Formaðurinn ætti að spara yfirlýsingagleðina, eins og formaður ASÍ.

Hin allt að því fáránlega yfirlýsingagleði forkólfa atvinnulifs annars vegar og fulltrúa launþega hins vegar undanfarin ár, þar sem þeir hinir sömu virðast telja að landinu verði ekki stjórnað án yfirlýsinga þeirra, mætti missa sig.

Oftar en ekki eru þessir menn allsendis ekkert að tala í umboði allra sinna umbjóðenda svo mikið er víst og sjaldnast fer fram heildarkosning meðal félagsmanna um hinar ýmsu yfirlýsingar.

Það færi einnig betur að alls konar samkrull svo sem " stöðugleikasáttmáli " heyrði sögunni til og menn gerðu svo vel að semja sín á milli án aðkomu ríkisstjórna þar að lútandi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ágreiningur í SA um hvort forseti ætti að skrifa undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband