Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Við borgum enn hærri skatta og fáum að greiða þjónustugjöld í viðbót, eða hvað ?

Þegar skattaka af hinum almenna launamanni er með því móti í " meintu góðæri " að fáir skilja í hvað allir þessir fjármunir fara með viðbótarkostnaði allra handa er greiða skal í formi gjalda í þjónustu samfélagsins, hvernig mun dæmi þá líta út í kreppuástandi ?

Jú við höfum fengið smjörþefinn af því Íslendingar er núverandi stjórnarflokkar hófu sitt starf á vordögum þar sem fyrsta verkið var að hækka skatta á landsmenn, þar sem stöðug innkoma var fyrir hendi, s.s. bensín, tóbak og áfengi, skoðun af ökutækjum, bifreiðagjöld , ríkisstjórnarútvarpsgjald, osfrv......

Var kanski búið að leiðrétta skattleysismörkin, með tilliti til verðlagsþróunar ?

Var atvinnuleysi og lækkandi kaupmáttur launa tekinn með í útreikninga þessara skattahækkana, varðandi mögulega innkomu hins opinbera í því efni ?

Getur það verið að afnema hefði átt verðtryggingu og víxlverkun launa og verðlags áður en skattahækkanir kæmu til skoðunar í atvinnuleysi  og samdrætti eftir hrun ?

Ef til vill, en forgangsröðun ríkisstjórnarflokkanna varðandi mál frá upphafi valdasetu þeirra hinna sömu, virðast hafa miðast við tvö atriði.

Í fyrsta lagi að halda umsvifum hins opinbera á sama þenslustiginu og ríkti í hinu " meinta góðæri " og í öðru lagi að bjarga fjármálafyritækjum líkt og þar yxu peningar á trjánum sjálfkrafa áfram, án nokkurra annara aðgerða, en að koma saman tölum á blaði millum fjármagnseigenda, þar sem skipt var um kjólföt, annað ekki.

Ríkisstjórnin er vinstri stjórn jafnaðarmanna allra handa.

kv.Guðrún María.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Forsetinn er ekki öryggisventill þjóðarinnar og því óhætt að leggja embættið af.

Því miður virðist það svo að embætti forseta, hafi ekki reynst nokkur einasti öryggisventill, varðandi umbreytingu embættisins um að vísa málum til þjóðarinnar.

Fjölmiðlamálið var og er smámál sem ALDREI hefði átt að koma til afskipta af, samkvæmt mínu viti, ALDREI. Um icesave gegnir öðru máli, þar sem þjóðin hefur gengið gegnum öldudal hremminga fjármálahruns, þar sem atkvæðagreiðsla um málið gat auðsýnt almennum borgurum þessa lands þá virðingu að fá að greiða atkvæði um mál þetta.

Ég tel að skoða þurfi í fullri alvöru hvort við Íslendingar eigum að verja fjármunum í það að halda úti embætti forseta.

kv.Guðrún María.

 

 

 


mbl.is Forsetinn staðfestir Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað hefði heyrst úr horni ef hægri flokkar væru við stjórnvölinn.

Aldrei þessu vant heyrist ekki hósti eða stuna um þetta mál úr röðum vinstri manna enn sem komið er varðandi " einkavæðingu " í heilbrigðiskerfinu, hvað veldur ?

Öðruvísi manni áður brá, satt best að segja þar sem engu mátti breyta hér á landi nema hrópað væri einkavæðing, einkavæðing, en hluti kerfis heilbrigðismála hefur fyrir löngu verið einkavæddur með þáttöku hins opinbera.

kv.Guðrún María.


mbl.is Stefna að byggingu einkaspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband