Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Til hvers eru menn kosnir á Alþingi Íslendinga ?

Það er að sjálfsögðu þingmanna að mynda sér skoðun á því hvað er eðlilegt og hvað ekki eðlilegt, til þess eru þeir hinir sömu kjörnir á þing og varla er þess að vænta að utanaðkomandi aðilar sem álitsgjafar gefi þingmönnum formúlu að endanlegri niðurstöðu.

 

 úr fréttinni.

"Aðspurður hvort hún hafi breytt afstöðu nefndarmanna segist Guðbjartur gera ráð fyrir að hver hafi sína  skoðun á álitinu og niðurstöðu þess.

„Það er mjög mikilvægt, eins og kemur fram í álitinu að við höfum lánstraust á alþjóðamörkuðum. Ég tel eina af forsendunum fyrir því vera að við afgreiðum Icesave málið en ekki eru allir sammála því. Menn meta svona skýrslur með mismunandi hætti.“ "

Þessi svör nefndarformannsins eru því miður loðin og bera vott um þá tækifærismennsku sem ég hefi gagnrýnt hans flokk fyrir lengi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Gefur engin endanleg svör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tæp 70 % þjóðarinnar vildu fá að greiða atkvæði um HVORT sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu.

Það sem hér kemur fram í könnun þessari er nákvæmlega samkvæmt því sem ég tel að sé raunin, og ljóst að stjórnvöld hafa troðið umsókn að Esb, gegnum þingið í andstöðu við  drjugan meirihluta þjóðarinnar.

 úr fréttinni.

" Fram kemur að ef þeim sem völdu svarið „hvorki né“, er sleppt úr niðurstöðunni, vilji 67,6% aðspurðra fá þjóðaratkvæðagreiðslum um það hvort "Ísland eiga að sækja um aðild að Evrópusambandinu" en 32,4% eru ekki hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslunni. "

Almenningur kaus flokk VG til valda sökum þess að þeir gáfu sig út fyrir andstöðu við aðild, en annað kom í ljós, við atkvæðagreiðslu á þingi hjá hluta flokksins.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fleiri andvígir aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

" Gott er hafa gler í skó, þá gengið er í kletta.... "

Það er ótrúlegt að mönnum skuli hafa dottið í hug að setja fram lögbann í þessu sambandi, og aðeins ein vitleysan af mörgum sem endurspeglar þá ringulreið sem ríkir hér á landi, varðandi rannsóknir á hinu íslenska viðskiptaumhverfi, sem ég hefi löngum kallað, " markaðashyggjuþokumóðu, "

Því fyrr því betra sem allt er uppi á borði, sem er þá almennings að vega og meta í ljósi þess sem orðið er.

kv.Guðrún María.


mbl.is Falla frá lögbanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver kaupir Gallupkannanirnar ?

Hver kaupir þessa könnun, er sú spurning sem ég ber fram við þann sem hringir í mig venjulega, og þá er sagt, því miður, við getum ekki gefið það upp.

Þess vegna tek ég sjaldan þátt í könnunum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fylgi ríkisstjórnarinnar 48%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað ættu stjórnvöld að fylgja eftir varðstöðu um hagsmuni Íslands.

Það er alveg rétt sem Björn Bjarnason bendir á varðandi það atriði að í kjölfar greina Evu Joly, hefðu íslensk stjórnvöld átt að fylgja eftir varðstöðu um íslenska hagsmuni, þótt ekki væri nema í formi yfirlýsinga.

Það hefur hins vegar ekki gerst.

kv.Guðrún María.


mbl.is Joly tókst það sem öðrum tekst ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rúmlega helmingur þjóðarinnar vill tvöfalda Suðurlandsveg.

Þessi skoðanakönnun endurspeglar ef til vill sambandsleysi kjörinna fulltrúa fjárveitingavalds á þingi, við kjósendur sína, varðandi það atriði að forgangsraða verkefnum eftir eðli mála.

Það er ekki flókð að reikna út hvar mesti bílafjöldi fer um og það hið sama má sjá daglega í textavarpinu.

Tvöföldun Reykjanesbrautar til Keflavíkur hefur skilað árangri nú þegar, það leyfi ég mér að segja þvi ég bý nærri brautinni og hef sannarlega heyrt færri sírenuvæl undanfarið ár en áður.

Stjórnmálaflokkarnir sem starfa á Alþinigi eiga að geta verið í sambandi við kjósendur sína sem og að afla upplýsinga án þess að markaðsfyrirtæki sem Gallup þurfi að segja hvað þjóðin vilji til þess arna, með tilheyrandi kostnaði.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Telja tvöföldun Suðurlandsvegar brýnasta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin hefur frá upphafi verið tækifærissinnaður flokkur í íslenzkum stjórnmálum.

Ólína Þorvarðardóttir fagnar orðum Evu Joly, en aðstoðarmaður forsætisráðherra gerir athugasemdir við þau hin sömu ummæli.

Þetta er Samfylkingin í hnotskurn sem hefur birst landsmönnum nokkuð lengi, hvað varðar tækifærismennsku til þess ganga í augu við almenningsálitið hverju sinni til þess að stækka flokkinn.

Aðaltækifærissinnin er hins vegar sá sem á sínum tíma varð utanríkisráðherra og síðar sendiherra og dásamað hefur aðild að Evrópusambandinu öðrum fremur Jón Baldvin Hannibalsson, en sá hinn sami hefur gagnrýnt hitt og þetta allra handa, af hálfu fyrri stjórnar í landinu , hafandi verið þáttakandi í þvi sjálfur sem sendiherra sem ekki er trúðverðugt.

Við eiigum því miður enga Alvöru stjórnmálarýnendur Íslendingar, í fjölmiðum hér á landi því miður en sannleikurinn er eigi að síður tíl staðar í því efni.

kv.Guðrún María.


Þjóðhátíð Vestmannaeyja er sér kapítuli í frelsi einnar þjóðar.

Það atriði að Vestmanneyingar skyldu taka upp á því að halda eigin þjóðhátíð vegna þess þeir komust ekki til lands á sínum tíma er sérstakt í þjóðarsögunni, og til seinni tíma litið er það einnig sérstakt að þessi sérstaka þjóðhátíð er orðin vinsælasta hátíð landsmanna á faraldsfæti þessa helgi.

Árni Johnsen er að vissu leyti gosögn sem hluti af þessari hátíð nú til dags, en áður var það Ási í
Bæ, sem áður var brekkuusöngskórstjóri með gítarinn.

Vestmanneyingar eru sérstakt fólk með einstakan dugnað og baráttuvilja af bardaga við náttúruöfllin til lífsbjargar úr söltum sæ, gegnum tíð og tíma, en sú hin sama barátta hefur haldið lífi i okkar þjóð við sjósókn.

Bjartsýnin sem einkennir Eyjamenn þar sem vonin um hið góða er ofar öðru mætti einkenna þjóðlífið meira en verið hefur á fasta landinu.

Frá því ég man eftir mér hefur þjóðhátíð í Eyjum verið kapítuli af mínu lífi , því pabbi var ungur maður til sjós í Eyjum hjá ömmu sem þar lifði sína tíð mest alla, eins og afi sem einnig bjó og starfaði í Eyjum en auðvitað fór ég á þjóðhátíð fyrir og eftir gos, eins og mínir jafnaldrar af Suðurlandinu.

Mér til mikillar ánægju er nú farið að útvarpa Brekkusöngnum á þjóðhátíð , síðari ár, þar sem má upplifa stemmingu í Dalnum við fjöldasöng.

kv.Guðrún María.

 

 

 

 


mbl.is 13 þúsund manna kór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu vel munu fjölmiðlar ganga eftir upplýsingum, verður það eftir flokkspólítískum línum eins og venjulega eða ekki ?

Einhverra hluta vegna hefur verið sótt mun meira að forkólfum Landsbanka,en forkólfum Kaupþings í umræðu um bankahrunið, hvað veldur veit ég ekki og þó, þar gegna fjölmiðlar lykilhlutverki og verkefnaval umfjöllunar hlýtur að skoðast sem afstaða hvers konar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hendur fjölmiðla bundnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NÚ eflum við iðnað til sjávar og sveita,.....

Nú eflum við iðnað til sjávar og sveita,

vor íslenzka þjóð veit hvert ráða er að leita.

Við lifum af landinu er lífsbjargir gefur,

vor aldanna reynsla, hver landsmaður hefur.

 

Þegar vor stjórnvöld í villu og svíma,

vita ei hvernig skal skútunni stíma.

Vilja til Evrópu færa allt vald,

fullveldi og sjálfstæði bak við það tjald.

 

Stjórnmálaflokkarnir hagsmuna gæta,

fjársterku hagsmunir, fólkinu mæta,

fólkið sem kaus þessa flokka til valda,

finnur ei stein yfir steini er skal standa.

 

kv.Guðrún María.

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband