Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Árangursmat vinnu hjá hinu opinbera er góð byrjun á jafnrétti til launa.

Hvar skyldi það vera sem kvenmenn umfram karlmenn eru minna launaðir á vinnumarkaði ?

Jú hjá hinu opinbera, ekki hvað síst sveitarfélögunum þar sem ekkert má kosta uppfylla grunnþjónustu sveitarfélaga við menntun en sú er þetta ritar stóð frammi fyrir því á sínum tíma að fara og mennta sig sem leikskólakennari þá starfandi í höfuðborginni, en viti menn að lokinni menntun var uppskeran lægri laun en voru þó til staðar sem ófaglærð með starfsmenntun, sem var þó ekkert til að hrópa húrra fyrir launalega.

Barátta stéttarfélaga leikskólakennara sem og kennara í grunnskólum skilaði árangri en ekki nægilegum launalega að ég tel.

Nokkru síðar hóf ég störf í öðru sveitarfélagi þar sem ég hlaut, þar síðar starfsheitið skólaliði í grunnskóla, en þar voru launin með því móti að virðingin gagnvart störfum hvað þá árangursmat var allsendis afar lítill hluti af heildarstarfsseminni, í krónum og aurum í launaumslag talið og gjá milli annars frekar lélegra launa menntaðra kennara, og hins vegar starfsmenntunar ófaglærðra sem ekki var þar verðmetin til launa.

Verkalýðsfélögin voru handónýt apparöt til þess að breyta einhverju í þessu sambandi því miður, enda oftar en ekki þar fólk við stjórnvölinn sem meira eða minna virtist tengjast því að mæra viðkomandi valdhafa í sveitarfélaginu líkt og ég þekkti svo vel úr höfuðborginni á valdatíma R-listans í Reykjavík.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Þörf á beinum aðgerðum í jafnréttismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virðingin fyrir lýðræði einnar þjóðar af hálfu stjórnmálaleiðtoga.

 Ég fagna því að sjá þessi ummæli formanns Framsóknarflokksins.

 

úr fréttinni.

" Sigmundur Davíð sagðist telja, að þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave-lögin eigi að fara fram, bæði formsins vegna en einnig vegna þess að það myndi styrkja samningsstöðu Íslands ef lögunum verði hafnað. Þá yrði núverandi samningur úr sögunni og hreinna borð í nýjum viðræðum. Ekkert væri því þó til fyrirstöðu að ræða málin í millitíðinni.  "

kv.Guðrún María.


mbl.is Ekki formleg niðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hér verða flokksmarkmiðin að " skynsemi "...

Formaður Samfylkingar vill ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um mál sem flokkur hennar hefur samþykkt á þingi en á að fara í þjóðaratkvæði, mál sem varðar þjóðarhagsmuni verulega og formaðurinn ætti frekar að fagna að fá þar um atkvæði þjóðar.

Nei þvi er ekki að heilsa því auðvitað eru flokksmarkmiðin þau að flokkurinn haldi áfram stjórnartaumum í ríkisstjórn, því ef málið fellur gæti fallið kusk á hvítflibba flokksins.

kv.Guðrún María.


mbl.is Jóhanna: Skynsamlegra að leysa án þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flokksmarkmiðin ofar þjóðarhagsmunum einu sinni enn.

Fyrir hvern er það best að sá ólánssamningur sem fyrir liggur af hálfu meirihluta Alþingis sé samþykktur ?

Svar: Vinstri hreyfinguna Grænt framboð, vegna þess að þar er um að ræða fyrstu ríkisstjórn sem flokkurinn tekur þátt í ............

 

kv.Guðrún María.


mbl.is Betra en að deyja úr þorsta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefði slíkt svar farið heim í kjördæmi ráðherrans ?

Það er aldeilis illindagangur sem einkennir skriftir ráðherrans, sem illa virðist þola gagnrýni á eigið ráðuneyti.

Þessi illindagangur er hins vegar af sama meiði og stjórnarliðar ekki hvað síst Samfylkingarmenn hafa haft uppi um hina vondu vondu flokka sem þeir segjast hafa þurft að taka við stjórnartaumum af.

Svo virðist sem Krístján Möller hafi gleymt því um stund að hann sé ráðherra, því raunin er sú að það fellur utan valdsviðs ráðherra að skipta sér af því hvort einhver flokkur eða einstaklingar einhvers staðar á landinu eru í kosningabaráttu til sveitarstjórna.

Að öllum likindum mun ráðherra því þurfa að senda afsökunarbeiðni til Eyja innan skamms.

 

kv.Guðrún María.


mbl.is Uppnám í bæjarstjórn Eyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hve lengi á að bjóða þjóðinni pólítískan kattaþvott með skipan manna með skoðun flokksins?

Ég á varla orð til í eigu minni, hafi einhver svarið sig sem talsmann Samfylkingarinnar þá er það Gunnar Helgi Kristinsson.

Hvenær ætla stjórnmálamenn að átta sig á því að þessi afdalaaðferðafræði hefur gengið sér til húðar ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Nefnd skipuð vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Biðjum fyrir þeim er þrautir þjá í veröld vorri.

Hörmulegar náttúruhamfarir hrjá íbúa Haíti, og ég hvet alla til að biðja fyrir þeim sem nú berjast fyrir lífi sínu í hamförum þessum og þeim sem nú reyna að bjarga fólki úr rústum mannvirkja.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Ekki vitað um afdrif barnanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært framtak, megum við sjá meira af slíku.

Það er afskaplega ánægjulegt að fagmenn taki sig til og haldi sýningu þar sem jafnframt fer fram fræðsla um hinar ýmsu spurningar sem án efa eru til staðar hjá almenningi, varðandi viðhald húsa, og ekki veitti fulltrúum hins opinbera af því að sækja slíka sýningu, þar sem oftar en ekki hefur verið venja að spara aurinn en kasta krónunni, þegar kemur að viðhaldi húsa.

Óska þeim til hamingju er standa að framtaki þessu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Undirbúa sýningu um viðhald húsa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er svona flókið við meirihlutalýðræði ?

Tilhneiging fræðimanna á síðari árum þess efnis að flækja einfalda hluti og fara með þá í hringi til dæmis í pólítiskum tilgangi er með ólíkindum.

Að reyna að telja fólki trú um það að meirihlutalýðræði sé flókið og ræða um flóknari aðferð sem einföldun, heitir að snúa hlutum á haus, sem viðkomandi prófessor gerir hér.

Ég sé ekki betur en heimspekinámi þyrfti ef til vill að bæta við stjórnmálafræðina þ.e.a.s ef það er þá ekki orðið of flókið til þess að samsama sig hinni fræðigreininni ásamt sérstökum kúrs þess efnis að viðhafa hlutleysi frá hægri til vinstri svo fremi menn titlist prófessorar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Icesave hentar ekki vel til þjóðaratkvæðis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver tók ákvörðun að kaupa nýja könnun Gallup, fyrir Ríkisútvarp skattgreiðenda ?

Það er nokkuð sérstakt að tekin skuli hafa verið ákvörðun um að rjúka til og kaupa Gallupkönnun strax af hálfu Ríkisútvarpsins.

Niðurstaðan kemur mér ekki á óvart, en ég velti þvi fyrir mér hvort sitjandi stjórnvöld komi til með að henda eins og hundrað og fimmtíu prósent hækkun útvarpsgjalda inn á skatta er þinghald hefst að nýju.

Það væri í ætt við aðrar gjaldahækkanir ríkistjórnar vinstri flokkanna í landinu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Meirihluti styður ákvörðun forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband