Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Bregð ég mér til Bessastaða.

býð og vona að réttlæti,

sanngirni og heiðarleiki,

sýni af sér nýja mynd.

 

Mynd af Íslands þegna þörfum,

því til handa lengd og bráð,

aldrei skyldum yfirfæra,

á vor börn, hin flánsku ráð.

 

Ráð um það að borga bara,

biðja um grið sem betlarar,

sem hentar flokksmarkmiðum flokka,

er Esb í stefnum kokka,

og ráða nú í ríkisstjórn.

 

kv.Guðrún María.

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Áskorun afhent í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppgjör við gamla árið.

Fyrir ári síðan var hrunið staðreynd og atvinnuleysi litaði þjóðfélag sem ekki hafði kynnst því svo nokkru nemi lengi.

Hvað mig sjálfa varðar hafði ég í upphafi ársins 2009 fulla vinnu og rúmlega það en brölt mitt á hinum pólítísku vegum í þeim flokki sem ég þá tilheyrði með framboði til formanns og allra handanna uppákomum í kjölfarið varð þess valdandi að ég gekk að lokum úr þeim flokki og til liðs við annað framboð og var sagt upp starfi sem verið hafði aukavinna mín í um það bil ár.

Það var fyrirséð í þessu efni að mínu viti og það að öðlast frelsi frá helsi flokksforystufjötra smáflokks í þessu tilviki eftir að hafa mikið á sig lagt til þess að veita flokki þessum brautargengi, var fyrir mig afskaplega ánægjulegt persónulega eftir þær uppákomur er ég hafði mætt.

Síðla gamla ársins fann ég mér aftur aukastarf áður en til þess kom að skráning í atvinnuleysi yrði raunin, mér til mikillar ánægju.

Baráttan fyrir því að standa af sér storma hefur hins vegar aldrei verið meiri og ég fer ekkert varhluta af því frekar en nokkur annar sem hefur skuldir við fjármálastofnanir sem hækkað hafa upp úr öllu valdi, en því til viðbótar berst ég hatrammri baráttu við úrlausnir til handa mínu barni við það að komast út úr viðjum fíkniefna og geðrænna vandamála sem alla jafna eru fylgifiskur þess hins arna.

Það SKAL takast.

Ég er þeirri áráttu undirorpin að gefast aldrei upp en það skal fúslega viðurkennt að orka líkama og sálar hefur á stundum verið komin á aukatankinn sem aftur sendir skilaboð til líkamans um verki hér og þar og alls staðar.

Ég trúi þvi og treysti að við munum sjá til þess að aftur komi vor í dal á Íslandi en það skiptir máli að hafa skoðun á sinu samfélagi hvar svo sem fólk vill koma þeim hinum sömu skoðunum sínum á framfæri.

Almenningur hvoru tveggja þarf og verður að veita aðhald til handa kjörnum fulltrúum sínum er sitja á þingi á öllum tímum, alveg sama hver fer með valdatauma.

kv.Guðrún María.

 

 


Komu flokksskírteinin í veg fyrir þingmeirihluta þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave ?

Það verður ekki hjá því komist að horfa á stólaleik Vinstri Grænna við afgreiðslu á Icesavefrumvarpi stjórnarinnar, þar sem tveir flokksmenn VG, sátu hjá við afgreiðslu um tillögu Péturs Blöndal um þjóðaratkvæði, en aðrir tveir voru meðmæltir. Þeir sem mæltu með tillögunni samþykktu síðan frumvarpið en hinir voru á móti.

Auðvitað voru menn búnir að tala sig saman um þessa aðferðafræði, þannig að tryggt væri að meirihlutinn næði fram sínu, allt eftir flokksskirteinum og þessu sinni með afslætti af sannfæringu þingmanna Vinstri hreyfingarinnnar Græns framboðs.

Þvi miður.

kv.Guðrún María.


mbl.is Meirihluti fyrir þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Diplómatísk deila er verkefni stjórnmálamanna sí og æ, innan lands og utan.

Auðvitað má ekki falla kusk á eftirlitskerfi Breska heimsveldisins og miklu betra að við Íslendingar liggjum í duftinu áður en slíkt kæmi til sögu, og tap Breta í þorskastríðinu var þeim þungur baggi og hefndin því sæt.

Diplómatískar deilur eru vart áhættuefni fyrir okkur Íslendinga, þegar kemur að því að vega og meta hvort hagsmunir íslensku þjóðarinnar eru í húfi annars vegar ellegar álit manna á kerfum Breta og Evrópusambandsins hins vegar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Gæti endurvakið diplómatíska deilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur Standard og Poors, reiknað út " draumaskattlagningu" ríkisstjórnar í atvinnuleysi.

Það er alltaf fínt að stemma tölur af á blaði en önnur saga, hvort þær hinar sömu tölur koma til með að verða þær sömu og stefnt var af í afstemmingunni.

Það atriði að reyna að skattleggja þjóð í vanda, til þess að byggja upp eitt samfélag, er arfavitlausasta aðferðafræði sem um getur, og ég get ekki séð að slíkt gangi upp.

Umsvif hins opinbera hér á landi eru úr öllu samræmi við fjölda þeirra er greiða skatta í þjónustuna og svo hefur verið í mörg herrans ár.

Að sjá matsfyrirtæki í Bretlandi meta gefa einkunnir í þessu sambandi til handa ríkissjóði hér á landi vegna aukinna skuldabyrða, er í besta falli hjákátlegt.

kv.Guðrún María.


mbl.is Lánshæfishorfum breytt í stöðugar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt nýtt ár.

Gleðilegt nýtt ár með von um gæfu til handa íslensku þjóðinni.

RIMG0007.JPG

Minn heimabær Hafnarfjörður á gamlársdag.

 

RIMG0004.JPG

Falleg tré við göngustíginn.

 

RIMG0009.JPG

Göngustígurinn okkar undir Reykjanesbrautina.

RIMG0006.JPG

Tréð sem ég tók mynd af í sumar.

RIMG0030.JPG

Sem er þessi mynd og segir okkur að aftur kemur vor í dal.

 

kv.Guðrún María.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband