Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Það fer lítið fyrir lýðræðisást vinstri manna eftir að lögum hefur verið vísað í þjóðaratkvæði, öðru vísi manni áður brá.

Hverjum finnst sinn fugl fagur en traust manna á sjálfum sér varðandi til dæmis það að setja lög á Alþingi Íslendinga hlýtur að geta þolað samþykkt eða höfnun sömu kjósenda og kusu menn á þing, eða hvað ?

Alls konar hamagangur og læti í garð forsetans hefur einkennt mál manna eftir ákvörðun hans um að synja icesavefrumvarpinu staðfestingar.

Ég er ansi hrædd um að einhvers konar ofmat manna á eigin flokkum sem hinum einu sönnu handhöfum lýðræðis liti all nokkuð viðhorf til mála og það hið sama viðhorf hlýtur að þurfa endurskoðunar við svo fremi menn vilji af heilum hug virða lýðræðið.

Það getur nefnilega ekki verið að menn þurfi að andmæla því að leggja mál í dóm kjósenda í landinu. 

 

kv.Guðrún María.

 

 


Evrópa í ísafjötrum, en hlýnar á Íslandi.

Það spáir frostleysi hér á landi næstu daga meðan Evrópubúar mega takast á við frosthörkur að sjá má hvarvetna í álfunni.

Vonandi er að vorið verði gott í staðinn hjá þeim er frost og snjóar hrjá um þessar mundir, og komi fljótt að venju.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vetur konungur ræður ríkjum í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna var mál þetta svo illa kynnt á erlendri grund ?

Ætli það hljóti nú ekki að herma nokkuð upp á utanríkisráðherra landsins hve illa málið virðist hafa verið kynnt erlendis ?

Því miður er allur sá hinn mikli skortur á kynningarleysi af hálfu ríkisstjórnarinnar, eitthvað sem ber keim af því að þannig hafi átt að haga því hinu sama og kemur svo sem heim og saman við þær skotgrafir sem ástundaðar hafa verið í máli þessu innanlands, þar sem hin pólítiska umræða hefur einkennst af því að núverandi ríkisstjórn væri eins konar fórnarlamb, hinna vondu vondu vondu flokka sem fyrir voru.

Allt skyldi þeim að kenna en ekkert skrifast á þá er hafa tekið við.

kv.Guðrún María.


mbl.is Íslendingar í vondum málum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heill sé forseta vorum herra Ólafi Ragnari Grímssyni.

Það fór um mig gleðistraumur í morgun, eftir að forsetinn hafði tilkynnt ákvörðun sína, loksins kom að því að þjóðin fengi spor um lýðræði á sínum eigin vegum, um mál sem tugir þúsunda landsmanna höfðu skorað á forsetann að endurskoða.

Nú hafa allir gömlu fjórflokkarnir hér á landi mátt meðtaka það málefni í meðförum þings á þeirra vegum væri synjað staðfestingar af forseta landsins. Þar með hafa verið mörkuð spor um lýðræðisþróun komandi kynslóðum til heilla.

53d01216ad5ca689

Hr. Ólafur Ragnar Grímsson.

 

Heill sé forseta vorum.

 

kv.Guðrún María.


mbl.is Staðfestir ekki Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óábyrg stjórnmálaöfl hlaupa frá stefnu eigin flokka eftir kosningar Björn Valur !

Getur það verið að þingmaðurinn Björn Valur Gíslason hafi verið kosinn á þing vegna andstöðu flokks síns, við inngöngu í Evrópusambandið ?

Kynni svo að vera um fleiri þingmenn Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs ?

Hafi verið hægt að leggja þá hina sömu stefnu flokksins til hliðar, til þess að komast í ríkisstjórnarstólana, þá hlýtur það að vera verulegt álitamál hversu mikil ábyrgð er fólgin í því að lofa kjósendum einu og henda því útbyrðis eftir kosningar eins og ekkert sé.

kv.Guðrún María.


mbl.is Segir sáttatón stjórnarandstöðunnar falskan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilsufarslegt vandamál sem þarfnast skoðunar.

Væri ekki hægt að virkja Lýðheilsustöð til þess að fræða almenning um einkenni sem skapast af loftmengun sem þessari ?

Ég tel það löngu tímabært. Einnig er það nauðsynlegt a fara að sjá menn koma fram með aðgerðir er stuðla að minni notkun bíla þegar það horfir í slíkar aðstæður, en það hefur ekki gerst enn þótt margsinnis hafi loftmengun verið til staðar.

Sennilega verður ekkert gert fyrr en fjöldi fólks verður veikur líkt og venjulega en það er hin alíslenska aðferð.

kv.Guðrún María.


mbl.is Loftmengun yfir mörkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna var aðildarumsókn að Esb, á undan icesavemálinu í forgangsröðun ríkisstjórnarinnar ?

Þegar hlýtt er á röksemdafærslu forkólfa ríkisstjórnarflokkanna varðandi það hve mikilvægt hafi verið að komast að niðurstöðu í icesavemálinu, þá verður það æ óskiljanlegra hvers vegna aðildarumsókn að Evrópusambandinu hafi verið forgangsmál á undan því í þinginu.

Hvers vegna var aðildarumsókn að Evrópusambandinu á undan ?

Getur það verið að mann hafði talið það geta þjónað hagsmunum landsins ?

Og þá hvernig ?

Datt einhverjum í hug að þar með væri hægt að semja " betur " um eitthvað sem var ómögulegt ?

Var forgangsröðunin ef til vill einungis til þess að koma stefnumáli annars ríkisstjórnarflokksins strax í gegn um þingið ?

 

kv.Guðrún María.

 


Hvers vegna brást regluverkið ?

Ég er sammála bankastjóranum að þvi leyti að regluverk brást, en við þurfum að spyrja um af hverju brást þetta regluverk ?

Vissulega er það án efa mismunandi millum þjóða heims hve vel regluverk er úr garði gert en regluverk og rammi þarf að vera sá sami í alþjóðlegu fjármálaumhverfi og ef til vill hefur þar nokkuð skort á samhæfingu.

Frelsi er ekkert frelsi nema þess finnist mörk, því innan marka frelsisins fáum við notið þess.

Það er hins vegar áleitin spurning hvort það getur verið að hagsmunaaðilar á hinum ýmsu sviðum eigi orðið greiða leið að stjórnmálamönnum sem aftur hefur með það að gera hvernig smíð regluverksins lítur út.

kv. Guðrún María.


mbl.is Regluverkið brást
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íhlutun stjórnarþingmanns, varaformanns fjárlaganefndar Alþingis af ákvörðunum forseta ?

Stjórnarþingmaður með hlutverk sem varaformaður fjárlaganefndar á EKKI að skipta sér af því hvaða ákvarðanir forseti lýðveldisins tekur, nákvæmlega sama hvað um er að ræða.

Breytir þar engu hvort um er að ræða stórt mál eða lítilvægt í þessu sambandi og viðkomandi þingmaður hlýtur í framhaldinu að skoða sína stöðu sem og þrískiptingu valds sem sá hinn sami virðist ekki alveg gera sér grein fyrir í þessu sambandi.

Einkum og sér í lagi hefði viðkomandi í ljósi andstöðu og áskorana fjölda fólks á forsetann, átt að hafa ögn meiri vitund og vitneskju um það að orð hans í þessu sambandi eru allsendis út úr korti hvað varðar hans hlutverk sem stjórnarþingmanns með varaformennsku í fjárlaganefnd.

kv.Guðrún María.


mbl.is Segir forsetann taka undarlegan pól í hæðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einstök stund að upplifa fjöldasamstöðu sem slíka.

Það var afar sérstakt að upplifa allan þann mikla fjölda fólks sem mætti á Bessastaði þennan fagra morgun.

Ég átti ekki von á þessum fjölda fólks, það verð ég að segja, og ekki laust við að maður væri hrærður yfir því að sjá þennan fjölda samankomin til samstöðu um eitt mál.

Þegar kveikt var á blysunum hurfu húsin um stund í dulúðlegu bleiku reykjarkófi sem greypti þessa mynd í hugann, en á sama tíma flugu flugvélar yfir sem hafa án efa náð góðum myndum af atburði þessum.

Sá eftir að vera ekki með myndavél en tók þó tvær myndir á gamla símann minn.

Picture 423

Picture 424

 

kv.Guðrún María.


mbl.is Afhenda forseta undirskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband