Hagsmunir launamanna í landinu og núverandi verkalýðshreyfing.

Það er óásættanlegt að þeir fulltrúar sem gæta skulu hagsmuna launamanna, hafi einnig með umsýslu lífeyrissjóða að gera varðandi sjálfdæmi um að skipa í stjórnir sjóðanna, eins og núverandi skipan mála gerir ráð fyrir.

Sjóða sem aftur hafa tekið þátt í að fjárfesta í fyrirtækjum á markaði.

Þar skarast einfaldlega hagsmunir , flóknara er það ekki og þess hafa sannarlega fundist birtingamyndir á undanförnum árum hér á landi þar sem smánarlegar launahækkanir á almennum vinnumarkaði upphófust um leið og lífeyrissjóðir tóku að fjárfesta á hlutabréfamarkaði þeim sem settur var á fót hér á landi.

Því til viðbótar hafa verkalýðsforkólfar verið meira og minna á vegum fjórflokksins hér og þar en verkalýðshreyfingin þjónar ekki tilgangi sínum ef hún getur ekki aftengt sig pólítískri básaskipan, eðli máls samkvæmt til þess að þjóna tilgangi sínum að verja hagsmuni launamanna.

Þetta hefur verið mjög svo sýnilegt við stjórn ríkis og sveitarfélaga gegnum tíð og tíma þar sem einstök félög þegja þunnu hljóði  um hagsmuni launþega, þegar forysta félaga er innvinkluð í einhvern flokk sem situr við stjórnvöl hverju sinni.

Í mínum huga er  sá skyldusparnaður lífeyrisfjármuna sem fyrir hendi er hér á landi, sparnaður sem ætti að vera í vörslu Seðlabanka Íslands, en ekki sem áhættufjármagn til misviturlegra fjárfestinga hér og þar með eins fjölbreyttri ákvarðanatöku um slíkt eins og sjóðir eru margir.

Launafeluleikurinn sem viðgengist hefur í íslensku samfélagi er eitthvað sem þarf að afhjúpa sem fyrst þar sem hin smánarlegu taxtalaun á vinnumarkaði þarf að draga fram og skoða gjána sem myndast hefur millum stétta í okkar samfélagi og á sér þær skýringar að hluta til sem ég hefi nefnt hér að ofan.

kv.Guðrún María.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband