Vér mótmæltum allir.

Ég kom á Austurvöllinn rétt fyrir klukkan hálf átta, og þá var þar stór hópur fólks að mér fannst, en þegar maður sá göturnar fyllast allt í kring af fólki skömmu síðar trúði maður vart eigin augum, að slikur mannfjöldi væri mættur til að mótmæla.

Það var að vissu leyti ótrúlegt að vera þáttakandi í slíku, en ég hafði með mér glamuráhöld úr eldhúsinu og trommur, til þess að vera virkur þáttakandi þessa.

Aldrei hefði mér dottið i hug að ég ætti eftir að lemja saman pottlokum svo lengi að ég fengi blöðrur á fingurna en það var nú raunin.

Þarna var á ferð samstaða Íslendinga sem kalla á breytt stjórnarfar almenningi í landinu til handa, og það er vel að slíka samstöðu sé að finna meðal okkar sem raun bar vitni í kvöld á Austurvelli.

rimg0019_jpg_1032199.jpg

 

 Frelsishetjan var mitt í

mannfjöldanum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og Alþingishúsið sveipað logum reiði almennings í landinu. 

 

picture_492.jpg
mbl.is Réttlæti og heiðarlegt uppgjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband