Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Hvað á bankinn að heita ?

Gamli Glitnir varð að Íslandsbanka þar sem öllu var breytt sem eitthvað hlýtur að hafa kostað, og nú er það enn nýr Íslandsbanki, og hvað skyldi hann eiga að heita ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Nýr Íslandsbanki innan skamms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenzkir stjórnmálamenn reyna að flýja ábyrgð eigin mistaka með inngöngu í ESB.

Getur það verið að fyrrum ráðherrar síns tíma hér á landi í þáverandi ríkisstjórn landsins, sem báðir voru gerðir að sendiherrum á erlendri grund, séu helstu baráttumenn fyrir inngöngu í Evrópusambandið ?

Báðir tveir, þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Þorsteinn Pálsson róa þar saman á báti.

Ábyrgð Þorsteins sem sjávarútvegsráðherra var innleiðing framsals og leigu með óveiddan fisk úr sjó sem var upphaf að loftbóluævintýri hins meinta íslenska fjármálamarkaðar.

Á því hinu sama bar Jón Baldvin einnig sína ábyrgð.

Þorsteinn tók svo til við ritsjórn Fréttablaðsins þar sem viðhaldið var stöðugum Evrópusambandsáróðri öllum stundum undir formerkjum fríblaðs á hinum " frjálsa markaði " markaði sem auðvitað var enginn, og einokun matvælafyrirtækjarisa sem einnig á nær helming fjölmiðla í landinu dansaði þar undir.

Samfylkingin var markaðsflokkur frá upphafi , hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn, þar sem fjölmiðlamálið var prófsteinn á tilraunir stjórnvalda til að koma böndum á íslenskan markað.

Þar náðu fjölmiðlar að láta flesta stjórnmálaflokka dansa eins og kúreka kring um málið sem atlögu gegn tjáningarfrelsi, og forsetinn blandaði sér í málið, engum til hagsbóta nema síður væri, utan þá sem staðið höfðu vörð um markaðsskilyrði þess hins sama eins heilbrigð og þau nú voru.

Sápufroðustjórnmál eru nafnið sem til er yfir aðferðir sem þessar þar sem allir hafa dansað með án þess að spyrja nauðsynlegra spurninga á réttum tíma og stað .

Ekki hvað síst þegar möguleiki er að sleppa frá því að axla ábyrgð mistaka af pólítískum toga sem kostað hafa þjóðina mikið.

kv.Guðrún Maria.

 

 

 


Hvernig í ósköpunum er hægt að gera " skilanefndir " að eigendum ???

Í mínum huga og samkvæmt mínum almenna skilningi á lögum jafngildir þetta því að skiptastjóri þrotabús, myndi eignast hlut í kröfugerðinni.

Ég er orðlaus.

 

úr fréttinni.

"

Samkvæmt drögum að samkomulagi sem kynnt var fyrir ríkisstjórninni í gær munu skilanefndir Kaupþings og Glitnis eignast ráðandi hlut í Kaupþingi og Íslandsbanka. Tilkynnt verður um meginatriði samkomulagsins á mánudag.

Þegar Nýju bankarnir voru stofnaðir af Fjármálaeftirlitinu (FME) síðastliðið haust fólst í þeirri ákvörðun að þeir myndu yfirtaka allar innstæðuskuldbindingar á Íslandi og sömuleiðis stærstan hluta af eigum bankanna sem tengdust íslenskri starfsemi. Heimildir Morgunblaðsins herma að þegar búið var að endurmeta þær eignir sem voru settar inn í Nýja Kaupþing hafi komið í ljós að virði eignanna var lægra en innstæðurnar. Því hafi gamla Kaupþing í reynd skuldað hinum nýja banka mismuninn til að hann gæti staðið við skuldbindingar sínar. "

kv.Guðrún María.


mbl.is Gamla Kaupþing skuldaði Nýja Kaupþingi fjármuni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar var EES regluverkið sem búið er að lögleiða hér á landi, gat það ekki komið í veg fyrir þetta ?

" Arðgreiðslur, meiri en hagnaður... " gat manni dottið það í hug, hvar var þetta dásamlega regluverk EES sem innleitt hefur verið hér ?

Var frelsi þess hins sama regluverks ef til vill svo mikið að vátryggingafyrirtæki á markaði gátu fjárfest í óskyldum rekstri og greitt meiri arð en hagnaður sagði til um ?

Hvar var eftirlitskerfi hins opinbera hér á landi ?

Hvar var eftirlit þingsins með eftirlitskerfinu ?

Það væri hægt að halda áfram að spyrja spurninga á spurninga ofan en því miður hafa menn vaðið um í markaðshyggjuþokumóðu allir sem einn.

kv.Guðrún María.


mbl.is Arðgreiðslur Sjóvár árið 2007 meiri en hagnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenzk stjórnvöld hafa sett heimsmet í pólítiskri tímaskekkju, ákvarðana.

Engan skyldi undra að umsókn af hálfu Íslands nú, mæti andstöðu sem þessari, því tímasetning þessarar ákvörðunar er án efa heimsmet í pólítískri tímaskekkju.

Enda ákvarðanatakan undir formerkjum þess að þjóna flokksmarkmiðum eins íslensks stjórnmálaflokks sem fer með forsvar í ríkistjórn landsins.

Samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn er enda hálfur á móti málinu og afar sérkennilegt lýðræði sem tekið hefur á sig birtingamynd hér á landi, nú síðustu daga.

kv.Guðrún María.


mbl.is Andsnúnir inngöngu Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfsagt að fara yfir almannavarnaáætlun.

Vonandi fer nú ekki að gjósa ofan á hinar manngerðu hamfarir sem dunið hafa á okkur, en hins vegar hlýtur að vera sjálfsagt að fara yfir almannavarnaáætlun, sem nú hlýtur að taka mið af framkvæmdum við Bakkafjöru.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ólíklegt að kvikustreymi undir Eyjafjallajökli endi með eldgosi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert að marka þig Árni Þór frekar en aðra Vinstri Græna.

VG hefur sýnt sig sem loddarastjórnmálaflokkur sem tilbúin er að selja hugsjónir sinar fyrir stóla og embætti í formi valda, því miður.

Þar fór annars ágætur flokkur fyrir lítið,

kv.Guðrún María.


mbl.is Frestun Icesave slæmur kostur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni, þú ert ágætur drengur, virkjaðu beinið í nefinu.

Til þess að vera forystumaður þarf bein í nefið sem Davíð Oddsson hafði en Geir Haarde ekki, en sannarlega vona ég að hinn annars almennt réttsýni formaður Sjáldstæðisflokksins Bjarni Benediktsson muni hafa það bein í nefinu sem til þarf.

Raunin er sú að það er Þogerði og flokknum í stjórnmálum fyrir bestu að hún víki til hliðar.

kv. Guðrún María.


mbl.is Bjarni: Óheppilegt að ekki ríkir einhugur í forystunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húrra fyrir Brezkum Læknum þeir standa vörð um siðalögmál læknastéttarinnar.

 Hér ganga brezkir læknar fram fyrir skjöldu og gagnrýna yfirvöld varðandi fréttafllutning af svínaflensunni, hafi þeir heiður og þökk skilið fyrir, því sannarlega er slíkt nauðsyn.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fréttaflutningur af H1N1 gagnrýndur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrrverandi formaður Samfylkingar viðurkennir samtengingu Esb umsóknar og Icesave málsins.

Að vissu leyti er þetta rétt hjá fyrrum formanni Samfylkingar Ingibjörgu Sólrúnu , varðandi það að Evrópusambandið skuli ekki koma beint sem ein heild að málum aðildarþjóða sambandsins, um fjármálaskuldbindingar.

Hns vegar gefur þetta til kynna samtengingu hamagangs stjórnvalda til þess að troða aðildarumsókn í gegn um þingið að virðist með það að markmiði að milda sambandið með hinum Alílenzka undirlægjuhætti, sem ef til vill er ekki eins gjaldgengt í Evrópu og hér.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hefði viljað stærri pólitískan samning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband