Var það Exel, sem vann fjárlagafrumvarpið ?

Það læðist að manni sá grunur að Exel hafi séð um tillögugerð fjárlagafrumvarpsins prósentulega.

Þegar kemur að heilbrigðismálum hins vegar hefur það oftar en ekki verið svo að þekking þingmanna almennt á þeim hinum sama málaflokki er ekkert sem hægt er að hrópa húrra fyrir, nema menn komist í embætti ráðherra í þeim málaflokki ellegar hafi sjálfir starfað sem heilbrigðisstarfsmenn.

Allt of fáir læknar hafa gefið sig í stjórnmál og setu á þingi, en sama má segja um hjúkrunarfræðinga, og sjúkralíða.

Það skiptir verulegu máli fyrir þingið að vera í sambandi við raunveruleika mála hverju sinni og aðhald og sparnaður er sjálfsagður á öllum tímum, en rétt eins og bóndinn slátrar ekki mjólkurkúnni, þá eru kröfur um of mikinn sparnað i þessum málaflokki eitthvað sem skilar sér seint og illa til baka sem þjóðhagsleg hagkvæmni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Munu fjárlögin njóta þingmeirihluta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband