Rétt hjá þér Hrafn, það hefði kostað minna.

Það er alveg rétt hjá Hrafni Gunnlaugssyni að mun eðlilegra hefði verið að gera upp fjármálastofnanir sem fóru í þrot að fullu, í stað þess hráskinnaleiks og rannsóknartilstands, skilanefnda osfrv. sem á eftir hefur komið og er enn ekki nærri lokið með kostanði skattgreiðenda þar að lútandi enn.

Það var hins vegar ljóst frá upphafi þvi miður að sú stjórn sem tók við var þess ekki umkominn að láta hendur standa fram úr ermum í því efni, og flest allt það sem ekki átti að gera var gert svo sem að hækka skatta í kreppu, til þess að lama þjóðfélagið í stað þess að fara hina leiðina sem var að aflétta sköttum.

Fjármálakerfið á ekki að vera eyðieyja er lýtur ekki stjórn, en því miður var sú staða orðin uppi fyrir hrun og er ennþá til staðar og hefur ekki batnað þar sem sitjandi ráðamenn vita varla hvað á sér stað og deila á banka sem þeir sjálfir stjórna um aðgerðaleysi sem er vægast hjákátlegt.

kv.Guðrún María.


mbl.is Bankarnir áttu að fara í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband