Hvar er orsakavaldurinn að hagstjórnarmistökum undanfarinna ára ?

Okkur var talin trú um það um tíma að launum á vinnumarkaði skyldi haldið í hófi, undir formerkjum þess að viðhalda stöðugleika í einu þjóðfélagi, en ef ég man rétt var þetta í upphafi einkavæðingaferlis sem fór í gang af hálfu sitjandi stjórnvalda þá.

Til stóð að minnka umsvif hins opinbera, með þeim hinum sömu aðferðum, en svo einkennilegt eins og það nú er, virtist slíkt ekki skila hagræðingu sökum þess að almenningur fann ekki fyrir lægri sköttum, né heldur ódýrari þjónustu svo nokkru næmi.

Óveiddur fiskur úr sjó, varð allt í einu að veði í fjármálastofnunum, þar sem steynsteypan ein hafði áður gilt sem veð, eftir að búið var að steypa eitt stykki hús.

Hvaða snillingar gátu allt í einu ákveðið persé, að óveiddur fiskur væri veðhæfur í fjármálastofnunum ólikt öllu öðru mati á slíku ?

Það væri mjög fróðlegt að vita hvaða snillingar sátu þá í bönkunum þegar slíkir fjármálagerningar voru innleiddir, og einnig hvað margir lögspekingar og alþingismenn sátu hljóðir undir slíkri ráðstöfun mála.

Að gera eitthvað veðhæft sem ekki er sýnilegt, eða í hendi og ótal þættir geta valdið að verði ekki í hendi er eitthvað sem er í ætt við söguna af Nýju fötum keisarans í mínum huga.

Vonandi mun söguskoðunin leiða þetta í ljós, því eins og skáldið Einar Ben, sagði

" án fræðslu þess liðna, sést ei hvað er nýtt ".

kv.Guðrún María.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband