Einfaldur meirihluti ráði, landið allt eitt kjördæmi, takk fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Vonandi er því að heilsa að frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu sé eitthvað sem ekki þurfi að gera ágreining um á þinginu einkum og sér í lagi varðandi það að einfaldur meirihluti ráði niðurstöðu slíkrar atkvæðagreiðslu.

Ég trúi ekki öðru en að slíkt sé á dagskrá af hálfu stjórnarflokka, en það mun koma í ljós.

Misvægi atkvæða í kjöri til þings, hvað varðar vægi fjölda atkvæða bak við hvern þingmann, er eitthvað sem ÖSE, gerði athugasemdir við síðasta vor og hefur enn ekki lotið nauðsynlegri endurskoðun enn í kjölfar álitsins en mun vonandi skoðað verða.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Þing klukkan 10:30 á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl.

Því miður virðist það vera svo að stjórnin sem þegar á eitt frumvarp lyggjandi á þinginu um þjóðaratkvæðagreiðslur, virðist ekki hafa áhuga á að afgreiða almennilegt, framtíðar líðræðis frumvarp frá þinginu. Það er lagt til hliðar, rétt eins og þetta hér:

http://www.althingi.is/altext/138/s/0005.html
Sem gengur lengra. Og er lýðræðislegra.

þetta er bara einnota bastarður sem þau ætla að reka nú í gegn með látum. Til að tjónka 4flokka batteríinu sem vill eingöngu lýðræði í orði en ekki á borði. Og fussum svei, alls ekki færa það til fólksins.
Væri til betri áramótagjöf til fólksins en að færa þeim alvöru lög um þessa hreinustu mynd lýðræðis sem þjóðaratkvæðagreiðslur eru?

Stöndum vörð um líðræðið. Hlustum á Evu Joly. Hún fullyrðir að ekkert lyggi á. Við höfum nægan tíma. Hann vinnur með okkur.

Fáum hrunaskýrsluna fyrst, svo getum við tekið ákvörðun um hvernig á að kjósa um Icesave.

P.S. Jóhanna á sjálf um 10 tillögur á alþingi fyrir lögum hér að lútandi . En þær henta ekki Forsætisrádherrum. Allavega ekki í þessu máli.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband