Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Formaðurinn ætti að spara yfirlýsingagleðina, eins og formaður ASÍ.

Hin allt að því fáránlega yfirlýsingagleði forkólfa atvinnulifs annars vegar og fulltrúa launþega hins vegar undanfarin ár, þar sem þeir hinir sömu virðast telja að landinu verði ekki stjórnað án yfirlýsinga þeirra, mætti missa sig.

Oftar en ekki eru þessir menn allsendis ekkert að tala í umboði allra sinna umbjóðenda svo mikið er víst og sjaldnast fer fram heildarkosning meðal félagsmanna um hinar ýmsu yfirlýsingar.

Það færi einnig betur að alls konar samkrull svo sem " stöðugleikasáttmáli " heyrði sögunni til og menn gerðu svo vel að semja sín á milli án aðkomu ríkisstjórna þar að lútandi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ágreiningur í SA um hvort forseti ætti að skrifa undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórkostlegt offar sitjandi stjórnvalda í gjaldtöku á borgarana.

ALDREI höfum við séð slikar gjaldahækkanir sem koma frá þeirri ríkisstjórn sem nú situr við völd, aldrei.

Ef hið opinbera getur réttlætt það að hækka gjald á þjónustu á einu bretti úr 1350 krónum í 15 þúsund krónur, ( sem ég tel að standist ekki stjórnarskrá ) þá hlýtur launamaðurinn að fara fram á sams konar launahækkanir fljótlega.

Sé það svo að fjárlagagerðin hafi alfarið tekið mið af því að velta gjöldum og álögum á borgaranna til  þess að taka inn fé til að greiða icesaveklúðrið, líkt og áætla má miðað við þessar furðulegu tölur, þá ganga menn alvarlega á villigötum.

Hvar er verkalýðshreyfingin ?

úr fréttinni.

" Mikil hækkun á dómsmálagjöldum vekur athygli. Þannig hækkar gjald fyrir útgáfu stefnu vegna meðferðar einkamáls í héraði úr 1.350 krónum í litlar 15 þúsund krónur. Dómkvaðning matsmanna hækkar úr 3.900 kr. í 15.000 kr. og áfrýjunarleyfi vegna einkamáls fyrir Hæstarétti kostar nú 50.000 kr. en kostaði 12.700 kr. svo dæmi séu tekin."

 

kv.Guðrún María.


mbl.is Skírteini og vottorð hækka um 50%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðkoma stjórnmálaflokka á þingi að þjóðaratkvæðagreiðslu um lög er synjað hefur verið, skyldi engin vera.

Mín skoðun er sú að hvorki sitjandi stjórnvöld, ellegar minnihluti á Alþingi Íslendinga, eigi með nokkru móti að reyna að hafa áhrif á niðurstöðu almennings varðandi lög er vísað hefur verið í þjóðaratvæði.

Ég lít svo að við afgreiðslu laganna endi hlutverk alþingismanna, þar til þjóðin hefur sagt sitt um mál er forseti hefur vísað þangað til atvæðagreiðslu.

Flokkarnir geta fundað innan sinna raða en almenningur í landinu sem fylgst hefur með umfjöllun um þetta mál til langtíma á þinginu, hvoru tveggja þarf og verður að hafa myndað sér skoðun á málinu, enda bendir leitan til forseta um synjun laganna hvað varðar fjölda kosningabærra manna þess vitni að meirihluti þjóðþings gangi gegn meirihlutavilja þjóðarinnar.

Hér er um mikla spurningu að ræða gagnvart þróun lýðræðis þar sem gera verður þá kröfu að almenningur fylgist með þróun mála á hinu háa Alþingi um eigin mál.

Jafnframt verður að gera þá kröfu til valdhafa að viðkomandi hafi í öllu ferli málsins komið fram með allar þær upplýsingar fyrir þjóðþingið sem skipta máli og þar sé ekkert undanskilið.

Hver og einn einasti flokkur ætti þvi fyrst og fremst að tala máli lýðræðis þess efnis að mál þetta sé nú í valdi þjóðarinnar að ákveða, án spurningar um það hver fer með valdatauma hverju sinni hvar og hvenær.

kv.Guðrún María.

 

 


Endurbygging gömlu bankanna, eða hvað ?

Fór að leita að upplýsingum um hverjir stæðu fyrir Kaupskilum, en fann aðeins að hér væri um að ræða dótturfélag gamla Kaupþings, og er þar ef til vill um að ræða sömu aðila við völd ?

Mismunandi upplýsingar var að finna annars vegar á ensku og hins vegar á íslensku ef ég tók rétt eftir á Kaupthing síðunni. 

af síðu Kaupþings.

FME grants Kaupthing Bank's subsidiary permission to own a qualifying holding in Arion Bank

11 January 2010

The Icelandic Financial Supervisory Authority (FME) has granted Kaupthing Bank’s subsidiary Kaupskil ehf. permission to own a qualifying holding in Arion Bank on behalf of Kaupthing. This permission was given following the conclusion of an agreement on the ownership of Arion Bank between Kaupthing and the Icelandic government. The agreement was subject to the approval of the FME and the Competition Authority. The Competition Authority gave its approval in a decision dated 23 December 2009, provided that certain conditions were fulfilled.

The FME has granted its permission on condition that certain measures are taken in relation to Kaupthing Bank’s financial strength, its ownership structure, regulatory supervision and the owners’ strategic aims.  "

kv.Guðrún Maria.


mbl.is Fær leyfi til að fara með eignarhlut í Arion banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætla ríkisstjórnarflokkarnir að halda sig við sama heygarðshornið í málinu ?

Það verður mjög fróðlegt að fylgast með því hvort viðhorf ríkisstjórnarflokkana mun breytast í kjölfar hinna ýmsu álita sem fram eru komin varðandi mál þetta.

Getur það verið að flokkarnir ætli að tala fyrir málinu fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu ?

Dómsmálaráðherra vill standa fyrir hlutlausri kynningu, hver á að sjá um hana ?

Eitt er víst að Eva Joly á heiður skilinn fyrir að varpa ljósi víðsýni á málið allt, sem og að draga fram ýmsar nauðsynlegar staðreyndir.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ekki sérmál Íslands heldur allrar Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sveitarstjórnarkosningar fyrir dyrum.

Hin ýmsu markmið fá vængi fyrir kosningar eins og venjulega og að sjá má eru Grindvíkingar þar engin undantekning, en auðvitað þurfa áform að haldast í hendur varðandi hin ýmsu verkefni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hugað að stórskipahöfn í Grindavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin eðlilega túlkun á reglugerð um innistæðutryggingar.

Það var ekki lítið ánægjulegt að sjá Alain Lipietz tjá sig um túlkun þeirrar reglugerðar sem icesavedeilan snýst um, varðandi það atriði að þau ríki sem hýsa fjármálastarfssemina, verði að bera ábyrgð á sínum eigin þegnum.

Sami skilningur og ég hefi frá upphafi haft á því hinu sama atriði.

Framkoma þeirra Alain og  Evu Joly í þætti Egils í dag er eitthvað það athyglisverðasta sem fram hefur komið til upplýsingar um mál þetta allt hingað til, og sannarlega er það með ólíkindum að við skulum ekki hafa fengið þessi sjónarmið þ.e hina lagalegu túlkun ofar í umræðu frá sitjandi stjórnvöldum í landinu í ferli málsins.

kv.Guðrún María.

 

 

 

 


mbl.is Lipietz: Veikur málstaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingmenn leiti leiða að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þingmenn alveg sama í hvaða flokki þeir tilheyra, ber að framfylgja stjórnarskránni, varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu um lög er forseti hefur synjað og vísað til þjóðarinnar, þangað til að niðurstaða þjóðarinnar í þvi máli liggur fyrir, skiptir engu máli hvað þingmenn vilja eða vilja ekki í þessu efni, og þangað til tel ég, vegna svarins eiðs að stjórnarskrá,  skyldu þeir bíða og virða niðurstöðu slikrar atkvæðagreiðslu og meta málið í framhaldi þess.

 

kv.Guðrún María.


mbl.is Uppbyggilegt að leita leiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðaratkvæðagreiðsla SKAL fara fram, í kjölfar hennar geta menn metið málið.

Þessi ummæli hins annars ágæta þingmanns, eru að mínu viti ekki þau sem þingmenn ættu að viðhafa í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu, varðandi það atriði að " nota hana sem vopn ".

 

úr fréttinni.

 "Ég sem borgari vil þjóðaratkvæðagreiðslu, en sem þingmaður VG tel ég að það gæti verið betra að fara samningaleiðina, og nota þá möguleikann á þjóðaratkvæðagreiðslu sem vopn í deilunni,“ segir Lilja. "

Þingmenn alveg sama í hvaða flokki þeir tilheyra, ber að framfylgja stjórnarskránni, varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu um lög er forseti hefur synjað og vísað til þjóðarinnar, þangað til að niðurstaða þjóðarinnar í þvi máli liggur fyrir, skiptir engu máli hvað þingmenn vilja eða vilja ekki í þessu efni, og þangað til tel ég, vegna svarins eiðs að stjórnarskrá,  skyldu þeir bíða og virða niðurstöðu slikrar atkvæðagreiðslu og meta málið í framhaldi þess.

 

kv.Guðrún María.


mbl.is Vill þýskan sáttasemjara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafi Brown verið geggjaður, hvað þá með ríkisstjórnarflokkana ?

Það skyldi þó aldrei vera að algjör geggjun hafi hlaupið í ráðamenn varðandi það atriði að bankar féllu í hruni, og það atriði að Gordon Brown hafi eins og ekkert væri greitt innistæðueigendum tap af icesavereikningum, með skattfé breskra skattgreiðenda, er án efa umdeilanlegt.

Að íslensk stjórnvöld skyldu síðan í framhaldinu taka að sér að yfirfæra þann reikning til handa íslenskum skattgreiðendum, sem eru ögn færri en Bretar, er ein tegund geggjunar.

Viðbrögðin voru með öðrum orðum , " við borgum allt og björgum öllu, einkum setu okkar sjálfra við stjórnvölinn..... "

Þegar síðan menn hleypa heimdraganum með staðreyndir mála í þessu efni og fleiri viðra skoðnir á málum þá furða menn sig eðlilega á firringu ráðamanna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Telegraph: Engin ástæða til að Íslendingar greiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband