Rúmlega helmingur þjóðarinnar vill tvöfalda Suðurlandsveg.

Þessi skoðanakönnun endurspeglar ef til vill sambandsleysi kjörinna fulltrúa fjárveitingavalds á þingi, við kjósendur sína, varðandi það atriði að forgangsraða verkefnum eftir eðli mála.

Það er ekki flókð að reikna út hvar mesti bílafjöldi fer um og það hið sama má sjá daglega í textavarpinu.

Tvöföldun Reykjanesbrautar til Keflavíkur hefur skilað árangri nú þegar, það leyfi ég mér að segja þvi ég bý nærri brautinni og hef sannarlega heyrt færri sírenuvæl undanfarið ár en áður.

Stjórnmálaflokkarnir sem starfa á Alþinigi eiga að geta verið í sambandi við kjósendur sína sem og að afla upplýsinga án þess að markaðsfyrirtæki sem Gallup þurfi að segja hvað þjóðin vilji til þess arna, með tilheyrandi kostnaði.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Telja tvöföldun Suðurlandsvegar brýnasta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband