Eiga nokkrir fulltrúar að taka ákvörðun fyrir þúsundir manna sem eiga fé í lífeyrissjóðum ?

Á hvaða vegferð lýðræðis er ákvarðanataka sem þessi ?

Það er lágmark að mínu viti að ákvörðun um það atriði að stofna slíkan sjóð, sé borin undir sjóðfélaga, fólkið sem á fjármuni þá sem sjóðir þessir sýsla með.

Annað er miðaldalýðræði og óþolandi forsjárhyggja þar sem lagaumgjörð um starfssemi verkalýðshreyfingarinnar og lífeyrissjóða er barn síns tíma á Íslandi dagsins í dag.

Alþingi hefur ekki tekist að endurskoða þá hina sömu umgjörð, af hræðslu við að styggja verkalýðshreyfinguna sem heild, sem skrifast verður sem aulaháttur einn af mörgum. 

ég mótmæli, þvílíku lýðræðisleysi.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Stofna Fjárfestingasjóð Íslands í október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Nei það á greinilega ekki að spyrja eigendur þessara pening álits. Það stendur að vísu að "....Það er síðan á valdi stjórnar hvers lífeyrissjóðs að ræða málið í eigin ranni...". Hvað "rannur" þetta er kemur ekki fram. Og síðan kemur þetta: "Fjárfestingasjóður Íslands mun ekki taka þátt í fjárfestingum sem orka tvímælis út frá almennum siðareglum. Sjóðurinn mun viðhafa góða stjórnunarhætti og sýna samfélagslega ábyrgð og ábyrgð í umhverfismálum í starfi sínu." Ekki orð um það að þetta eigi að vera örugg fjárfesting. Ég hélt satt að segja að fremsta og eina skylda lífeyrissjóðanna væri að ávaxta peningana okkar sem hafa greitt 15% af launum okkar í áratugi en það viðhorf virðist ekki eiga uppá pallborðið hjá þeim sem sitja við stjórnvölinn.

Jón Bragi Sigurðsson, 9.9.2009 kl. 07:40

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón Bragi.

Já þetta er loðið orðalag og því miður virðist það svo að hér á að fara í eitthvert fjárfestingarævintýri án þess svo mikið að spyrja eigendur fjárs í sjóðunum, sem er skammarlegt.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 9.9.2009 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband