Hið þrönga sjónarhorn á umhverfisvernd hér á landi, hingað til.

Það er gott og gilt að vilja vernda heiðagæsir og óhreift hálendi landsins, en umhverfisvernd nær einnig yfir fiskimiðin kring um landið og aðferðir við fiskveiðar, svo fremi menn hafi heildaryfirsýn.

Það er nefnilega ekkert sama hvers konar kerfi við notum við fiskveiðar, hvað varðar það hvort göngum eins og menn um auðlind sjávar.

Inniheldur kerfið hvata að sóun verðmæta, svo sem brottkasti fiskjar  ?

Samsetning fiskiskipastólsins og gerð veiðarfæra, hversu mikið er það rætt hér á landi af umhverfisverndarsinnum ?

Er það eðlilegt að umhverfisverndarsinnar horfi ekkert á helstu verðmætasköpun einnar þjóðar og hvers vegna er það svo ?

Áfram mætti spyrja en flokkar sem hafa gefið sig út sem umhverfisverndarpostular hafa ekki komist langt frá hamagangi sínum gegn álverum og rafmagnsframleiðslu sem og verndun heiðagæsa og óspillt víðernis, hvers vegna það er veit ég ekki.

kv.Guðrún María.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband