Þráhyggja ríkisstjórnarflokkanna til þess að verja fáránlega samningagerð um fjárskuldbindingar þjóðarinnar.

Formönnum ríkisstjórnarflokkanna hefði verið nær að viðurkenna að samningur þessi væri óásættanlegur á einhverjum tímapunkti fremur en að eyða heilu sumri í tilraunir til þess að setja fyrirvara sem síðan er álitamál um hvort hafi eitthvert gildi.

Þvílík og önnur eins vitleysa er vandfundin.

Verkefnaval ríkisstjórnarinnar á málum var með því móti að þvinga aðildarumsókn að Evrópusambandinu gegnum þingið fyrst og taka svo icesavemálið á dagskrá með handónýtan samning í farteskinu.

Allt að því hjákátlegt hefur verið að fylgjast með því að þeir sem vilja aðild að Evrópusambandinu hafa einnig viljað að Íslendingar samþykktu allt að því þegjandi og hljóðalaust samningagerð um icesave.

Tilraunir stjórnarflokkanna til þess að miðjumoða mál þetta, kunna að falla um sjálft sig og maður veltir því fyrir sér hvort þeir hinir sömu, viti á hvaða vegi standa.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Icesave-umræða stendur enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband