Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Var verið að fagna 40 % launamun kynjanna á vinnumarkaði ?

Eða var verið að fagna fjölgun nokkurra kvenna í stjórnunarstöðum og á Alþingi ?

Eitthvað virðast nú boðskortin hafa gleymst í þessu sambandi ef marka má það sem kemur fram í þessari frétt......

" Þarna var saman kominn aragrúi kvenna úr öllum stjórnmálaflokkum og einnig gamla Kvennalistanum og eflaust Rauðsokkuhreyfingunni .. "

Hef ekki séð neitt boð til Lýðræðishreyfingarinnar í þessu sambandi sem þó bauð fram til alþingiskosninga í síðustu kosningum, fór þó og leitaði í tölvupóstinum sérstaklega..

Óska þeim konum sem þarna fögnuðu til hamingju með fagnaðinn.

kv.Guðrún María.


mbl.is Velgengni kvenna fagnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um daginn og veginn.

Það hefur verið afskaplega ánægjulegt að sjá unga sem aldna utan dyra undanfarna daga, í góðviðrinu sem yljar okkur þessa daganna.

Sjálf tók ég mig til og sópaði kóngulóarvefjum utan af svalaglugganum, en það breytti litlu , kóngulóin var komin aftur næsta dag á sama stað, og búin að vefa sinn vef að nýju.

Ég lét þar við sitja um sinn en einhvern veginn varð mér hugsað til þess að ef til vill væri þetta álíka og stjórnmálaumhverfið þar sem litlu máli virðist skipta hver situr við valdataumana, það hneigist til að falla í sama farið án umbreytinga.

Annars hefi ég verið upptekin af því að taka það eins rólega og ég get til þess að koma blóðþrýstingnum í lag að nýju, í vinnunni og heima, eftir að lyfin duttu út af markaði öllum að óvörum, en sams konar lyf kom ekki fyrr en víku síðar.

Hlustaði annars á stefnuræðu forsætisráðherra og jómfrúarræður nýrra þingmanna í gær og verð að hrósa frænda mínum formanni Framsóknarflokksins fyrir góða ræðu, en einnig var nafni hans í Samfylkingunni og Þór Saari, ásamt Ásmundi Daða að ógleymdri Guðfríði Lilju, ræðumenn kvöldsins.

Vonandi munu þeir nýju þingmenn sem taka sæti á Alþingi ná því að standa vaktina, sem skyldi.

 

kv.Guðrún María.

 


Við reisum upp efnahag einnar þjóðar með atvinnu, en ekki því að stoppa í göt atvinnuleysisins.

Hver og einn einasti nýkjörinn alþingismaður þarf að vinda sér í það verkefni að tala fyrir hugmyndum um atvinnusköpun hér á landi, eins og skot.

Við eigum að skapa hér uppbyggingu eins þjóðfélags er byggir á sjálfbærni til lands og sjávar og þar eru verkefnin nóg í nýrri atvinnusköpun á sviðum landbúnaðar og sjávarútvegs, þar sem opna þarf hin stöðnuðu kerfi til nýliðunar , neðan frá og feta kerfin í markvissum áföngum í átt til þess að þróa hér lífrænan landbúnað, og sjávarútveg er undirgengst umhverfismarkmið á alþjóðavísu.

Ræktað land býður hér á landi, til framleiðslu hágæðalandbúnaðarafurða í sátt við móður náttúru og sama máli gildir um smærri einingar í sjávarútvegi, þar sem notkun umhverfisvænna veiðarfæra við strendur landsins getur hækkað verð afurða á mörkuðum til muna.

Þetta þýðir fleiri störf innanlands, sem aftur þýðir þjóðhagslega hagkvæmni, og sjálfbærni einnar þjóðar.

kv.Guðrún María.


Lyfjafyrirtækin og þjónusta þeirra við hið opinbera.

Mér er það enn óskíljanlegt að sjúklingur sem hefur uppáskrifað lyf frá sínum lækni, megi þurfa að komast að því í aptótekinu að, það hið sama lyf sé ekki til, af hálfu lyfjafyrirtækisins....

Nokkrum dögum síðar skaffar fyrirtækið lyf sem var búið að taka út af markaði,  í staðinn en nota bene, það kostar nú meira en hitt lyfið sem fyrirtækið hafði selt hinu opinbera og læknar höfðu ávísað sínum sjúklingum.

Hver á að greiða mismuninn ?

kv.Guðrún María.


HVER, gaf mönnum leyfi til þess að eignfæra kvóta ?

Eiríkur Stefánsson var í Silfri Egils í dag og sagði það sem segja þarf um kvótakverfi sjávarútvegs, eins og hans er von og venja.

Hann nefndi meðal annars það atriði að fyrirtæki í sjávarútvegi hefðu eignfært kvóta, sem aftur gangi gegn fyrstu grein laganna um stjórn fiskveiða þar sem segir að, nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign þjóðarinnar.

Mjög gott atriði að skoða í þessu sambandi, menn ættu sannarlega að svara því,

HVER gaf mönnum leyfi til þess að eignfæra kvóta ?

Datt endurskoðunarfyrirtækjunum það í hug ?

Voru það bankamenn sem hófu leikinn með því að taka óveiddan fisk gildan sem veð ?

Það fór ekki framhjá neinum að hér risu glerhallir endurskoðendafyritækja á suðvesturhorninu, í hinu meinta góðæri.  Hver er þeirra ábyrgð ?

Hver er ábyrgð bankamanna ?

Hvaða stjórnmálamenn sátu hljóðir og horfðu á þessa þróun mála ?

 

kv.Guðrún María.

 

 


Sunnudagspistill.

Það var varla bíll á ferð um götur bæjarins í gærkveldi, enda söngvakeppni Eurovision í sjónvarpi.

Sjálf þurfti ég að skreppa milli bæjarhluta meðan á þessu stóð til þess að skutla syni mínum og ég gat ekki orða bundist að segja honum frá því sem föður mínum  heitnum, hafði  oft, orðið tíðrætt um varðandi það atriði þegar sagan um Bör Börson var lesin upp í útvarpi um árið, en þá tæmdust göturnar.

Ég var nú komin á fullorðinsár þegar ég loksins las þessa frægu sögu um Bör Börson, junior, sem sannarlega var þess virði að lesa, því húmor er eitthvað sem aldrei er nógu mikið af.

Hef oft velt því fyrir mér hve mjög okkur skortir húmorframleiðslu og vinsældir Spaugstofunnar ef til vill ekki skrýtnar í því sambandi. 

Jafnframt er karakterinn Georg Bjarnfreðarson einnig einstakt eintak af kaldhæðnislegum húmor sem landinn elskar ásamt öllum hans félögum.

Það er nefnilega ekkert lítið atriði heilsufarslega að geta hlegið að einhverju og helst sem flestu því það eykur endorfínframleiðslu líkamans og álítamál hvort Lýðheilsustöð ætti ekki að taka það til skoðunar.

Rétt eins og veðrið er skin og skúrir , rok og logn , þá þarf hið sama að gilda varðandi alvöru og grín í okkar daglega vafstri, okkur til góða.

kv.Guðrún María.

 

 


Sigurlag Norðmanna.

.

Til hamingju.

kv.Guðrún María.

 

 


Frændþjóðirnar komu sáu og sigruðu í söngvakeppninni þetta árið.

Það var afskaplega góð tilfinning að sjá Jóhönnu Guðrúnu ná öðru sæti i söngvakeppninni, en jafnframt var það einnig yndislegt að sjá hið stórkostlega framlag Norðmanna, sigra, sem manni fannst við fyrstu hlustun að væri LAG númer eitt, án vafa.

Óska öllum til hamingju með þennan árangur.

498666

Einstök hæfieikakona á söngsviðinu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ísland varð efst í undanúrslitunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lenda sektir ríkisins á sveitarfélögunum ?

Ég hefi mjög velt því fyrir mér hvernig og hvaða skuldbindingar kunna að lenda á sveitarfélögum sem fengu þetta fyrirtæki til þess að reka mannvirki svo sem skóla með lögboðinni opinberri þjónustu.

Lendir gjaldþrotadæmið á íbúum sveitarfélaganna, þar með talið þær sektir sem hér eru á ferð ?

kv.Guðrún María.


mbl.is FME sektar Nýsi um 10 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjármálaeftirlitið endurskoðar fyrri ákvarðanatöku, um tima frágangs fjármálagerninga, gömlu og nýju bankanna.

Það var eins gott fyrir alla að þessi ákvörðun kæmi fram fyrr en síðar að ég tel og hvet menn til þess að skoða þessa frétt, sem án efa kann að varða afar marga landsmenn.

kv.Guðrún María.


mbl.is FME veitir aukinn frest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband