Óska nýjum ritstjórum velgengni.

Ég fagna því að sjá Davíð Oddson á ný í umræðu um þjóðmál, og tel að þessi ákvörðun þeirra Moggamanna að ráða hann og Harald Johannessen, sé ein sú snjallasta sem tekin hefur verið.

Leit yfir bloggið áðan og sá að vinstri menn hafa fallið í fordómapyttinn hver um annan þveran varðandi þessa ákvarðanatöku, sem kemur vel heim og saman við það meira og minna hafa flokkarnir gert út á andstöðu við hann persé, sem er stórhlægilegt.

kv.Guðrún María.


mbl.is Davíð og Haraldur ritstjórar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Hrikalega er þetta eitthvað illskiljanleg færsla hjá þér Guðrún.

Hvað ertu annars að fara ?

hilmar jónsson, 25.9.2009 kl. 01:10

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Hvað er það sem þú skilur ekki Hilmar ?

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.9.2009 kl. 01:36

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sýnilega færslan þín endar á "vinstri menn hafa fallið í    "fletti ,hélt þar stæði öngvit",hefði fundist það sprenghlægilegt og alls ekki ólíklegt,svona einhverjir þeirra.

Helga Kristjánsdóttir, 25.9.2009 kl. 01:57

4 identicon

Heil og sæl; Guðrún María - sem og, þið önnur, hér á síðu !

Seint; teldist ég, til vinstri manna, Guðrún mín, eða,......... þekkir þú ekkert til skrifa minna, yfirleitt, spjallvinkona góð ?

Spyrja má; hver siðferðiskennd fólks er, sem mærir þennan ódáða dreng, hver setjast mun, í ritstjóra stól, að Hádegis móum við Rauðavatn, að morgni komandi dags.

Verð að viðurkenna; að ég hugði þig meiri dreng, en þetta, Guðrún María.

Með; kveðjum undrunar, fremur en gremju, að þessu sinni /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 02:04

5 identicon

Ömurlegt er þetta væl vinstra fólksins um það hveri verði ritstjóri Moggans. Hvað óttast fólkið. Sjálfsmorð barna sinna ?  Þannig lætur það. Þolir það ekki skoðannaskipti ? Nei, líklega ekki. Ég efast ekki um að það hangi við bréfalúguna strax fyrir klukkan sex í fyrramálið til að móttaka boðskapinn og svo verður áfram. Til hamingju, Moggi minn

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 02:17

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Óskar minn.

Ég veit hvað ég syng.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.9.2009 kl. 02:21

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Helga.

Það atriði að flýja moggabloggið vegna komu nýs rítstjóra er sýnishorn af hræðslupólítík þeirri sem rekin hefur verið af vinstri mönnum.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.9.2009 kl. 02:25

8 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Nei; Guðrún mín.

Ég hygg; að þar farir þú vegvillur nokkrar, viljir þú ekki viðurkenna, hvers lags sundrungu Hádegis móa menn hafi upp vakið, með þessarri ráðstöfun.  

Og; hefðu þeir átt að eiga aðra valkosti, að Ólafi Stephensen, frá gengnum.

Með kveðjum; á ný /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 02:29

9 Smámynd: Guðbergur Egill Eyjólfsson

Komdu sæl Guðrún

Ég er vinstri maður, það er að ég við meiri jöfnuð og samkennd í samfélagið.
En ég held að hneykslan mín varðandi ráðninguna á Davíð hefur ekkert að gera með hræðslu eða það að ég haldi að Mogginn verði eitthvað skeinuhættari vinstri mönnum hér eftir.
Þessi ráðning er bara svo heimskuleg. Eigendur blaðsins, hægri menn sem gátu ekki eignast blaðið nema af því að almenningur tók á sig milljarða skuldir og þar með í reynd eru að borga launin hans Davíðs. Svolítið fyndið að hægri maðurinn Davíð þiggur hér enn og aftur laun af skattgreiðslum almennings, maðurinn sem vill lámarka skatta sem mest.
En varðandi ráðninguna þá eru hægri menn að skjóta sig í fótinn, það trúir þvi enginn hér eftir að mogginn verði hlutlaus fréttamiðill, hann mun bara flytja fréttir sem hægri menn verða ánægðir með að lesa og þetta mun alls ekki verða þeirri stefnu til framdráttar. Fyrir mitt leiti er þetta sorglegt fyrir íslenska fjölmiðlun en annars bara fyndið.

Kveðja Guðbergur

Guðbergur Egill Eyjólfsson, 25.9.2009 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband