Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Til hamingju með sigur.
Sunnudagur, 15. mars 2009
Nýjir vendir sópa best segir máltækið og ég vona sannarlega að mín ágæta vinkona Ásgerður Jóna, áorki breytingum til bóta, en á því hefi ég fulla trú.
Óska Hönnu Birnu í Eyjum einnig til hamingju með ritaraembættið.
kv.Guðrún María.
![]() |
Ásgerður Jóna varaformaður Frjálslynda flokksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Framfarir eða stöðnun.
Sunnudagur, 15. mars 2009
Ein besta kynning á frambjóðendum flokkanna hefur farið fram á Útvarpi Sögu, þar sem tími er gefin í viðtöl við viðkomandi. Þessi viðtöl eru nefnilega í senn fræðandi og segja meira en blikkandi auglýsingar hér og þar.
Tveir nýjir aðilar á þessu sviði sem gefið hafa kost á sér í stjórnmálin úr sitt hverjum flokki ræddu um mál sem mér hefur löngum verið hugleikið sem er það að við Íslendingar þróum okkur til fullvinnslu í stað hrávinnslu á þeim sviðum sem okkur er mögulegt.
Við getum gert meira en við höfum gert hér á landi til þess að stíga skref sjálfbærni, við höfum nefnilega þekkingu en skapa þarf skilyrðin og stíga skrefin af stað, fet fyrir fet.
Fullvinnsla á fiski innanlands ætti fyrir löngu að hafa litið dagsins ljós og með ólíkindum að við skulum flytja út svo mikið magn til vinnslu annars staðar.´
Hér er spurningin um það hvernig skilyrði eru til staðar af hálfu þeirra sem veljast til ákvarðanatöku um slíkt stjórnvöldum á hverjum tíma og þar þarf viljinn að vera skýr og vinna í gangi til þess arna.
Því hefur ekki verið til dreifa, því miður en vonandi vaknar slíkur vilji.
kv.Guðrún María.
Frjálslyndi flokkurinn, nútíð og framtíð.
Laugardagur, 14. mars 2009
Endurnýjun á sviði stjórnmálanna undanskilur ekki Frjálslynda flokkinn að mínu viti og mjög fróðlegt verður að sjá hvort flokksmenn sjái nauðsyn þess hins arna.
Þau réttlætismál sem flokkurinn stendur fyrir, eru enn óunnin í íslensku samfélagi svo sem breytingar á fiskveiðistjórninni í þágu þjóðarinnar allrar.
Þar hefur Frjálslyndi flokkurinn sérstöðu á sviði stjórnmálanna.
Þeir erfiðleikar sem minn flokkur hefur átt við að etja er það atriði að byggja upp nógu öflugt innra starf þar sem mál öll eru rædd til hlýtar hvar sem er hvenær sem er, nógu oft og nógu mikið um hvert og eitt einasta mál sem menn kann að greina á um. Þannig er komið í veg fyrir deilur og erjur innbyrðis, þar sem ólík sjónarmið leita niðurstöðu, hvers eðlis sem er.
Landssamband kvenna í Frjálslynda flokknum, hefur lagt sitt lóð á vogarskálar í þessu efni og fundað og fundað um hin ýmsu samfélagsmál frá síðustu kosningum, og sjálf fékk ég einn fund með þingmönnum öllum fjórum sem voru í Hafnarfirði, sem var vel sóttur, fyrir mitt eigið frumkvæði.
Sjálf sit ég ekki landsþing í Stykkishólmi að þessu sinni og verð ekki á framboðslista fyrir þessar, kosningar eins og áður hafði verið tilkynnt um, en veit að flokkurinn stendur ekki og fellur með því hvort ég sé þar eða hér.
Málefnin þarf að vinna og til þeirra verka þarf öflugt og duglegt fólk sem vill vinna að hagsmunum heildarinnar.
kv.Guðrún María.
Virðingin fyrir lýðræðinu.
Föstudagur, 13. mars 2009
Í landinu starfa stjórnmálaflokkar og verkalýðsfélög sem velja sér forystumenn, hvor á sínu sviði. Stjórnmálaflokkarnir til þess að koma sínum sjónarmiðum landsins gagns og nauðsynja og verkalýðsfélög til hagsmuna fyrir launamenn.
Oftar en ekki hefur þáttaka manna í verkalýðsmálum að virðist verið eins konar stökkpallur þeirra hinna sömu inn í stjórnmál hér á landi í hinum ýmsu flokkum. Þá komum við að þeirri spurningu hvers konar lýðræði hefur verið við lýði í verkalýðshreyfingu þessa lands og hvers konar lýðræði þeir sem þaðan koma kunna og þekkja.
Í mínum huga er lýðræði verkalýðsfélaga afar afstætt fyrirbæri þar sem verkalýðsfélög hafa lítið sem ekki neitt gert í því að virkja hinn almenna launamann til þáttöku í áraraðir og hin viðtekna venja hefur verið að fámennur hópur félaga hefur endurkosið forystu í félögunum ár eftir ár eftir ár.
Það skyldi þó aldrei vera að slíkt myndi skila sér inn í umhverfi stjórnmálanna ?
Mín skoðun er sú að svo sé, og einhver stórfurðuleg hræðsla við endurnýjun manna við stjórnvölinn, hvoru tveggja í verkalýðsfélögum sem og í stjórnmálaflokkunum, hamli að hluta til þróun lýðræðisvitundar landsmanna.
Völd og fjármunalegir hagsmunir sem og samsöfnun tengdra aðila í kring um þá sem stjórna hverju sinni sem stuðla kunna að óbreyttu mannvali í stjórnum og forystu, er vandamál þar sem hvorki verkalýðsfélög ellegar stjórnmálaflokkar ná því að eygja skóginn fyrir trjánum, hvað varðar þróun lýðræðis á heilbrigðum forsendum í raun.
Í mínum huga ætti það að vera lágmarkskrafa að til dæmis stjórnmálaflokkar sem fulltrúa eiga á Alþingi Íslendinga, og þiggja fjárframlög af almannafé, ástundi í allri sinni starfssemi lágmarksskilyrði stjórnsýslulaga um vanhæfi manna að ákvarðanatöku um eigin hagsmuni. Flokkar sem stilla upp á lista til kosninga hljóta að gera kröfur til kjördæmisráða varðandi það atriði að vanhæfisskilyrði séu uppfyllt eins og aðrir þeir sem sinna stjórnsýslu undirgangast lögum samkvæmt.
Jafnframt þarf í hvívetna að vera hægt að sýna og sanna að fundir og starfssemi flokka hér að lútandi fari fram samkvæmt eðlilegum fundarsköpum þar sem fundargerðir og atkvæðagreiðslur eru almenningi sýnilegar ef þess er óskað.
Jón Jónsson sem er formaður einhvers kjördæmisfélags í einhverjum flokki getur ekki beðið konuna sína , systur hennar og ömmu að endurkjósa sig til áhrifa og valda, nema að verða uppvís að vanhæfi.
Sama máli gildir varðandi skipan á framboðslista til kosninga til þings en nákvæmlega sömu vanhæfisskilyrði skyldu einnig gilda um kjör innan verkalýðsfélaga.
Því miður dettur manni í hug einhvers konar RabbaBaraaðferðafræði hér á landi sem er séríslensk þar sem hver hefur það eins og hann kemst upp með, því miður.
Ákveðin einræðisherrahugsun af hálfu þeirra sem halda um völdin jaðrar við gamla lénsherraskipulagið og baráttan gegn þeim sem ógna kann slíku hefur hinar ótrúlegustu birtingamyndir Gróu á Leiti á leið í fótabaðið með Bakkabræðrum.
Opið bókhald stjórnmálaflokka er ekki nóg ef stjórnkerfi og starfssemi fer ekki eftir lýðræðislegum leikreglum í anda góðrar stjórnsýslu sem kjörnir fulltrúar flokkanna á þingi hafa svarið eið að.
Sama máli gildir um verkalýðsfélög og starfssemi innan þeirra vébanda, sem innheimta lögboðin gjöld af launamönnum í landinu.
Hvoru tveggja stjórnmálaflokkar og verkalýðsfélög GETA virkjað lýðræði innan sinna vébanda, með aðferðum til þess arna, svo sem fundum á fundum ofan þar sem fólk er boðið velkomið til þáttöku og fagnað hverju framboði í stjórnunarstöður, hver svo sem velst til þess hins arna.
Meirihlutinn ræður þar er lýðræðið, flókið er það ekki.
Guðrún María Óskarsdóttir.
Um daginn og veginn.
Fimmtudagur, 12. mars 2009
Stundum koma þeir tímar að maður verður svo undrandi á einhverju að manni er orðfátt.
Annaðhvort eru það fréttir eða eitthvað sem verður á vegi manns.
Við mennirnir höfum á stundum einstaka hæfileika til þess að flækja einföldustu smáatriði sem á veginum verða, þar sem mýflugur verða að úlföldum og öfugt.
Fór í búð í gær og splæsti á mig 100 króna páskaeggi, með málshætti, og hvað sagði málshátturinn, jú " Nær ein alda rís, þá er önnur vís " og ég hugsaði með mér Obb bobb bobb, hvaða brimskaflar eru fyrir dyrum ?
Sagði svo við sjálfa mig Guðrún María , þetta er málsháttur í páskaeggi.
kv.Guðrún María.
Ísland, matarforðabúr þjóða heims.
Miðvikudagur, 11. mars 2009
Þessi áskorun Bandaríkjaforseta er eðlileg og sjálfsögð og við Íslendingar þurfum og verðum að íhuga stöðu okkar í þessu sambandi sem þjóð sem getur framleitt matvæli og á til staðar mikið ónýtt ræktarland nú þegar, ásamt fiskimiðum allt í kring um landið.
Það gengur ekki á tímum sem þessum að kvaðir og höft séu það skipulag sem heftir atvinnuvegi í matvælaframleiðslu og innleiða þarf frelsi, til þess að auka við framleiðslu sem dregin hefur verið saman á undanförnum árum og áratugum.
kv.Guðrún María.
![]() |
Vill aðstoð við fátæk ríki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hið pólítiska landslag í aðdraganda kosninga.
Miðvikudagur, 11. mars 2009
Meint vinstri stjórn hefur sest að völdum í nokkra daga fram að kosningum, að mínu viti allsendis ekki til þess að skýra hið íslenska stjórnmálalandslag fyrir fimmaura.
Það var eindæma klaufalegt að ekki skyldi kallað til þjóðstjórnar þegar hrun bankanna í október varð raunin.
Þess í stað upphófust afskaplega heimskulegar tilraunir þáverandi ríkisstjórnar til þess að hanga á völdum með tilheyrandi andstöðu almennings sem stjórnarandstaða sá sér leik á borði að kynda undir.
Var það almenningi í landinu til tekna að setja fyrrum ráðherra á biðlaun og ráða nýja nokkra daga ?
NEI.
Auðvitað átti að koma kjörnum fulltrúm einnar þjóðar saman að stjórn þjóðarskútannar við þessar aðstæður sem voru einstakar hér sem annars staðar.
Umræður á Alþingi um mál sem minnihlutaríkisstjórn varin vantrausti af einum flokki reynir að koma í gegn kallar á málþóf og endaleysu sem almenningur þarf síst af öllu, á að halda nú.
Þetta mátti fyrirbyggja en var ekki gert, og því má þjóðin horfa á pólítískt skeggtog millum flokka allra handa í aðdraganda kosninga á löggjafarþinginu án þess að hægt sé að þoka nauðsynlegum málum.
kv.Guðrún María.
Já, einmitt, en hvers vegna eru ræðumenn á fundum nú flestir í framboði fyrir VG ?
Miðvikudagur, 11. mars 2009
Hinn pólítiski þefur af vali á ræðumönnum á útifundum var greinilegur því miður.
Auðvitað vildi þjóðin mótmæla því sem yfir hafði dunið en Augnablik, hví voru þar flokkaðir frá vandlega sem tóku þátt í pólítísku starfi flokka og vildu tala á fundum ?
Mín tilfinning var sú alltént, og nú hefur það komið í ljós að margir ræðumanna á þessum fundum hafa gefið kost á sér í framboð og fyrir hvern ?
Jú VG.
kv.Guðrún María.
![]() |
Hörður Torfason: ólaunað og sjálfsprottið starf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lifað af landinu.
Miðvikudagur, 11. mars 2009
Fannst alveg yndislegt að sjá Kastljós kvöldsins, veita innsýn á bændabýli sem notar og nýtir mjólkina úr kúnum til framleiðslu til eigin nota.
Skilvinda og strokkur er eitthvað sem vakti gamlar minningar úr minni sveit því hvoru tveggja var til í mínum uppvexti en skilvindan meira notuð en strokkurinn, til skamms tíma.
Sveitarómantíkin sem auðvitað blundar innra með manni fór á fullt, við að sjá kýr, kindur og hesta, og bónda að handmjólka kýr í íslenskri sveit í Rangárþingi.
Sjálf var ég nú nær handlama að mjólka eina kú sem unglingur, en það reyndi ekki mikið á þá hæfni mína lengi því mjaltavél kom til sögu áður en ég hleypti heimdraganum.
Síðar urðu smábændur óhagkvæmir samkvæmt skilgreiningu stjórnvalda og faðir minn heitinn dró sig út úr framleiðslu á mjólk, því stefnan var færri og stærri bú helst með mjaltavélmennum þar sem bóndinn situr við tölvu og kýrnar ganga í vél til mjalta.
Þetta ferðalag Kastljóss var hins vegar fróðlegt og sannarlega sýnishorn um það hvernig hægt er að lifa af landinu.
kv.Guðrún María.
Svifryksmengunin er áskapað heilsufarsvandamál.
Þriðjudagur, 10. mars 2009
Íslendingar hafa verið nær heimsmethafar í bílaeign per landsmann, en einnig komu aðgerðir til sögu fyrir nokkrum árum sem auðvelduðu landsmönnum að eignast pallbíla, þunga bensínháka, sem aldeilis þyrla upp ryki innanbæjar, ásamt jeppaflóðinu sem hefur verið eins konar stöðutákn hér á landi undanfarin áratug.
Auðvitað allir á nagladekkjum á veturna með tilheyrandi kostnaði á alla lund, án þess að skattar kæmu til sögu, til dæmis varðandi þyngd ökutækja og slit á götum.
Því til viðbótar stuðlaði atvinnuvegastefna að því að fjölga og fjölga í borgarsamfélaginu þannig að ekki hafðist undan að byggja samgöngumannvirki fyrir þennan ökutækjafjölda per landsmann.
Svo vöknuðu menn upp einn góðan veðurdag að Reykjavík var orðin umlukin mengunarskýi dag hvern í kyrru veðri á sama tíma og menn hömuðust gegn álverum sem þó höfðu sett upp mengunarbúnað svo mest mátti vera.
Ég ræddi þessi mál mjög mikið fyrir nokkrum árum enda rykið gengið nokkuð nærri mínu heilsufari þá, en ásamt því að eiga asthmalyf á ég einnig múraragrímu sem ég set á mig, þegar ég þarf að fara helstu samgönguleiðir í höfuðborginni.
Hér er eitt stykki áskapað heilsufarsvandamál þar sem fyrirhyggja hefði komið að góðum notum.
kv.Guðrún María.
![]() |
Svifryk yfir mörkum í 3 daga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |