Það fer lítið fyrir lýðræðisást vinstri manna eftir að lögum hefur verið vísað í þjóðaratkvæði, öðru vísi manni áður brá.

Hverjum finnst sinn fugl fagur en traust manna á sjálfum sér varðandi til dæmis það að setja lög á Alþingi Íslendinga hlýtur að geta þolað samþykkt eða höfnun sömu kjósenda og kusu menn á þing, eða hvað ?

Alls konar hamagangur og læti í garð forsetans hefur einkennt mál manna eftir ákvörðun hans um að synja icesavefrumvarpinu staðfestingar.

Ég er ansi hrædd um að einhvers konar ofmat manna á eigin flokkum sem hinum einu sönnu handhöfum lýðræðis liti all nokkuð viðhorf til mála og það hið sama viðhorf hlýtur að þurfa endurskoðunar við svo fremi menn vilji af heilum hug virða lýðræðið.

Það getur nefnilega ekki verið að menn þurfi að andmæla því að leggja mál í dóm kjósenda í landinu. 

 

kv.Guðrún María.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Er kominn á þá skoðun Guðrún María að Samfylkingin sé svona svipað og Hvítsunnusöfnuður og þangað safnist rétttrúaðir til að fylgja frelsaranum.

Það er engin sannfæring hjá þingflokk Samfylkingarinnar sem hefur bara eina opinbera flokksskoðun, Einstaklingarnir í þingflokknum sóruð eið að stjórnarskránni en hlýða svo flokknum af þrælslund sem er þingmönnum ekki sæmandi og segir allt sem segja þarf um heiðarleika þeirra sem eiðin sóru.

Samfylkingin er reiðubúin til að selja þessa þjóð sem láglaunaþræla fyrir inngöngu draum í ESB.

Margir þingmenn okkar Íslendinga í öllum flokkum hafa persónulega þegið miljónir og sumir miljónatugi frá fyrirtækjum samkvæmt úttekt ríkisendurskoðunar, ofan á svo hundruð miljóna sem streyma úr ríkissjóð til reksturs flokkana.

Þetta fólk er rúið trausti og trúverðugleika, því verður þjóðin sjálfa að fá að ákveða örlög sýn til að friður haldist.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 6.1.2010 kl. 12:04

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já það er rúið trausti og trúverðugleika, sannarlega Þorsteinn Valur.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.1.2010 kl. 02:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband