Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Beint lýðræði íslenzku þjóðarinnar, um eigin mál, söguleg stund.

Fagni einhver, þá fagna ég þessum tímamótum sannarlega, því ég tel hér um að ræða fyrstu skref þess að þróa lýðræði ofar flokksræði hvers konar.

Flokksræðið hefur nefnilega haft sínar ýmsu birtingamyndir út í samfélagið á undanförnum árum og áratugum þar sem örfáir aðilar hafa í krafti stöðu sinnar sem leiðtogar flokka eða fylkinga ellegar hagsmunahópa alls konar, ráðið all miklu um að stjórna og stýra umræðu um mál öll.

Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið eru þar með talin innanborðs, því miður á sínum fáránlega sameiginlega árabáti láglaunaútgerðar.

Samhljóða samþykkt kjörinna alþingsmanna um þjóðaratvæðagreiðslu er því sögulegt fyrirbæri hér á landi og markar spor til framtíðar að mínu viti.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Lög um þjóðaratkvæði samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegt Ólafur Ragnar, það var kominn tími til að blása á markaðshyggjuþokumóðuna.

Skyldi hafa verið kominn tími til að benda á andstæður í málflutningi þessarra fulltrúa markaðshyggjuþokumóðunnar, sem hefur haft frjálsar hendur um að stjórna hinu og þessu með því að dreifa fréttatilkynningum fram og til baka öllum stundum, sitt og hvað í heilan hring.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Ólafur Ragnar gagnrýnir Fitch
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna var þessum sjónarmiðum stungið undir stól af ríkisstjórn landsins ?

Það sem kemur fram í þessu áliti doktors í alþjóðalögum við Cambridge háskóla, eru atriði sem núverandi stjórnvöld hér á landi hafa ekki viljað ræða sem heitið geti svo með ólíkindum má telja.

Allar ábendingar stjórnarandstöðu varðandi þau atriði er varða lagalegan grunn hafa verið hundsuð af hálfu þeirra er meirihluta tilheyra.

Eigi að síður er um að ræða lagalegar skuldbindingar eða ekki um stóra fjármuni er varða þjóðina miklu.

Stjórnvöld hér á landi skulda almenningi skýringar á því hvers vegna sjónarmið hins lagalega grundvallar hafi ekki verið skoðuð til hlýtar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Íslandi ber ekki að borga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einfaldur meirihluti ráði, landið allt eitt kjördæmi, takk fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Vonandi er því að heilsa að frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu sé eitthvað sem ekki þurfi að gera ágreining um á þinginu einkum og sér í lagi varðandi það að einfaldur meirihluti ráði niðurstöðu slíkrar atkvæðagreiðslu.

Ég trúi ekki öðru en að slíkt sé á dagskrá af hálfu stjórnarflokka, en það mun koma í ljós.

Misvægi atkvæða í kjöri til þings, hvað varðar vægi fjölda atkvæða bak við hvern þingmann, er eitthvað sem ÖSE, gerði athugasemdir við síðasta vor og hefur enn ekki lotið nauðsynlegri endurskoðun enn í kjölfar álitsins en mun vonandi skoðað verða.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Þing klukkan 10:30 á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetaembættið hefur verið hafið yfir pólítíska flokkadrætti, þökk sé forseta.

" Ekkert sem gerst hefur, hefur komið mér á óvart ... " sagði forsetinn enda hefur hann nú í farteskinu sína pólítísku reynslu sem þekkingarbrunn í því efni.

Það er fyrir mig afskaplega ánægjulegt að sjá forseta lýðveldisins hefja sig yfir pólítíska flokkadrætti í málefnum eins samfélags, sem ég tel að gerst hafi við ákvörðun forseta um synjun laga til undirritunar þessu sinni.

Það er jafn ánægjulegt að vita að fólkið í landinu fái að segja sína skoðun á málum fyrir tilvist forseta óháð flokkslínum hvers konar sem hver og einn einasti stjórnmálaflokkur í landinu hlýtur að hafa á stefnuskrám til framtíðar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Telur stöðu sína sterka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórkostlegur klaufaskapur íslenskra, og erlendra ráðamanna við túlkun Evrópureglugerðar.

Fínt að fá þetta fram frá Evu Joly, ekki veitir af varðandi hina gífurlegu mistúlkun manna á stjórnmálasviðinu gagnvart tilvist þessarar reglugerðar en árátta okkar Íslendinga þess efnis að taka reglugerðir þessar sem bókstafstrú hefur sannarlega haft sínar birtingamyndir hér á landi til lengri og skemmri tíma.

Eitt dæmi sem mér er hugleikið er það atriði er menn hófust handa að láta Vegagerðina mála steina um allt land hvíta við útafakstursvegi frá þjóðvegi 1, að virðist nær samtímis um land allt líkt og slíkt mætti ekki framkvæma í áföngum.

Auðvitað var reglugerð um innistæðutryggingar ekki fært að takast á við kerfishrun og klaufaskapur manna við það að geta ekki haft slíka möguleika innbyrðis hvað þá túlkun á slíku síðar því alger.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Joly: Átti ekki að takast á við hrun heils bankakerfis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glöggt er gests augað, það skyldi þó aldrei vera að hér væri sannleikurinn orðaður í einni setningu ?

Set hér inn ummæli sem viðhöfð hafa verið við umræðu í  Wall Street Journal og sett voru hér inn á aðra bloggsíðu.

 

"Icelandic socialists obviously would want to saddle their country with massive debt to justify a future of increased economic control over their people--even if at the expense of their liberties and welfare--like most socialists governments"

Getur það verið að hér sé sannleikur mála orðaður í einni setningu ?

kv.Guðrún María.


Annar þingmaður Samfylkingar með sömu vanþekkingu á stjórnskipan landsins ?

Það er jafn ótrúlegt að lesa ummæli þau sem koma fram í frétt þessari og hin fyrri, þess efnis að forseta sé ekki sætt....

Viðkomandi þingmaður hefur einnig langa reynslu sem fjölmiðlamaður og gagnrýnandi, meðal annars er forseti synjaði frumvarpi staðfestingar í fyrsta skipti.

Þurfa flokkar á þingi í þessu tilviki Samfylkingin að senda menn á námskeið þar sem stjórnarskráin er túlkuð ?

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Forsetinn í sögubækurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttir Ríkisútvarpsins af bréfum ríkisstjórnar til forseta, afar sérstök vinnubrögð.

Í kvöldfréttum sjónvarps mátti líta frétt þar sem gerð voru opinber bréf ríkisstjórnar til forseta þar sem alls konar atriði komu fram varðandi meintar afleiðingar þess að forseti synjaði lögum staðfestingar.

Fréttafrásögnin var á þann veg að að setja spurningamerki við það að forseti skyldi ekki hafa tekið mark á viðvörunum ríkisstjórnarinnar, líkt og þeim hinum sama bæri að gera það í þessu sambandi.

Frásögninni lauk á þann veg að ekki næðist tal af forseta þótt hann myndi ræða við BBC í kvöld.

Afskaplega sérstakt og endurspeglar því miður enn einu sinni það atriði sem hefur sennilega aldrei fyrr verið sýnilegra hve mjög Ríkisútvarpið á það til að telja sig sérstakan fulltrúa ríkissstjórna í landinu sem yfirboðara í stað þess að hefja sig yfir það og vanda vinnubrögð með hlutleysisforsendur allar að leiðarljósi.

kv.Guðrún María.  

 


Þekkir þingmaður Samfylkingarinnar ekki stjórnskipun landsins ?

Það er með hreinum ólíkindum að lesa þessi ummæli sem höfð eru eftir þingmanni Samfylkingar og fyrrum ráðherra.

Þekkir þingmaðurinn ekki stjórnskipun landsins betur en þetta ?

Forseti er ekki ábyrgur af stjórnarathöfnun og það atriði að synja lögum staðfestingar getur því ekki sett þann hinn sama í þá stöðu sem þingmaðurinn túlkar.

 

kv.Guðrún María.


mbl.is Segir valið standa milli ríkisstjórnar og forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband