Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
Ríkissjónvarpið og Evrópusambandið.
Miðvikudagur, 22. júlí 2009
Fyrst núna þegar búið er að troða aðildarumsókn að Esb, gegn um þingið, hefur sjónvarpið fræðslu um Evrópusambandið, hví ekki fyrr ?
Þátturinn Siflur Egils hefur verið upptekinn við að fá jámenn Evrópuaðildar til sín um nokkuð langan tíma, en enginn fræðsluþáttur hefur verið á dagskrá aðeins menn að viðra skoðanir sínar og oftast jámenn og nægir þar að nefna Þráinn Bertelsson og Benedikt Jóhannesson.
Mjög sérstakt.
kv.Guðrún María.
Íslenzk ríkisstjórn með bein í nefinu þarf að senda skýr skilaboð til Breta og Hollendinga.
Miðvikudagur, 22. júlí 2009
Svo fremi sem það finnist bein í nefi þessarar ríkisstjórnar þá væri ekki úr vegi að setja menn í það að semja yfirlýsingar varðandi Icesavemálið, til þess að svara Hollendingum, nú þegar, þess efnis að íslenska þjóðin verði ekki gerð ábyrg fyrir einkabankastarfssemi í Evrópu allri, meðan ekki hefur tekist að rannsaka og leiða til lykta þátt manna í bankahruninu hér innanlands.
Gungu og druslugangur gengur ekki af hálfu ráðamanna varðandi þessi mál og verði stjórnvöld að bakka með Evrópusambandsaðild þá er það einungis þjóðarhagur.
kv.Guðrún María.
![]() |
Ögmundur: Hugsum um þjóðarhag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sápuópera í boði Samfylkingarinnar við stjórnvölinn.
Miðvikudagur, 22. júlí 2009
Datt einhverjum í hug að það væri rétt forgangsröðun að afgreiða ESB aðild á undan Icesavesamningnum, til þess eins að fá slíka sápuóperu í gang ?
Það verður mjög fróðlegt að vita hvaða utanríkisráðherra vill láta hafa eftir sér varðandi þetta, hann er alla jafna ekki orðlaus en þessi frétt virðist ekki frá honum komin.
kv.Guðrún María.
![]() |
Þrýst á Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumarkaðsstjórnmálamenn, hvaðan koma þeir ?
Þriðjudagur, 21. júlí 2009
Tveir fyrrum pistlahöfundar af Fréttablaðinu þeir Þráinn Bertelsson og Guðmundur Steingrímsson sögðu já við aðild að Evrópusambandinu,sitt í hvorum flokknum, báðir nýjir þingmenn á þing, en sama gildir um Sigmund Erni Rúnarsson og Robert Marshal, sem báðir eru fyrrum starfsmenn sama fjölmiðlafyrirtækis og á Fréttablaðið en í sama flokki en báðir nýjir á þingi.
Hafa störf þessara manna í markaðssamfélagi fjölmiðla hér á landi, mótað afstöðu þeirra til þessa máls ?
Spyr sá sem ekki veit.
kv.Guðrún María.
" Verður nægileg skattainnkoma..... " ?
Þriðjudagur, 21. júlí 2009
Ég gat nú ekki betur heyrt en fjármálaráðherra kæmi sér undan því að svara hvort landið hefði nægilega mikla innkomu skatta til þess að standa undir endurskipulagningu fjármálakerfisins.
Að hlýða á Steingrím J. Sigfússon ræða fjármálamarkaðinn og vöxt banka og fjármálastarfssemi minnir mann á öfugmælavísurnar gömlu, eins mikið og fyrrum stjórnarandstæðingurinn Steingrímur hamaðist gegn hinni gengdarlausu markaðshyggju.
kv.Guðrún Maria.
![]() |
Einbeiti sér að uppbyggingu heimafyrir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vangadans við Samfylkinguna.
Þriðjudagur, 21. júlí 2009
Það hefur yfirleitt ekki verið nokkurt mál sem þingmaðurinn Ragnheiður Ríkharðsdóttir þarf ekki að skera sig úr á einhvern handanna máta, hvers vegna svo sem það er og þetta mál er engin undantekning í því efni.
kv.Guðrún María.
![]() |
Ragnheiður gerir grein fyrir atkvæði sínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fylg þú þínu flokksræði Þráinn.
Þriðjudagur, 21. júlí 2009
Hafi enhver bjargað Borgarahreyfingunni þá er það ekki Þráinn Bertelsson heldur hinir þrír þingmenn flokksins, og alveg stórhlægilegt að mínu mati að sjá hann slá sig riddara flokksræðis í svo ungum flokki.
kv.Guðrún María.
![]() |
Óvissa um samstarfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað dettur mönnum í hug næst ?
Mánudagur, 20. júlí 2009
Í upphafi skyldi endir skoða og ef einhverjum dettur í hug að þetta muni spara , þá er sá hinn sami á miklum villigötum, hvað þá einfalda málsmeðferð.
Það væri gaman að vita hverjir sitja í nefndinni.
kv.Guðrún María.
![]() |
Vegagerðin fái sektarvald |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íslendingar munu ALDREI borga brúsa af ónýtu regluverki Evrópusambandsins í frjálsu flæði fjármagns.
Mánudagur, 20. júlí 2009
Þótt villuráfandi aðilar við stjórn landsins hafi troðið gegnum þingið aðildarumsókn að Esb, sem er pólítísk tímaskekkja, til þess að hanga saman við valdatauma, þá kemur það ekki til greina að þjóðinni verði boðið að verða borgunarmenn fyrir ónýtu regluverki Evrópusambandsins og illa starfhæfu eftirliti með slíku.
Detti kjörnum fulltrúum þjóðarinnar í hug að bjóða mönnum upp á að samþykkja Icesave samning þann sem rúllað var fram , þá hljóta skattgreiðendur að rísa upp og vísa þessari stjórn frá völdum.
kv.Guðrún María.
Vanhæf ríkisstjórn til þess að eygja sýn á innanlandsmál.
Mánudagur, 20. júlí 2009
Fyrsta verkefni nýrrar stjórnar var að hækka álögur á landsmenn eins og einhver gæti hugsanlega tekið meiru af slíku frá því sem fyrir var og nú í atvinnuleysi.
Verðtrygging var ekki afnumin áður en þessum hækkunum var hellt yfir landsmenn sem þýðir enn eina sjálfvirka uppfærslu afborgana af lánum landsmanna.
Sem aftur veldur enn frekari vanda við að fást.
Var að skoða tölulegar upplýsingar í lagasetningunni um hækkanir síðan í vor og hnaut þar um um hækkun vörugjalda á eldsneyti og innflutning á bifreiðum, þar var gjaldahækkunin sú að tvöfalda frá því sem fyrir var í krónum talið.
Hvar er meðalhófsreglan í ákvarðanatöku sem slíkri ?
kv.Guðrún María.