Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
Pólítísk mistök ríkisstjórnarinnar við forgangsröðun mála.
Miðvikudagur, 30. september 2009
Það verður að flokkast undir eindæma klaufaleg vinnubrögð að róa fram aðildarumsókn að Evrópusambandinu, og taka síðan til við icesavesamninga að því loknu.
Hafi menn virkilega haldið það að umsókn að Esb, kæmi til með að greiða götu slikra samninga, þá er það dagljóst að menn hafa vaðið villu síns vegar.
Það atriði að blanda þessum tveim málum í allt að því einn hrærigraut, kann að verða sitjandi ríkisstjórn þungt í vöfum, og því sennilega uppskera í samræmi við sáningu í þvi efni, þar sem þjóðin var ekki spurð álits um hvort leggja ætti inn umsókn um aðild, heldur því hinu sama máli troðið gegnum þingið í andstöðu við hluta annars samstarfsflokksins.
Þessi forgangsröðun mála í þjóðþinginu af hálfu ríkisstjórnar eftir hrun hér á landi mun skráð á spjöld sögunnar sem pólítísk mistök í forgangsröðun verkefna, ekki þau fyrstu hér á landi.
kv.Guðrún María.
Hvað með fyrirhugaðar skattahækkanir, eru þær hluti af launaþróunarútreikningum stjórnvalda ?
Miðvikudagur, 30. september 2009
Það væri mjög fróðlegt að vita hvort stöðugt endurmat á greiðslubyrði er það sem fjármálastofnunum er ætlað að viðhafa, varðandi það atriði að fyrirhugaðar skattahækkanir komi þar með í reikninginn ?
Það er til lítils að lækka greiðslubyrði ef hækkun skatta skellur siðan á ráðstöfunartekjum skömmu síðar, eða hvað ?
kv.Guðrún María.
Borgað af lánum eftir tekjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Loksins, loksins, lýðræði í lífeyrissjóðina.
Þriðjudagur, 29. september 2009
Það hlaut að koma að því að slík umbreyting liti dagsins ljós, að sjóðfélagar sjái um að skipa stjórn lífeyrissjóða.
Ég hlýt að fagna sérstaklega því fátt hefur orðið mér meira umtalsefni á undanförnum árum en nákvæmlega hið sama lýðræðisleysi sem ríkt hefur í þessu efni og ég vona að þetta fordæmi muni ganga gegnum alla lífeyrissjóði.
kv.Guðrún María.
Meirihluti stjórnar kosinn beint af sjóðfélögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðbrögð við greiðsluverkfalli eða hvað ?
Mánudagur, 28. september 2009
Það er merkilegt að þessi tíðindi séu fyrst nú að koma fram af hálfu ríkisstjórnarinnar, hví ekki fyrr ?
Það lítur út að þetta séu viðbrögð við greiðsluverkfalli, en ekki skal ég um það segja hvort þessar ráðstafanir koma til með að taka á vanda almennt.
Leyfi mér að efast um það.
kv.Guðrún María.
Greiðslubyrði lána færð aftur til maí 2008 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvenær hófu markaðsfyrirtækin að blanda sér í stjórnmál hér á landi ?
Laugardagur, 26. september 2009
Þeir sem rýna gegnum rúnirnar í markaðsmennsku annars vegar og athöfnum stjórnmálamanna hins vegar, verða margs vísari með tímanum.
Hvers vegna varð andstaðan við fjölmiðlafrumvarpið svo ofboðsleg sem raun bar vitni ?
Jú það var vegna þess að þau markaðsfyrirtæki sem höfðu yfir að ráða eignarhaldi á fjölmiðlum og öðrum sviðum í samfélaginu s.s matvörumarkaði , voru allsendis ekki tilbúin til þess að afsala sér þessari yfirráðastöðu einnar fyrirtækjasamsteypu.
Fjölmiðlum var beitt til þess að ráðast á stjórnvöld sem hugðust laga umhverfi þetta og ekki var það beinlínis heppilegt að það hið sama mál væri mál sem forseti lýðveldis blandaði sér í til afskipta af undir sömu formerkjum og haldið hafði verið fram af markaðssamsteypunni að væri vandamálið, þ.e hættan á minna tjáningarfrelsi.
Fjölmiðlar fyrirtækjasamsteypunnar og málpípur þar á bæ, persónugerðu málið við persónu þáverandi forsætisráðherra sem haldinn væri illvilja í garð eins fyrirtækis, og viti menn sumir þáverandi stjórnarandstöðuflokkar bitu agnið og dönsuðu með slíkum málflutningi eins fáránlegt og þar nú er og slógu sig til riddara á torgi tækifærismennskunnar.
Markaðssamsteypunni tókst að koma málinu út af borðinu, og sat við sína hlutdeild á markaði í einu þjóðfélagi sem samkrulli fjölmiðla, matvörufyrirtækja og fl og fl..
Markaðsfyrirtækið náði að gera sig að píslarvætti hinna vondu stjórnvalda, og einkum og sér í lagi eins manns, sem átti að ráða öllu um allt , alltaf og alls staðar og allt sem hann stóð fyrir hvort sem var rannsókn skattayfirvalda um fyrirtækið var allt samtímis tengt hinum meinta illvilja hans í garð fyrirtækisins, en ekki hagsmunavörslu í þágu heildarinnar.
Með öðrum orðum, rýna þarf í rúnirnar.
kv.Guðrún Maria.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Díselolía undan Eyjafjöllum.
Laugardagur, 26. september 2009
Þetta er með ánægjulegri fréttum sem sjá má, lífdíselolía úr repjuræktun frá Þorvaldseyri.
Þetta er framtíðin og ef knýja má fiskiskipaflotann og ef til vill landbúnaðartæki einnig, með olíu sem slíkri þá gefur það augaleið hversu mikil umhverfisþróun yrði á ferð í einu landi.
Óska Ólafi á Þorvaldseyri til hamingju með þennan áfanga.
kv.Guðrún María.
Lífdísilolía úr vetrarrepju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hefur blaðamannafélagið ekki áhyggjur af trúverðugleika Fréttablaðsins með tilliti til ritstjóra/ eigenda ?
Föstudagur, 25. september 2009
Enn einu sinni hefur Blaðamannafélagið rýrt eigin trúðverðugleika.
Félaginu kemur nefnilega nákvæmlega ekkert við HVER ER RÁÐINN, þ.e með tilliti til stöðu, ekkert, hvort sem þar er um að ræða umdeildan blaðamann eða umdeildan stjórnmálamann.
Tengsl fyrrum Seðlabankastjóra við efnahagshrun einnar þjóðar, er óhjákvæmilegt eða hvað ?
Tengsl fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins við stjórnun landsins er fyrir hendi en engin ályktun hefur komið fram vegna þess, hvað veldur ?
Eru sumir fjölmiðlar þóknanlegri en aðrir og hvað veldur því mati ?
úr fréttinni.
" Blaðamannafélagið telur þá ákvörðun eigenda blaðsins að ráða umdeildan stjórnmálamann sem ritstjóra Morgunblaðsins rýra trúverðugleika blaðsins. Afskipti Davíðs Oddssonar af stjórnmálum og störf hans sem seðlabankastjóri tengja hann efnahagshruninu síðasta haust með slíkum hætti að blaðamenn geta ekki við unað. Blaðamannafélagið óttast um starfsöryggi og starfsskilyrði þeirra félagsmanna sem enn starfa hjá blaðinu," segir í ályktun félagsins. "
Ekki kemur fram í frétt þessari hver stendur að ályktun þessari en formaður félagsins var einn af þeim sem sagt var upp á Morgunblaðinu, og ætti því ekki að standa undir slíkri ályktun um eigin hagsmuni.
kv.Guðrún María.
Harmar uppsagnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Óska nýjum ritstjórum velgengni.
Föstudagur, 25. september 2009
Ég fagna því að sjá Davíð Oddson á ný í umræðu um þjóðmál, og tel að þessi ákvörðun þeirra Moggamanna að ráða hann og Harald Johannessen, sé ein sú snjallasta sem tekin hefur verið.
Leit yfir bloggið áðan og sá að vinstri menn hafa fallið í fordómapyttinn hver um annan þveran varðandi þessa ákvarðanatöku, sem kemur vel heim og saman við það meira og minna hafa flokkarnir gert út á andstöðu við hann persé, sem er stórhlægilegt.
kv.Guðrún María.
Davíð og Haraldur ritstjórar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er komið nóg af slíkum samráðsfundum, verkin þurfa að tala.
Fimmtudagur, 24. september 2009
Eðli máls samkvæmt eru mörg heimili þessa lands að sligast, undan greiðslubyrði lána, sem og því atriði að lifa af launum við lúsarmörk sem því til viðbótar eru ofurskattlögð.
Skattleysismörkin hafa nefnilega ekki verið leiðrétt svo nokkru nemi og enn sú hneisa fyrir hendi að menn greiði skatta af launum og lendi þar með undir framfærslumörkum fátæktarskilgreiningar.
Auðvitað er það verkalýðshreyfingar að sjá til þess að semja um laun fyrir fulla vinnu, sem duga til framfærslu fyrir einstakling að lokinni greiðslu skatta, í einu samfélagi, það hefur hins vegar ekki verið raunin í mörg herrans ár á hinum almenna vinnumarkaði alveg sama þótt meint góðæri hefði verið talið ríkja.
Fyrirtæki sum hver hafa einungis ráðið vinnuafl þar sem fólk með lægstu mögulega launataxta er í vinnu, börn og fólk nýkomið til landsins sem ekki er með reynslu á vinnumarkaði.
Um þetta hefur virst ríkja sátt millum verkalýðshreyfingar og vinnuveitenda og samkrullsfundir þeirra hinna sömu með stjórnvöldum er stjórna landinu er skringilegt fyrirbæri nú eins og oft áður.
kv.Guðrún María.
Ræða um greiðsluvanda heimila | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Markaðsdansleikurinn, nokkur orð.
Miðvikudagur, 23. september 2009
Íslenskur hlutabréfamarkaður, með þáttöku lífeyrissjóða landsmanna að þeim forspurðum var sér kapítuli út af fyrir sig, en skattalandslagið og möguleikar fyrirtækja á því að safna saman tapi í fyrirtæki, koma því á hausinn og stofna ný, er með ólíkindum.
Án þess að svo mikið sem litið sé á krosseignahald félaga á markaði sem auðvitað var algjört.
Það skiptir engu hvað mennirnir heita sem tekið hafa þátt í því að dansa í þessu umhverfi hins meinta markaðar hér á landi, þeir hinir sömu bera jafna ábyrgð og þeir sem skópu þetta umhverfi innan lands og utan þ.e EES reglugerðafargan og hin meinta alþjóðavæðing og andvaraleysi allra handa þar að lútandi.
kv.Guðrún María.
Jón Ásgeir: Átti aldrei hlutabréf í Baugi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |