Hinn efnahagslegi blekkingaleikur.

Hverjum er akkur í því að hér fari engan veginn saman kaupmáttur launa og skattaka líkt og verið hefur frá því fyrir hrun til handa ákveðnum þjóðfélagshópum ?

Væri ekki ágætt að ASÍ, BSRB og allir þeir er semja fyrir hönd fólks á vinnumarkaði komi til með að útskýra hvers vegna svo er komið, sem og hvort viðkomandi aðilar hyggjast ganga áfram á sömu braut varðandi það atriði að semja um laun sem ekki nægja til framfærslu þeirra sem þeir hinir sömu eiga að ganga hagsmuna fyrir ?

Það er deginum ljósara að þjóðin, fyrirtæki og einstaklingar, fór offari í skuldsetningu með dyggri þáttöku fjármálastofnanna í landinu með allra handa lánveitingum út og suður meðan stjórnmálamenn sváfu á verðinum um skilyrði allra handa, um hvert stefndi.

Það var vitað mál að sú hin sama loftbóla kæmi til með að springa í andlitið á okkur sem gerðist.

Það þarf hins vegar óvenjulegar aðferðir til þess að koma okkur niður á jörðina aftur til þess að hægt sé að koma einu þjóðfélagi í gang á ný, þar sem skammtímastjórnun þarf að eiga sér stað um ákveðin verkefni,, þau brýnustu sem forgagnsröðun krefst.

Þar þarf að forgangsraða og undirbúa þá hina sömu forgangsröðun jöfnum höndum, þar sem það atriði að skella fram fjárlögum með prósentusparnaði er fáránlegt afdalafyrirbæri stjórnvalda sem telja að ekkert þurfi að tala við fólk á tímum þar sem mikil tekjuskerðing á sér stað, ásamt því að boða þjónustuskerðingu í einum pakka.

Verkalýðshreyfingin sem nú hefur orðið uppvís að samkrulli með vinnuveitendum sem hleypt hefur verið inn í stjórnir lífeyrissjóða, er vanhæf með sömu mönnum við stjórnvölinn varðandi hagsmunagæslu fyrir launafólk í landinu.

Því til viðbótar hafa verkalýðsforkólfar talið sig þurfa að gæta hagsmuna stjórnmálaflokka þeirra sem þeir hinir sömu hafa bundið sín bönd við, og orðið hefur að verulegu vandamáli þar sem hagsmunir launafólks hafa verið fyrir borð bornir varðandi það atriði að þegja gagnvart hinum og þessum flokkunum sem setið hafa hér og þar við stjórnvölinn á kostnað launþega, aldraðra og öryrkja í landinu.

Þetta óheilbrigða ástand höfum við samþykkt allt of lengi hvað varðar verkalýðsmál, sem sannarlega er mál að linni, því engin forysta í verkalýðsfélagi ætti að tengja sig við einhver ákveðin stjórnmálaöfl, aldrei.

Við þurfum ekki aðra umferð í blekkingaleik sem slíkum á íslenskum vinnumarkaði.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband