Pólítísk mistök ríkisstjórnarinnar við forgangsröðun mála.

Það verður að flokkast undir eindæma klaufaleg vinnubrögð að róa fram aðildarumsókn að Evrópusambandinu, og taka síðan til við icesavesamninga að því loknu.

Hafi menn virkilega haldið það að umsókn að Esb, kæmi til með að greiða götu slikra samninga, þá er það dagljóst að menn hafa vaðið villu síns vegar.

Það atriði að blanda þessum tveim málum í allt að því einn hrærigraut, kann að verða sitjandi ríkisstjórn þungt í vöfum, og því sennilega uppskera í samræmi við sáningu í þvi efni, þar sem þjóðin var ekki spurð álits um hvort leggja ætti inn umsókn um aðild, heldur því hinu sama máli troðið gegnum þingið í andstöðu við hluta annars samstarfsflokksins.

Þessi forgangsröðun mála í þjóðþinginu af hálfu ríkisstjórnar eftir hrun hér á landi mun skráð á spjöld sögunnar sem pólítísk mistök í forgangsröðun verkefna, ekki þau fyrstu hér á landi.

kv.Guðrún María.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband