Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
Mun Samfylking koma í veg fyrir myntsamstarf við Norðmenn ?
Laugardagur, 7. febrúar 2009
Hversu mikinn vilja er að finna innan ríkisstjórnarflokka við stjórnvölinn til þess að verja hagsmuni Íslendinga fram á veg ?
Mun Samfylking koma í veg fyrir myntsamstarf við Norðmenn sem umræðugrundvöll, vegna þess að flokkurinn hefur annað á stefnuskrá sinni ?
Hvet menn til þess að fylgjast vel með því hinu sama.
kv.Guðrún María.
![]() |
Olían útilokar ekki samstarf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um daginn og veginn.
Laugardagur, 7. febrúar 2009
Hef oft velt því fyrir mér hvort við Íslendingar séu enn í hinu gamla fari, alls konar víkingabardaga þar sem safnað er liði og menn höggnir í herðar niður sitt á hvað.
Svona til þess að viðhalda keppni, þar sem keppnin verður aðalatriði en tilgangurinn oft illa sýnilegur ellegar ekki meðferðis.
Þetta má stundum merkja í orðum manna þar sem það virðist nær ómögulegt að vera ekki annaðhvort með eða á móti, líkt og ekkert sé að finna þar á milli.
Gott og vont , svart og hvítt, vanhæf ríkisstjórn, góð ríkisstjórn, ekkert þar á milli.
kv.Guðrún María.
Hin skýru skilaboð skortir enn.
Laugardagur, 7. febrúar 2009
Ný ríkisstjórn hlýtur að þurfa að boða á blaðamannafundi um hvað skal gera varðandi það atriði að
" slá skjaldborg um heimilin "
kv.Guðrún María.
![]() |
Harma innantóm loforð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ný stjórn kjördæmafélags Suðvestur.
Föstudagur, 6. febrúar 2009
af xf.is.
"
6. febrúar 2009
Pétur Guðmundsson kjörinn formaður
![]() |
Mynd: Fundarstjóri les upp atkvæði í formannskjöri "
Óska nýrri stjórn velfarnaðar í störfum. kv.Guðrún María.
|
Frjálslyndi flokkurinn í Suðvesturkjördæmi fundur á morgun.
Föstudagur, 6. febrúar 2009
Hvet skráða félagsmenn í Frjálslynda flokkinn til þess að mæta á aðalfund í kjördæmafélagi flokksins, á morgun og nýta sinn lýðræðislega rétt til ákvarðanatöku.
tilkynning af xf.is.
"
Suðvesturkjördæmi - nánar
Kjördæmafélag Suðvesturkjördæmis heldur aðalfund þann 6.febrúar kl.18, í húsnæði flokksins Skúlatúni 4. annarri hæð.
Dagskrá.
1, Venjuleg aðalfundastörf.
2. Önnur mál.
Stjórnin. "
kv.Guðrún María.
Skoðun mín á lýðræðinu árið 1998.
Föstudagur, 6. febrúar 2009
Grein úr Mbl. frá 1998.
"
Lýðræði landsmanna
Lýðræði landsmanna
Frá Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur:
VIÐ KJÓSUM okkur fulltrúa til Alþingis til þess að gæta hagsmuna okkar, fólksins í landinu, fyrst og fremst. Hagsmuna er hafa þá frumforsendu að hver maður geti haft í sig og á, sér og sínum til handa samkvæmt því lífsviðurværi er atvinnuskilyrði og önnur skilyrði eru sköpuð til, af hálfu þeirra er gæta hagsmuna okkar, fólksins í landinu.
Við kjósum okkur fulltrúa til þess að þeir hinir sömu hafi skoðanir fram að færa á hinu háa Alþingi og í umræðu um málin öll. Við kjósum ekki aftur fulltrúa er þarf að leita að eigin skoðunum, ellegar þarf aðstoð annarra til þess að mynda sér skoðun æ ofan í æ. Alþingismenn sverja þess eið mér best vitanlega að fylgja eigin sannfæringu í hvívetna, en á hverju byggist sannfæring fulltrúanna er við kusum á þing? Getur það verið að sannfæring alþingismanna sé einkum og sér í lagi mótuð af innsendum umsögnum hagsmunaaðila óbreytts ástands í hinum ýmsu málaflokkum, þ.e. verkalýðshreyfingar er vill ekki breytt vinnufyrirkomulag á þeim bæ, kvótaeigenda, lækna og hjúkrunarfræðinga er vilja heldur ekki breyta nokkru í heilbrigðiskerfinu, bænda er stunda búskap í Bændahöllinni við Hagatorg, og á Keldum, og embættismanna hjá ríkinu er vilja halda í eigin hlunnindi og starfskjör, hvort sem þar er um að ræða ómælt ráðstefnuflakk um heiminn eða eitthvað annað sem erfitt er að færa arðsemismat á?
Mér best vitanlega sitja til dæmis verkalýðsleiðtogar ekki aftarlega á merinni hvað varðar launakjör, alltént er nokkur vegur frá þeim til þeirra er hvað lægst laun hafa í þessu landi þrátt fyrir margra ára starfsaldur á vinnumarkaði, og tryggð og trúmennsku í starfi. Það virðist gleymast að stórum hluta þessa fólks er enn gert að lifa á launum undir 100 þúsund krónum, þegar skattar hafa verið dregnir frá, en þrátt fyrir umtal um tvö skattþrep um tíma, varð slíkt ekki niðurstaða úr síðustu kjarasamningum, né heldur stytting vinnutíma er vegur þungt til handa fjölskyldufólki.
Í rauninni hafa skilaboðin sjaldan verið skýrari, þessir forystumenn munu aldrei breyta neinu meðan þeir hinir sömu hafa með málin að gera. Allt tal um lægstu launin, höfum við heyrt of lengi frá þeim er ekki hafa burði til þess að breyta nokkrum sköpuðum hlut. Því miður verður að segja hið sama um nokkurn hluta kjörinna fulltrúa okkar til Alþingis. Þeir hinir sömu hafa fjarlægst hin upphaflegu markmið starfa sinna sem fulltrúar fólksins í landinu, þ.e. allra landsmanna, ekki hluta þeirra. Flokksbrotaþingmenn eru til dæmis mest áberandi í fjölmiðlum um hvert einasta mál er uppi er, enda í mestri hættu um að missa þingsæti sín er kosið verður aftur, hitt er aftur annað mál að stjórnarþingmenn komast vel hjá því að svara til um skoðanir í hinum einstöku málaflokkum er fróðlegt væri að heyra skoðanir þeirra oftar í opinberri umræðu.
Einnig mætti að ósekju taka upp umræðuþætti í sjónvarpi um hin ýmsu mál, með fulltrúum allra flokka, af og til, og án þess að kosningar séu í vændum. Það er landsmönnum nauðsyn að vita hvort fulltrúi sá er kosinn var til þess að gæta hagsmuna hans hefur skipt um skoðun, eða stendur við skoðun sína frá því fyrir kosningar, hvað varðar málefni er varða lífsafkomu landsmanna, ekki hvað síst er æ fleiri hyggjast nú ganga til sængur í sama rúmi, af kjörnum fulltrúum er flokkaðir hafa verið vinstri menn, og enn aðrir er ganga úr sínu gamla rúmi með braki og brestum er hingað til hafa talist til hægri. Hvaða málefni ætla menn að setja í öndvegi? Á kannski loksins að efla grunneiningu samfélagsins, fjölskylduna, þannig að börn fái notið samvista við foreldra sína og stuðla þar með að eflingu kristilegs siðgæðis meðal landsmanna? Á að sjá til þess að allir aldraðir og sjúkir geti framfært sér og sínum, með leiðréttingu þar að lútandi, og greiðslu launa á vinnumarkaði yfir lágmarksframfærslumörkum? Fyrr en þessum markmiðum er náð, held ég að við getum varla borið höfuðið hátt, né heldur leyft okkur að telja börnum okkar trú um að peningarnir vaxi á trjánum, því hvoru tveggja þarf að koma til hugvit og hendur í verðmætasköpun þjóðar.
GUÐRÚN MARÍA ÓSKARSDÓTTIR, "
Valdagræðgi til vinstri og hægri.
Fimmtudagur, 5. febrúar 2009
Eftir höfðinu dansa limirnir, segir máltækið og sennilega á það einnig við vinstri menn eins og hægri, sem tryggja vilja það atriði að halda á valdasprota sem handhafar sannleikans hinir einu og sönnu.
Annað máltæki segir.
Enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur.
kv.Guðrún María.
![]() |
Takmarkalaus valdagræðgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viljir þú svívirða saklausan mann...
Fimmtudagur, 5. febrúar 2009
Gömul vísa, hugleikin þessa dagana.
" Viljir þú svívirða saklausan mann,
segðu þá eitthvað, niðrandi um hann.
Láttu það svona í veðrinu vaka,
þú vitir hann, hann hafi eitthvað unnið til saka. "
man ekki höfund.
kv.Guðrún María.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sektarákvæði fiskveiðistjórnarlaganna um veiðar án kvóta.
Fimmtudagur, 5. febrúar 2009
Hér kemur glögglega fram í þessari frétt offar fiskveiðistjórnarlaganna varðandi upphæðir sekta.
Hvergi nokkurs staðar er að finna álika sektarupphæðir í lögum, mér best vitanlega.
Ein milljón og tvö hundruð þúsund króna í sekt.
úr fréttinni.
"Í niðurstöðu dómsins segir að það geti ekki leyst mennina undan refsingu að Fiskistofa kunni að hafa haft þann hátt á í þessum málum sem lýst var. Voru mennirnir því sektaðir um 1,2 milljón króna hvor. Og til að greiða verjendum sínum 300 þúsund krónur í málsvarnarlaun."
kv.Guðrún María.
![]() |
Dæmdir fyrir veiðar án kvóta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Forsætisráðherra á að vita betur.
Fimmtudagur, 5. febrúar 2009
Breytingar á kosningalögum þurfa mér best vitanlega að fara gegnum tvö þing, þannig að það atriði að telja mönnum trú um að persónukjör eins æskilegt og það nú væri, geti átt sér stað í vor, er að ég held ekki rétt.
kv.Guðrún María.
![]() |
Opnað fyrir persónukjör |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |