Nauðsyn þverpólítískrar samstöðu um hagsmuni þjóðar, aldrei meiri.

Ég get endurtekið það einu sinni enn að það voru mikil mistök að kalla ekki til saman þjóðstjórn á haustdögum þegar bankahrunið dundi yfir.

Nokkurra daga ríkisstjórn fram að kosningum hefur lítinn tíma til athafna þrátt fyrir vilja þess efnis.

Það breytir því hins vegar ekki að enn geta menn tekið höndum saman um að þoka áfram mikilvægum málum sem þarf að taka á í okkar þjóðfélagi við þær aðstæður sem við höfum fengið í fang.

Nauðsynlegar breytingar á kerfum gömlu atvinnuveganna, sjávarútvegs og landbúnaðar hér á landi eru eitthvað sem sannarlega þyrfti að koma í gegn á því þingi sem nú situr fram að kosningum.

Opna þarf kerfin fyrir einyrkja þar sem slíkt er þjóðhagslega hagkvæmt nú sem endranær en hefur ekki verið hluti af skipulaginu, þar sem áhorf á stærðarhagkvæmni virtist blinda sýn manna.

Við eigum ónýtt ræktað land í miklu magni hér á landi sem má nota og nýta til landbúnaðar.

Við eigum gjöful fiskimið þar sem sækja má björg í bú, á trillum,  hringinn kring um landið.

Margt smátt gerir eitt stórt, og áhorf á smærri einingar sem alltaf skyldi hafa verið viðhaft en var ekki, er okkur nú nauðsyn.

kv.Guðrún María.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband