Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Mun sennilega bæta þjónustu.

Hér er um gott mál að ræða og sennilega kann þetta að bæta þjónustu þegar upp er staðið því flókindi samskipta við marga yfirstjórnendur hefur oftar en ekki verið fjötur um fót.

kv.Guðrún María.


mbl.is Stjórnendum fækkað á LSH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heyr heyr, Ragnheiður.

Óska Ragnheiði innilega til hamingju með innkomu á Alþingi, fyrir Frjálslynda flokkinn, og sannarlega mælti hún þarfan pistil til handa þingheimi í dag.

Glæsilegt og til hamingju mín elskulega.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Látið karpið bíða til kosningabaráttunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið þrönga sjónarhorn á umhverfisvernd hér á landi, hingað til.

Það er gott og gilt að vilja vernda heiðagæsir og óhreift hálendi landsins, en umhverfisvernd nær einnig yfir fiskimiðin kring um landið og aðferðir við fiskveiðar, svo fremi menn hafi heildaryfirsýn.

Það er nefnilega ekkert sama hvers konar kerfi við notum við fiskveiðar, hvað varðar það hvort göngum eins og menn um auðlind sjávar.

Inniheldur kerfið hvata að sóun verðmæta, svo sem brottkasti fiskjar  ?

Samsetning fiskiskipastólsins og gerð veiðarfæra, hversu mikið er það rætt hér á landi af umhverfisverndarsinnum ?

Er það eðlilegt að umhverfisverndarsinnar horfi ekkert á helstu verðmætasköpun einnar þjóðar og hvers vegna er það svo ?

Áfram mætti spyrja en flokkar sem hafa gefið sig út sem umhverfisverndarpostular hafa ekki komist langt frá hamagangi sínum gegn álverum og rafmagnsframleiðslu sem og verndun heiðagæsa og óspillt víðernis, hvers vegna það er veit ég ekki.

kv.Guðrún María.

 

 

 


Nauðsyn þverpólítískrar samstöðu um hagsmuni þjóðar, aldrei meiri.

Ég get endurtekið það einu sinni enn að það voru mikil mistök að kalla ekki til saman þjóðstjórn á haustdögum þegar bankahrunið dundi yfir.

Nokkurra daga ríkisstjórn fram að kosningum hefur lítinn tíma til athafna þrátt fyrir vilja þess efnis.

Það breytir því hins vegar ekki að enn geta menn tekið höndum saman um að þoka áfram mikilvægum málum sem þarf að taka á í okkar þjóðfélagi við þær aðstæður sem við höfum fengið í fang.

Nauðsynlegar breytingar á kerfum gömlu atvinnuveganna, sjávarútvegs og landbúnaðar hér á landi eru eitthvað sem sannarlega þyrfti að koma í gegn á því þingi sem nú situr fram að kosningum.

Opna þarf kerfin fyrir einyrkja þar sem slíkt er þjóðhagslega hagkvæmt nú sem endranær en hefur ekki verið hluti af skipulaginu, þar sem áhorf á stærðarhagkvæmni virtist blinda sýn manna.

Við eigum ónýtt ræktað land í miklu magni hér á landi sem má nota og nýta til landbúnaðar.

Við eigum gjöful fiskimið þar sem sækja má björg í bú, á trillum,  hringinn kring um landið.

Margt smátt gerir eitt stórt, og áhorf á smærri einingar sem alltaf skyldi hafa verið viðhaft en var ekki, er okkur nú nauðsyn.

kv.Guðrún María.

 

 


Hið frjálsa hagkerfi, réð sér sjálft undir formerkjum alþjóðahyggju.

Það er fint fyrir hagfræðinga að koma eftir á og gagnrýna stjórnleysi stjórnmálamanna sem hefði verið gagnrýnt sem afskipti af frjálsum markaði meðan allt lék í lyndi.

Regluverkið var ónýtt ekki bara hér á landi heldur í Evrópu allri, og víðar, þar sem menn höfðu fengið svo mikið frelsi til fjárumsýslu að þeir sem skópu það hið sama frelsi höfðu aftengt sjálfa sig aðkomu að málum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Veðjuðu á endurlífgun hagkerfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upplýst afstaða gagnvart þróun sambandsins er fyrir hendi hér á landi.

Varaforseti Evrópuþingsins er ekki fyrsti leiðtogi ESB sem hingað kemur til þess að hvetja okkur til þess að skoða aðild, enda hagsmunir sambandsins meiri en okkar Íslendinga að aðild, að mínu viti.

Það er alla jafna nefnt að við vitum ekkert hvaða samninga við kunnum að fá, en raunin er sú að við höfum kynnt okkur þá kosti og þær undanþágur sem sambandið hefur veitt sínum aðildarríkjum og mótað afstöðu í ljósi þess.

kv.Guðrún María.


mbl.is Styður aðildarumsókn Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðskrum, því miður.

Það gefur augaleið að sá stutti tími sem þessi ríkisstjórn situr við völd er ekki tími til þess að ráðast í stjórnlagabreytingar, einungis vegna þess að slíkt skyldi ekki unnið í tímaskorti frekar en einstakir flokkar reyni að slá sig til hinna einu sönnu riddara lýðræðis sitjandi nokkra daga við stjórnvölinn eins og mér sýnist eiga sér stað hér, og ekki verður nefnt annað en lýðskrum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Undirbúa stjórnlagafrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta með samþykki Steingrims fjármálaráðherra ?

Vægast sagt nokkuð undarlegt og vekur enn og aftur upp spurningar um hæfi skilanefnda og skilaboð stjórnvalda til þeirra hinna sömu.

Sitjandi fjármálaráðherra  Steingrímur J. Sigfússon, hlýtur að þurfa að gefa almenningi í landinu skýringar í þessu efni á morgun.

kv.Guðrún María.


mbl.is Jón Ásgeir og Gunnar áfram í stjórnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ship o Hoj....

" Þú hefðir átt að vera til sjós... " sagði einn eldri maður og samstarfsfélagi í Sláturfélaginu í gamla daga við mig.

Hvers vegna sagði hann þetta , jú það var vegna þess að ég hamaðist svo mikið við að lyfta því sem lyfta þurfti til jafns við karlpeninginn á staðnum.

Síðar uppskar ég bakvandamál fyrir " djöflaganginn " en var þá svo ung og fyrirhyggjulaus hvað það varðar að íhuga þau hin sömu atriði.

Síðar í pólítikinni átti ég eftir að eiga samskipti við sjómannastéttina, og í kosningabaráttunni 2003. held ég hafði fengið flestar mögulegar lýsingar á því hvað þyrfti að gera við skipulag fiskveiða á Íslandsmiðum, sem og hvernig ástandið væri.

Fimm árum áður árið 1998, fór ég í gegnum alla fiskveiðistjórnunarlöggjöfina en þá hafði ég aðeins verið með nefið ofan í lagasetningu í sambandi við réttindi sjúklinga.

Það fyrsta sem mér fannst undarlegt var það að lögin kváðu á um að fiskimiðin væru sameign þjóðarinnar en síðari breytingar heimiluðu framsal og fjárumsýslu, í formi sölu og leigu fiskveiðiheimilda ( öðru nafni kvóta ).

Að þessi ákvæði væri að finna í sama lagabálki fannst mér stangast hvert á annars horn og finnst enn þann dag í dag.

Þá og nú reifaði ég það að slík lagasetning hefði ekki átt að geta farið frá sitjandi stjórnvöldum sem gild ef til staðar hefði verið stjórnlagadómstóll sem færi yfir lagasetingu sem slíka, með tillti til þess að hún gæti staðist.

Aldrei skyldu útgerðarmenn hafa getað selt sig út úr kerfinu en raunin er sú að það vakti litla athygli íslenskra fjölmiðla þegar það átti sér fyrst stað, því miður.

Aldrei hefði það átt að vera mögulegt að flytja atvinnu við fiskveiðar brott af einu landshorni á annað á einni nóttu, eins og raunin var og engar hömlur voru gegn að nokkru leyti.

Þetta eru aðeins tvö atriði af þeim sem aldrei skyldu hafa átt sér stað í ómögulegu kerfi, áfram mætti telja en læt nægja í bili.

kv.Guðrún María.

 


Opna þarf kvótakerfið eins og stjórnmálaflokka.

Nú þegar þarf að opna kvótakerfið neðan frá og leyfa frjálsar krókaveiðar kringum landið.

Það eitt getur hafið gangsetningu atvinnulífsins um allt land.

Það þarf einnig að opna stjórnmálaflokka og skylda þá hina sömu til þess að viðhafa lýðræði og mannréttindi þar sem allir eiga jafnan aðgang að starfssemi sem greidd er af almannafé.

Ákvörðun míns flokks sem ég hefi nú boðið mig fram til formanns í , þess efnis að flytja landsþing í Stykkishólm, hamlar verulega eða útrýmir nær með öllu, þáttöku fólks er hugsanlega hefði viljað styðja mig til þess hins sama.

Sú er mín skoðun.

kv.Guðrún María.

 

 

 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband