu mína til þess að andæfa hugmyndum stjórnvalda um það að skera niður þjónustu við landsbyggðina, hvort sem er fyrir norðan,sunnan, austan eða vestan.

Það er hins vegar ánægjuegt að sjá samstöðu félaga í byggðum landsins um sín hagsmunamál, og mættum við sjá meira af slíku.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Vegið að búsetuskilyrðum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

" Þverpólítisk samstaða " !, þá eru flokkarnir væntanlega sambandslausir við kjósendur sína.

Það yrði sennilega ekki í fyrsta skiptið sem stjórnmálaflokkar væru sambandslausir við kjósendur sína milli kjörtímabila, ef mark skal taka á yfirlýsingu efnahagsráðherrans varðandi einróma samstöðu flokka um skuldamál.

Raunin er sú að aðgerðir stjórnvalda koma of seint og illa til handa þeim er á þurfa að halda, ásamt því hinu stóra atriði að forsendubrestur þeirra fjárskuldbindinga sem áttu sér stað fyrir hrun er enn ekki viðurkenndur og því fer sem fer í úrlausnum mála.

Til þess að auka enn á þann forsendubrest sem til var orðinn hækkaði núverandi ríkisstjórn skatta og gjöld á heimili og fyrirtæki líkt og slíkt væri til þess fallið að skapa skilyrði til þess að takast á við forsendubrest fjárskuldbindinganna sem fyrir var.

Oft höfum við Íslendingar haft stjórnvöld sem ekki sjá skóginn fyrir trjánum en sú er nú situr hefur sett nýtt Íslandsmet í því efni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Þverpólitísk samstaða um aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið pólítíska plott.

Þarna uppsker Þráinn verðlaunin fyrir að ganga í VG, væntanlega samkvæmt formúlu hins pólítíska valdatafls.

Einnig virðist Kristján Möller sem varð að hverfa úr ráðherraembætti nú vera gerður að þingforseta, sem auðvitað er sama pólítiska valdataflið, sem meira og minna snýst um kaup og kjör á Eyrinni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Þráinn í Þingvallanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu mikið veit núverandi ríkisstjórn og fjármálaráðherra um skuldaúrvinnsluna ?

Það er ágætt að tala um að hlutir gangi of hægt, en hversu miklar upplýsingar hafa stjórnvöld um ástand mála ?

Hversu miklum upplýsingum hefur verið kallað eftir af hálfu ríkisstjórnar, hvar og hvenær ?

Það verður ekki hægt að fela sig bak við óvissu vegna gengislána, í því efni, og vonandi er að kallað verði eftir þeim upplýsingum sem stjórnvöld hafa í höndum um stöðu mála svo ekki sé minnst á það atriði að greina hversu mikill vandi hefur skapast af ofmati viðkomandi ráðamanna á getu launamanna til skattahækkanna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Skuldaúrvinnsla gengur of hægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiksýningar eiga ekki við um þessar mundir.

Það vantaði engan upplýsingafund eins og ég fæ séð um ástand mála, heldur umræðu um hvernig ekki hvort eigi að bregðast við þeim vanda sem fyrir dyrum er.

Hvers konar sjónleikjatilstand um fundahald sem engu skilar á ekki við um þessar mundir, og það atriði að menn geti ekki ritað niðurstöðu funda sem slíkra segir meira en mörg orð um starf allt, því miður.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vilja ekki breyta um stefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vér mótmæltum allir.

Ég kom á Austurvöllinn rétt fyrir klukkan hálf átta, og þá var þar stór hópur fólks að mér fannst, en þegar maður sá göturnar fyllast allt í kring af fólki skömmu síðar trúði maður vart eigin augum, að slikur mannfjöldi væri mættur til að mótmæla.

Það var að vissu leyti ótrúlegt að vera þáttakandi í slíku, en ég hafði með mér glamuráhöld úr eldhúsinu og trommur, til þess að vera virkur þáttakandi þessa.

Aldrei hefði mér dottið i hug að ég ætti eftir að lemja saman pottlokum svo lengi að ég fengi blöðrur á fingurna en það var nú raunin.

Þarna var á ferð samstaða Íslendinga sem kalla á breytt stjórnarfar almenningi í landinu til handa, og það er vel að slíka samstöðu sé að finna meðal okkar sem raun bar vitni í kvöld á Austurvelli.

rimg0019_jpg_1032199.jpg

 

 Frelsishetjan var mitt í

mannfjöldanum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og Alþingishúsið sveipað logum reiði almennings í landinu. 

 

picture_492.jpg
mbl.is Réttlæti og heiðarlegt uppgjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG MÓTMÆLI.......

Andvaraleysi stjórnvalda um þróun eins þjóðfélags við valdatauma ríkis og sveitarfélaga.

Ójöfnuði í íslensku samfélagi þar sem orsökin liggur hjá stjórnmálamönnum, gegnum skattkerfið og misviturt skipulag mála.

Ónýtu umhverfi verkalýðsmála í landinu þar sem stjórnmálamenn hafa þegjandi horft á sóun fjármuna úr lögbundinni innheimtu í lifeyrissjóði landsmanna, án þess að endurskoða lagaumhverfið.

Ofþenslu opinberra útgjalda í stað þess að tryggja grundvöll grunnþjónustu velferðarþátta til heilbrigðis og mennta gegnum tíðina.

Ónýtu skipulagi atvinnuvegakerfa þjóðfélagsins þar sem stærðarhagkvæmnisforsendur urðu til þess að menn sáu ekki skóginn fyrir trjánum í einu þjóðfélagi.

Langvarandi setu þingmanna á Alþingi Íslendinga, tvö kjörtímabil er nóg.

Endalausri lagasetingu þar sem lög á lög ofan, gera lítið annað en rekast hvað á annars horn , án tillits til framkvæmda í raun.

Stjórnmálaflokkum sem telja ráðherraábyrgð ekki þurfa að koma til, ef þeir sjálfir eiga í hlut.

Eftirlitsleysi Alþingis með eigin lagaframkvæmd.

Embættismannakerfi sem þróast hefur sem ríki í ríkinu.

sökum þess mun ég fara og mótmæla á Austurvelli á morgun friðsamlega en þó láta í mér heyra, með fyllstu virðingu fyrir Lögreglunni, sem ætíð mun eiga heiður fyrir sín störf í mínum huga, hvarvetna.

kv.Guðrún Maria.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband