Stórfellt klúður stjórnvalda, ríkisstjórnin segi af sér.

Heilu sumri hefur verið eytt í vinnu við gerð fyrirvara við ónýta samningagerð varðandi fjárskuldbindingar þjóðar, gagnvart icesavemálinu, þar sem ljóst mátti vera að eins gott hefði verið að senda samninganefndina aftur út fyrir landsteina strax, ellegar hafna alfarið öðru en aðkomu dómstóla til úrskurðar ágreiningi í þessu máli.

Málið virðist nú á upphafspunkti að hluta til þ.e fyrirvararnir eru ekki samþykktir af hálfu þeirra sem eru samningsaðilar að hinum ónýta samnngi sem komið var með heim.

Hér er um að ræða stórfellt klúður sitjandi stjórnvalda frá upphafi til enda, því miður og tími til þess kominn að ríkisstjórnin segi af sér.

kv.Guðrún María.


mbl.is Leggjast gegn fyrirvaranum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Blöndal

...og hvað svo eftir að hún segir af sér?

Páll Blöndal, 18.9.2009 kl. 00:46

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Páll.

Nýjir fulltrúar yrðu kjörnir til þings, til þess að leiða mál til lykta gagnvart hagsmunum þjóðarinnar til lengri og skemmri tíma.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 18.9.2009 kl. 00:50

3 identicon

Er nú ekki rétt að bíða eftir að þjóðin fái að sjá og lesa orðsendinguna?

Formenn stjórnarandstöðunnar segja að fyrirvörunum hafi verið hafnað, en form. þingflokks Sf segir að allt hafi verið samþykkt, en ger smá athugasemd við ártalið 2024. (Áti kannski að standa þar 2042?!). Þessi andstæðu sjónarmið geta ekki bæði verið rétt!

Svo bezt er að hafa ekki neinar skýringar á lofti á texta, sem maður hefur ekki séð. Og það er mikil dómharka, að staðhæfa að málinu hafi verið klúðrað. Bíðum eftir ummælunum!!!

NH

NH (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 01:43

4 identicon

Sammála.

Burt með þetta skíta pakk sem hefur þá einu forgangsröðun, eftir að  glæpapakk setti landið á hausinn, að troða okkur í ESB og láta þjóðina borga aðgöngumiðann, nefnilega Iceslave. Skuldir glæpapakksins.

Það sem vantar er þjóðstjórn strax, og að þessi þjóð vakni og fatti að fjórflokkarnir eru bölið sem kom okkur í skítinn, en þeir munu aldrei  gefa eftir vald sitt til að ráðskast með þjóðina og auðlindir okkar. Fyrr en þjóðin afneitar flokka klíku valdinu.

Það er kominn tími til að þjóðin setji fæturna niður og segi alþjóðasamfélaginu að það megi hirða alt útrásargengið og pólitíska  hjálparkokka þeirra. Og að við þjóðin höfum ekkert með Iceslave að gera.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 01:45

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já Arnór, innilega sammála.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 18.9.2009 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband