Sjálfstæðismenn þurfa að opna augun fyrir eigin sérhagsmunagæslu.

Því miður er það allt að því hlægilegt að horfa á sveitarstjórnarmenn hlaupa til að vara við breytingum á kerfi sjávarútvegs, hér á landi.

Þetta heitir að berja hausnum við steininn, að mínu viti, því það er dagljóst hvers konar óréttlæti hefur verið á ferð varðandi fiskveiðistjórnun hér við land í áraraðir.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Harma viðbrögð Samfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skil ekki hvaðan þetta óréttlætti er í þessu kerfið er komið. Þeir sem vilja komast inn í það komast inn í það og það er algjörlega óháð flokkum. Ég er alinn upp úr litil sjáfarþorpi og þeir sem eru á mínum aldri þar, í kringum 1980, og fóru ekki til höfuðborgarinna eru komnir inn í kerfið og eiga slatta kvótta í dag. Og þar sem þetta þetta blogg er greinilega meira verið að skjóta á sjálfstæðismenn en kvótakerfið þá vill ég nú bara benda á það líka að þessir félagar mínir sem eru komnir inn í kvótakerfið, ekki einn einasti af þeim hefur ekki hingað til kostið sjálfstæðisflokkinn.

Helgi (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 02:43

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Helgi.

Fréttin sem ég er að blogga við er frá bæjarstjóranum í Vestmannaeyjum sem er fulltrúi Sjálfstæðisflokksins þar í bæ.

Kerfið er óheilbrigt á þjóðhagslegan mælikvarða og hið frjálsa framsal var einn stór Matadorleikur á kostnað þjóðarinnar allrar.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.5.2009 kl. 02:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband