Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Vinstri Grænir, sem aðrir velkomnir að taka upp kartöflur fyrir Fjölskylduhjálpina á morgun.

Það er slæmt ef VG, í höfuðborg landsins er ekki í betra sambandi við forystu flokksins í ríkisstjórn en það að senda þurfi frá sér ályktanir um vandræðagang sitjandi ríkisstjórnar.

Ég býð hins vegar VG innilega velkomna að taka upp kartöflur með Fjölskylduhjálp Íslands upp í Skammadal á morgun kl.13. þar sem hægt er að rétta almenningi hjálparhönd í verki.

kv.Guðrún María.


mbl.is Stjórnvöld gangi harðar fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárlagafrumvarpið og fyrirhugaður niðurskurður er glórulaus.

Þegar ég rakst á setningu þess efnis í skýringum um fjárlagafrumvarpið, að þessi ríkisstjórn myndi vera búin að ná minni fjárlagahalla en sú sem sat áður, fór ég og fékk mér vatn að drekka til að ná óbragði úr munninum.

Því miður fékk ég það á tilfinninguna við lestur þann sem finna má í útskýringum um frumvarp þetta að sitjandi ráðamenn séu fjarri því að átta sig á þvi að hér hafi eitthvað hrunið fjármálalega hreint og beint og telji að hægt sé að ganga í vasa almennings eins og ekkert sé endalaust.

Jafnframt er það sýnilegt að talnaleikfimin er fjarri raunveruleikanum við að fást, og það atriði að spara aurinn en kasta krónunni, nær algert þetta kjörtímabil til þess að búa til sýndarveruleika fyrir flokkana sem stjórna núna, svo þeir verði hugsanlega endurkosnir út á talnaleikfimi núllþráhyggjunnar í ríkisbúskapnum.

Hugsanavillan sem þar er á ferð er sú að firra ríkið þess að taka á sig nokkurn einasta hluta af kreppunni, heldur setja afleiðingarnar alfarið á almenning í landinu hvers eðlis sem eru þetta kjörtímabil, til þess að skila ríkiskassanum á núlli, líkt og ekki komi annað kjörtímabil.

kv.Guðrún María.


mbl.is Niðurskurður þýðir 26 þúsund ferðir yfir Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Augnablik heilbrigðisráðherra, var ekki gert ráð fyrir auknum verkefnum LSH ?

Eitthvað er ég hrædd um að mönnum hafi verið mislagðar hendur varðandi þær tillögur sem komið hafa fram til stofnanna, varðandi það atriði að skera niður þjónustu hér og þar, sem LSH í Reykjavík á að sinna, en samt á að skera niður þar einnig.

Það væri mjög fróðlegt að fá að vita frá ráðherra, hvort hér sé á ferð tillögugerð þar sem lækkaður stuðull heilbrigðisþjónustu almennt í landinu er á ferð í raun ?

Það er mjög mikilvægt að fá að vita það hið sama.

kv.Guðrún María.


mbl.is Leggst þunglega í okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég trúi...

því að okkar samfélag muni rísa upp úr öskustó efnahagslegrar óráðsíu, og siðhningnunar sem orðið hefur til við ofmat á veraldlegum gæðum umfram þau andlegu.

Ég trúi því líka að maðurinn muni verða þess umkominn að bæta sína aðferðafræði um réttláta skiptingu kökunnar í einu þjóðfélagi á norðurhjara veraldar.

Ég veit að þar þarf ég að leggja mitt af mörkum til þess hins sama.

Ég trúi á hið góða í manninum og veit að menntun til þarfa eins þjóðfélags mun áfram skila okkur fram á veg, svo fremi meðalhófið sé leiðarljós.

Ég trúi þvi að Guð leggi ekki þyngra á okkar herðar en við getum borið en það veit Guð að oft hefi ég leitað til hans til þess að hjálpa mér við gönguna, en þar hefi ég fengið mína sáluhjálp í sorg og þrautum og öðlast gleði og bjartsýni að nýju við það veganesti.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Fólk sækir í trúna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Almenningur taki upp reiknivélina, við skoðun fjárlaga.

Á hverjum tíma er það nauðsynlegt að skoða hvað menn eru leggja til við fjárlagagerð, en nú sem aldrei fyrr.

Ég legg til nú eins og oft áður að menn skoði hvað á kosta og hvað ekki, að tillögum ráðamanna.

Fjárframlög til stjórnmálaflokkanna eiga ekki að vera inni í myndinni, þegar niðurskurðartillögur um grunnþjónustu við heilbrigði eru með því móti sem lagt er fram nú um stundir.

Ég skal játa að ég hef ekki enn haft tíma til að kynna mér það hvort skerða eigi fjárframlög til flokka í frumvarpinu en dreg það í efa að svo sé.

kv.Guðrún María.


mbl.is Skoða aðrar niðurskurðarleiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinn efnahagslegi blekkingaleikur.

Hverjum er akkur í því að hér fari engan veginn saman kaupmáttur launa og skattaka líkt og verið hefur frá því fyrir hrun til handa ákveðnum þjóðfélagshópum ?

Væri ekki ágætt að ASÍ, BSRB og allir þeir er semja fyrir hönd fólks á vinnumarkaði komi til með að útskýra hvers vegna svo er komið, sem og hvort viðkomandi aðilar hyggjast ganga áfram á sömu braut varðandi það atriði að semja um laun sem ekki nægja til framfærslu þeirra sem þeir hinir sömu eiga að ganga hagsmuna fyrir ?

Það er deginum ljósara að þjóðin, fyrirtæki og einstaklingar, fór offari í skuldsetningu með dyggri þáttöku fjármálastofnanna í landinu með allra handa lánveitingum út og suður meðan stjórnmálamenn sváfu á verðinum um skilyrði allra handa, um hvert stefndi.

Það var vitað mál að sú hin sama loftbóla kæmi til með að springa í andlitið á okkur sem gerðist.

Það þarf hins vegar óvenjulegar aðferðir til þess að koma okkur niður á jörðina aftur til þess að hægt sé að koma einu þjóðfélagi í gang á ný, þar sem skammtímastjórnun þarf að eiga sér stað um ákveðin verkefni,, þau brýnustu sem forgagnsröðun krefst.

Þar þarf að forgangsraða og undirbúa þá hina sömu forgangsröðun jöfnum höndum, þar sem það atriði að skella fram fjárlögum með prósentusparnaði er fáránlegt afdalafyrirbæri stjórnvalda sem telja að ekkert þurfi að tala við fólk á tímum þar sem mikil tekjuskerðing á sér stað, ásamt því að boða þjónustuskerðingu í einum pakka.

Verkalýðshreyfingin sem nú hefur orðið uppvís að samkrulli með vinnuveitendum sem hleypt hefur verið inn í stjórnir lífeyrissjóða, er vanhæf með sömu mönnum við stjórnvölinn varðandi hagsmunagæslu fyrir launafólk í landinu.

Því til viðbótar hafa verkalýðsforkólfar talið sig þurfa að gæta hagsmuna stjórnmálaflokka þeirra sem þeir hinir sömu hafa bundið sín bönd við, og orðið hefur að verulegu vandamáli þar sem hagsmunir launafólks hafa verið fyrir borð bornir varðandi það atriði að þegja gagnvart hinum og þessum flokkunum sem setið hafa hér og þar við stjórnvölinn á kostnað launþega, aldraðra og öryrkja í landinu.

Þetta óheilbrigða ástand höfum við samþykkt allt of lengi hvað varðar verkalýðsmál, sem sannarlega er mál að linni, því engin forysta í verkalýðsfélagi ætti að tengja sig við einhver ákveðin stjórnmálaöfl, aldrei.

Við þurfum ekki aðra umferð í blekkingaleik sem slíkum á íslenskum vinnumarkaði.

kv.Guðrún María.


Og hvað skyldi nú vera gert á meðan ???

Til hvers var verið að fresta nauðungaruppboðum í fyrra í ljósi þess að litlar sem engar ráðstafanir hafa litið dagsins ljós á því hinu sama ári sem þar um ræðir ?

Verður hér ekki um sams konar tilstand að ræða, þar sem ekkert nema frestun á sér stað.

kv.Guðrún María.


mbl.is Lokafrestur á nauðungarsölu framlengdur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veit forsætisráðherra hvað sveitarfélög eru að gera gagnvart þeim tekjulægstu ?

Getur það verið að ráðherra sé ekki kunnugt um það að sveitarfélögin ganga nú hart fram um það að heimta að leigjendur félagsíbúða, greiði hærra en þeim er mögulegt.

Þessi hópur sem hvorki hefur getað keypt íbúðahúsnæði, né leigt á almennum markaði vegna þess að tekjur nægja ekki á ársgrundvelli, er hópur sem margir hefðu sennilega talið að væri hlíft í aðstæðum sem þeim uppi eru.

Sú er ekki raunin, og dæmi eru til um það að sveitarfélögin ætli að setja vinnandi fólk út á götu í bókstaflegum skilningi, út úr félagslegum leiguíbúðum vegna þess að viðkomandi er ekki mögulegt að greiða nema 50 þúsund á mánuði, en sveitarfélagið vill fá 75 þúsund.

Með öðrum orðum 300 þúsund krónur á ársgrundvelli eiga að verða til þess að ýta fólki á götuna sem ekki hefur möguleika að leigja eða kaupa sér húsnæði jafnvel fyrir lífstíð.

Sveitarfélagið sem hér um ræðir hefur pólítíska yfirstjórn sömu flokka og ráða núverandi ríkisstjórn.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Sárt er að horfa upp á afleiðingarnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þekkist ekki á byggðu bóli að hækka skatta í kreppu.

Ráðstafanir ríkisstjórnar hafa verið skattahækkanir í kreppu sem er stórfurðuleg hagfræði, sem fáir þekkja og notuð í fyrsta skipti hér á landi af vinstri stjórninni sem nú situr.

Svo koma menn af fjöllum af heimili og fyrirtæki í landinu skuli ekki þess umkomin að lifa af slíkt ástand, sem slík efnahagsstjórnun ber vitni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Neðanjarðarhagkerfið eflist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt hjá þér Hrafn, það hefði kostað minna.

Það er alveg rétt hjá Hrafni Gunnlaugssyni að mun eðlilegra hefði verið að gera upp fjármálastofnanir sem fóru í þrot að fullu, í stað þess hráskinnaleiks og rannsóknartilstands, skilanefnda osfrv. sem á eftir hefur komið og er enn ekki nærri lokið með kostanði skattgreiðenda þar að lútandi enn.

Það var hins vegar ljóst frá upphafi þvi miður að sú stjórn sem tók við var þess ekki umkominn að láta hendur standa fram úr ermum í því efni, og flest allt það sem ekki átti að gera var gert svo sem að hækka skatta í kreppu, til þess að lama þjóðfélagið í stað þess að fara hina leiðina sem var að aflétta sköttum.

Fjármálakerfið á ekki að vera eyðieyja er lýtur ekki stjórn, en því miður var sú staða orðin uppi fyrir hrun og er ennþá til staðar og hefur ekki batnað þar sem sitjandi ráðamenn vita varla hvað á sér stað og deila á banka sem þeir sjálfir stjórna um aðgerðaleysi sem er vægast hjákátlegt.

kv.Guðrún María.


mbl.is Bankarnir áttu að fara í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband