" Þverpólítisk samstaða " !, þá eru flokkarnir væntanlega sambandslausir við kjósendur sína.

Það yrði sennilega ekki í fyrsta skiptið sem stjórnmálaflokkar væru sambandslausir við kjósendur sína milli kjörtímabila, ef mark skal taka á yfirlýsingu efnahagsráðherrans varðandi einróma samstöðu flokka um skuldamál.

Raunin er sú að aðgerðir stjórnvalda koma of seint og illa til handa þeim er á þurfa að halda, ásamt því hinu stóra atriði að forsendubrestur þeirra fjárskuldbindinga sem áttu sér stað fyrir hrun er enn ekki viðurkenndur og því fer sem fer í úrlausnum mála.

Til þess að auka enn á þann forsendubrest sem til var orðinn hækkaði núverandi ríkisstjórn skatta og gjöld á heimili og fyrirtæki líkt og slíkt væri til þess fallið að skapa skilyrði til þess að takast á við forsendubrest fjárskuldbindinganna sem fyrir var.

Oft höfum við Íslendingar haft stjórnvöld sem ekki sjá skóginn fyrir trjánum en sú er nú situr hefur sett nýtt Íslandsmet í því efni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Þverpólitísk samstaða um aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband