Beint lýðræði íslenzku þjóðarinnar, um eigin mál, söguleg stund.

Fagni einhver, þá fagna ég þessum tímamótum sannarlega, því ég tel hér um að ræða fyrstu skref þess að þróa lýðræði ofar flokksræði hvers konar.

Flokksræðið hefur nefnilega haft sínar ýmsu birtingamyndir út í samfélagið á undanförnum árum og áratugum þar sem örfáir aðilar hafa í krafti stöðu sinnar sem leiðtogar flokka eða fylkinga ellegar hagsmunahópa alls konar, ráðið all miklu um að stjórna og stýra umræðu um mál öll.

Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið eru þar með talin innanborðs, því miður á sínum fáránlega sameiginlega árabáti láglaunaútgerðar.

Samhljóða samþykkt kjörinna alþingsmanna um þjóðaratvæðagreiðslu er því sögulegt fyrirbæri hér á landi og markar spor til framtíðar að mínu viti.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Lög um þjóðaratkvæði samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband