Já, einmitt, en hvers vegna eru ræðumenn á fundum nú flestir í framboði fyrir VG ?

Hinn pólítiski þefur af vali á ræðumönnum á útifundum var greinilegur því miður.

Auðvitað vildi þjóðin mótmæla því sem yfir hafði dunið en Augnablik, hví voru þar flokkaðir frá vandlega sem tóku þátt í pólítísku starfi flokka og vildu tala á fundum ?

Mín tilfinning var sú alltént, og nú hefur það komið í ljós að margir ræðumanna á þessum fundum hafa gefið kost á sér í framboð og fyrir hvern ?

Jú VG.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Hörður Torfason: „ólaunað og sjálfsprottið“ starf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það getur vel verið að einhverjir ræðumenn eru í framboði fyrir VG en gæti ekki verið að fólk sem tók þátt í mótmælunum finni að stefnumál VG séu meira í takt við það sem barist er fyrir en hinir flokkarnir og fólk þvi ákveðið af ganga í VG frekar en einhvern annan flokk

Voru ræðumenn ekki að fjalla um það í ræðum sínum sem að fólk er/var að berjast fyrir ?! Var fólkið á staðnum ekki sammálaræðumönnum?!

Það skiptir engu í hvaða flokki menn voru í mótmælunum það var málstaðurinn sem skipti máli!! 

Hefðirðu getað ýmindað þér að hafa einhvern sem er í framboði fyrir sjálfstæðismenn standandi uppá palli að tala um hvað þeir klúðruðu málunum og að ríkistjórnin myndi segja af sér... því finnst mér ekkert athugunarvert við það að fólk sem endi í framboði fyrir jafnaðar og félagshyggjuflokka hafi verið þarna á ræðupöllunum, það var það sem við vildum.

kv. ein í SF (ennþá amk)

elin (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband