Hví skyldi Íslenzka þjóðin borga klaufaskap Evrópusambandsins, við smíð á lagaumhverfi fjármálastarfssemi ?

Í raun er það að æra óstöðugan að telja fólki trú um að við Íslendingar eigum að borga innistæðutryggingar fjármálastarfssemi í öðrum löndum eins og ráðamenn þessa lands eru að reyna að láta okkur gera nú.

Í mínum huga er verið að veðsetja þjóðina til þess að þjóna flokkspólítískum hagsmunum forystuflokks í ríkisstjórn landsins, sem hefur aðild að Esb á sinni stefnuskrá, og vill með öllu móti undirganga allt til þess að þjóna þeim hinum sömu hagsmunum, með samningum og miðjumoði allra handa, alveg sama hvað það kostar.

Það er nefnilega EKKI þannig að við höfum verið aðilar að Evrópusambandinu en EES samningurinn var til staðar, þar sem mönnum hafði tekist með ótrúlegum hætti að útrýma mörkum allra handa þannig að hið guðdómlega frelsi fjármálafyrirtækja gæti ferðast fram og til baka án þess nokkur væri að fylgjast með.

Við Íslendingar berum sannarlega ekki ábyrgð á reglugerðarsmíðinni einir það er ljóst.

Okkar fall af því að samþykkja vitleysu þessa skyldi því samhengi við nákvæmlega það hið sama.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Valtur meirihluti í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband