Vanhæf ríkisstjórn til þess að eygja sýn á innanlandsmál.

Fyrsta verkefni nýrrar stjórnar var að hækka álögur á landsmenn eins og einhver gæti hugsanlega tekið meiru af slíku frá því sem fyrir var og nú í atvinnuleysi.

Verðtrygging var ekki afnumin áður en þessum hækkunum var hellt yfir landsmenn sem þýðir enn eina sjálfvirka uppfærslu afborgana af lánum landsmanna.

Sem aftur veldur enn frekari vanda við að fást.

Var að skoða tölulegar upplýsingar í lagasetningunni um hækkanir síðan í vor og hnaut þar um um hækkun vörugjalda á eldsneyti og innflutning á bifreiðum, þar var gjaldahækkunin sú að tvöfalda frá því sem fyrir var í krónum talið.

Hvar er meðalhófsreglan í ákvarðanatöku sem slíkri ?

kv.Guðrún María. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband