Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Þakkir frá mér.

Ingibjörg Sólrún er dugnaðarforkur það verður ekki af henni skafið og þótt okkur greini á um pólítiskar áherslur í stjórnmálum, þá hefur hún hvatt aðrar konur og verið fyrirmynd, rétt eins og Vigdís Finnbogadóttir á sínum tíma.

Fyrir það á hún þakkir frá mér.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Þakka Ingibjörgu starf í þágu kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greinargóð frásögn sem er þess virði að lesa.

Það sem hér kemur fram er vel fram sett af hálfu þess sem ritar og ég hvet menn til þess að skoða þessa frásögn.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fólkinu fullkunnugt um áhættuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afar fróðlegt á að hlýða.

Sú er þetta ritar sat og hlýddi á " málþófið " fram yfir miðnætti, þar sem það kom í ljós að umræðan fór nokkuð langt frá efni máls, og um tíma um það hvenær fundi lyki, sem og mikilvægi nefnda, sjómennsku og forgangsröðun verkefna núverandi og fyrri ríkisstjórnar.

Sjálfstæðismenn töldu það mikilvægt að gefa tíma til þess að ræða þetta mál betur, en þingmaður Frjálslyndra benti jafnharðan á það hve erfitt hefði verið að fá umræðu um sjávarútvegsmál í tíð Sjálfstæðismanna í ríkisstjórn. Snerist umræðan um  nokkurn tíma í eins konar andsvaratímabil milli Sigurðar Kára annars vegar og Grétars Mars hins vegar.

Já fróðlegt.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Saka sjálfstæðismenn um málþóf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvítþvottur kvótagreifanna ?

Það skyldi þó aldrei vera að maður kynni að lesa agnar ögn í gegnum línurnar í þessu sambandi, ekki hvað síst ef tekið er mið af þessum orðum ....

"

Þar segir að með slíkum rógi sé líklega verið að reyna að beina athyglinni frá aðilum sem ættu fremur að vera í kastljósi vegna bankahrunsins. „Augljóst er hvernig fórnarlömbin eru valin og ríma þau nöfn vel við óvinalista tiltekinna afla sem lengi hefur legið fyrir,“ segir Jón Ásgeir. "

Semsagt ef maður leggur saman tvo og tvo og fær út fjóra, hvað skyldi þá koma í ljós ?

aðilar sem ættu fremur að vera í kastljósi vegna bankahrunsins....

Hver gæti það verið ?

Hugsanlega hinir nýju eigendur Morgunblaðsins ?

Hverjir eru þar á ferð ?

Tveir kvótagreifar í sjávarútvegi ?

Eða Jón Jónsson ?

held áfram að lesa á milli línanna og leggja saman.

 

kv.Guðrún María.


mbl.is „Skipulögð rógsherferð“ gegn fyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halelúja.

Get nú ekki alveg tekið undir þetta satt best að segja og þó, skal það viðurkennt að vissulega er erfiðið meira líkamlega ef engin er þvottavélin sem sú sem þetta ritar hefur nú reynt, á fyrstu búskaparárum í den um tíma.

Uppþvottavél er hins vegar eitthvað sem ég þekki ekki enn, án þess að telja mig ófrjálsa en hver veit kanski verður það apparat talið hluti af frelsinu.

Væri annars gaman að vita hvað Páfagarður telur frelsi karlkyns hér á jörð.

kv.Guðrún María.


mbl.is Þvottavélin frelsaði konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvítur lambhrútur, ljúfur vorboði.

Fátt er meiri vorboði í mínum huga en sauðburður, og þessi litli hvíti lambhrútur mun vonandi eiga gott vor og sumar í vændum, án þess svo mikið sem að þurfa að hugsa um hrun bankanna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Óvæntur sauðburður á Ströndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnuleysi stjórnvalda í málefnum atvinnuveganna.

Gömlu flokkarnir á Alþingi sem telja til stjórnvalda hafa allir róið á sömu mið stefnuleysis í málefnum atvinnuveganna, hvort sem um er að ræða sjávarútveg, landbúnað eða iðnað.

Ekkert hefur gengið að endurskoða skipulag mála áratugum saman þótt hið sama skipulag væri síst að þjóna hagsmunum einnar þjóðar til lengri eða skemmri tíma.

Frelsi til atvinnu sem og nýlíðun hefur verið af dagskrá í þessari aðferðafræði stærðarhagkvæmni sem líkja má við Rússneskan verksmiðjubúskap, fremur en hægt væri að kenna við frjálshyggju.

Hámark endaleysunnar var það atriði að heimila veðsetningu óveidds fiskjar úr sjó í fjármálafyrirtækjum sem eðli máls samkvæmt uppskáru í samræmi við sáningu í því efni.

Gallinn var bara sá að þjóðin hafði verið gerð að þáttakendum í þessum Matadorleik ævintýramennskunnar hinnar óendanlegu, þar sem byggt var og byggt á höfuðborgarsvæði en auð og tóm nýbyggð hús stóðu og standa enn verðlaus um land allt.

Það virtist alveg gleymast að færri smærri einingar samhliða stórum kunna að skila sköttum í þjóðarbúið og skapa atvinnu víðar en einungis á litlum skika lands.

kv.Guðrún María.

 


Frjálslyndi flokkurinn.

Smávegis fróðleikur frá Grétari Mar Jónssyni.

kv.Guðrún María.


Um daginn og veginn.

Það er ekki öll vitleysan eins, heldur aðeins mismunandi og svo virðist sem við Íslendingar lærum lítið af mistökum fyrri ára ef marka má enn frekari fréttir af sjálfumglöðum sjálfsskömmturum, sem komu sér fyrir í fjármálaumhverfinu til þess að lána sjálfum sér peninga.

Siðgæðishnignun eins samfélags verður æ sýnilegri eftir að laufin falla hvert af öðru af peningatrjánum í peningafrumskóginum íslenska.

Frumskógi undir þeim formerkjum að hér væri um að ræða frelsi einkavæðingar og útrásar sem engan enda tæki og landsmönnum var talin trú um að tækifærin dyttu af himnum ofan, þeim í fang, sem fjárfestu nógu mikið.

Auðvitað sitja allir með fæturna ofan í vatninu líkt og Bakkabræður  forðum daga og engin veit hver á hvað fyrr en prikið smellur á löppum.

kv.Guðrún María.

 


Fjármunir skattgreiðenda og grunnþjónusta samfélagsins.

Góð grunnþjónusta við heilbrigði allra landsmanna er ekki aðeins forvörn heldur einnig góð nýting fjármuna skattgreiðenda, þar sem fé er varið til þess að allir eigi aðgengi að ódýrustu tegund þjónustu, án þess að kostnaður hamli, eða biðtími.

Það hefur ekki tekist sem skyldi á undanförnum áratugum hér á landi að viðhafa nægilegt magn þessarar þjónustu á fjölmennustu svæðum landsins, því miður.

Á sama tíma hefur hluti landsmanna átt greitt aðgengi í sérfræðiþjónustu sem hið opinbera hefur tekið þátt í að niðurgreiða.

Þar er ekki aðeins um að ræða mismunun landsmanna hvað varðar aðgengi heldur einnig misvitra nýtingu á almannafé.

Einn ráðherra heilbrigðismála fyrri tíma Sighvatur Björgvinsson reyndi að taka í notkun tilvísanakerfi heimilislækna en fékk yfir sig deilur og erjur þar sem stjórnvöld þess tíma hörfuðu undan frá hugmyndum um breytingar eins fáránlegt og það nú er.

Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur virtust í stjórnartíð sinni, taka þann kost að innleiða allls konar kostnaðargjöld í heilbrigðisþjónustu í heild til þess að þurfa ekki að breyta miklu en aftur flokkaði að vissu leyti aðgengi fólks í hina ýmsu þjónustu óhjákvæmilega.

Íslendingum mátti það ljóst vera fyrir áratugum að verja þyrfti meiri fjármunum í grunnþjónustu við heilbrigði ásamt því að breyta skipulagi mála.

En það var ekki gert og því stendur þjóðin nú frammi fyrir harkalegri niðurskurði á tímum niðursveiflu en ella hefði þurft að vera.

kv.Guðrún María.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband