Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009
Og sjóðasukkið hefst á ný, eða hvað ?
Miðvikudagur, 9. desember 2009
Meðan sú staða er enn uppi að verkalýðsfélögin skipi i stjórnir lífeyrissjóða án þess að launþegar er greiða í sjóðina hafi þar aðkomu um ákvarðanatöku um skipan í stjórnir, þá er markmið og tilgangur verkalýðshreyfingarinnar í uppnámi.
Þá er þessi sjóðsstofnun að mínu viti því miður all nokkuð í ætt við annars konar sjóði þar sem hin aldagamla pólítiska vigt er notuð og nýtt allt eftir því hver er við völd með samtryggingu gamla flokkaveldisins við stjórn mála.
Var ekki einhver að tala um eitthvað " gegnsæi " ?
kv.Guðrún María.
Lífeyrissjóðir stofna Framtakssjóð Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvers vegna í ósköpunum skortir samkeppnislögin heimild um að skipta upp fyrirtækjum ?
Miðvikudagur, 9. desember 2009
Það væri mjög fróðlegt að vita hvort endurskoðun samkeppnislaga sé í gangi, varðandi það atriði að hafa heimild fyrir hendi í þeim hinum sömu lögum um að skipta upp fyrirtækjum.
Ég sé það kemur fram að í þessari frétt frá Samkeppnisstofnun að heimild til þess arna skorti í lögum og verður það vægast sagt að teljast sérkennilegt með tilliti til þess að þróa eigi eðlilegan markað og markaðsforsendur hér á landi.
kv.Guðrún María.
Til hagsbóta að bankar afskrifi skuldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Áfengis og fíkniefnavandamál einnar þjóðar.
Þriðjudagur, 8. desember 2009
Til þess að taka á vanda þarf samhæfingu þeirra er vinna að málum fyrir tilstuðlan af opinberum fjármunum, og þeir hinir sömu fjármunir þurfa að vera skilyrtir til þess hins arna, þar að lútandi.
SÁÁ hefur unnið gott starf, en alltaf má gott bæta, og til þess að þjóna ofangreindum markmiðum vildi ég sjá að samstarf Barnaverndaryfirvalda annars vegar varðandi fíkniefnavandamálið væri fyrir hendi millum SÁÁ og nefnda er hafa með slíkt að gera, að öðrum kosti verður ekki til nauðsynleg samhæfing, varðandi inngrip í líf ungra einstaklinga er lenda í viðjum fíkniefna.
Jafnframt þarf að vera fyrir hendi náið samstarf millum LSH og SÁÁ sem sjúkrastofnanna er báðar meðhöndla vandamál þessi sem og allra þeirra aðila er koma að málum.
Til þess að skýra ögn nánar það sem ég á við er það ekki ásættanlegt að 15 ára barn sem ef til vill hefur verið vistað neyðarvistun vegna fíkniefnaneyslu ef til vill á Stuðlum neyðarvistun ríkisins, fari í meðferð á Vogi og geti gengið þaðan út eftir nokkra klukkutíma að vild eftir inngrip barnaverndaryfirvalda og foreldra í neyðarvistun.
Með öðrum orðum stofnanir sem starfa að málum sem lúta að barnavernd hvoru tveggja þurfa og verða að lúta samræmingu í þessu efni.
kv.Guðrún María.
Áskorun um óskert framlög til SÁÁ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er þetta árangurinn af þáttöku í Evrópusambandinu ?
Mánudagur, 7. desember 2009
Þriggja ára útgjaldabann til handa ráðuneytum í Bretlandi sem og frysting launa opinberra starfsmanna.
ER þetta árangur Breta af þáttöku i Evrópusambandinu ?
kv. Guðrún María.
Þung spor Alistairs Darling | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Erfiðleikar íslenska forsetaembættisins varðandi icesaveskuldaklafann, nærtækara verkefni en erfiðleikar Obama.
Mánudagur, 7. desember 2009
Varla getur það verið að forseti Íslands þurfi að hafa áhyggjur af erfiðleikum Bandaríkjaforseta, við eitt eða annað, og óhjákvæmilega vildi maður hafa heyrt eitthvað annað frá íslenska forsetaembættinu en þessa frétt sem hér er frásögn um á sama tíma og þúsundir manna hafa skorað á forsetann að synja lögum um icesaveklafann staðfestingar, verði slíkt að veruleika.
Það væri nú allt í lagi að forsetinn þakkaði það traust sem svo mikill hluti þjóðarinnar bæri til hans sem öryggisventils á lýðræði innanlands.
kv. Guðrún María.
Segir Obama þurfa lengri tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað veldur þvi að áhugamenn um Evrópusambandsaðild vilja flestir að þjóðin borgi icesave ?
Mánudagur, 7. desember 2009
Það er ótrúlegt að hlusta á þá er aðhyllast aðild að Evrópusambandinu, því svo vill til að þeir hinir sömu telja það sjálfsagt að þjóðin borgi icesave tryggingar í Evrópulöndum, sem tilkomnar eru af fjármálastarfssemi einkabanka sem þjóðin stjórnaði ekki.
Dag eftir dag hlustar maður á menn sem þekktir eru fyrir áhuga sinn á aðild að sambandinu tjá sig um það að við Íslendingar " þurfum að borga " og eru þar með í raun búinir að uppáskrifa að öll þróun fjármálastarfssemi hérlendis sem erlendis skuli bara á ábyrgð íslensku þjóðarinnar, ekkert sé sjálfsagðara en senda henni reikninginn.
Slíkur málflutningur er með ólíkindum og ber vott flokksræðisundirlægjuháttar, gagnvart stefnu stjórnmálaflokka er hafa málið á dagskrá sem og þeirra sem sjá ár sinni betur fyrir borð komið inna dyra í Evrópusambandinu en utan þess, að einhverjum hluta til.
ER ekki komið að því að hrópa þurfi eftir hyggindum er lúta að þjóðarhagsmunum í heild ?
kv.Guðrún María.
Bókakynning í Silfrinu ?
Mánudagur, 7. desember 2009
Það var aldeilis viðtal sem þessi breski náungi fékk í sjónvarpi allra landsmanna til kynningar á útgefinni bók sinni um landið.
Stundum er það eins og við Íslendingar föllum á hnén ef einhver minnist á okkur erlendis, og viðkomandi er hafinn til skýjanna hérlendis.
Ég gat ekki betur heyrt en sá hinn sami hafi áhuga á íslenskum stjórnmálum og kanski flytur hann hingað til lands til þess að taka þátt í þeim, hver veit !
kv.Guðrún María.
Boyes: Of mikil áhersla á ál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað munu þessar skattkerfisbreytingar kosta mikið ?
Sunnudagur, 6. desember 2009
Of flókið skattkerfi er engum til hagsbóta svo mikið er víst, en eðlileg leiðrétting af hálfu stjórnvalda í landinu hverju nafni sem þau nefnast gagnvart jaðarskattahópum og hinni heimskulegu frystingu skattleysismarka hefur verið nauðsynleg í mörg herrans ár.
Enn hefi ég ekki séð að þær breytingar sem nú eru fyrir dyrum muni leiðrétta þá hina sömu hluti.
Því miður hefur það oftar en ekki verið raunin að hvers konar breytingar kosta svo og svo mikið og örugglega engin undantekning nú um stundir, en ætíð munu menn aðalaga sig að þvi að þurfa að greiða sem minnsta skatta meðan hið opinbera hamast við að leggja álögur á landsmenn í slæmu árferði sem víst er að skila sér ekki sem skyldi.
kv. Guðrún María.
Skattafrumvörp til nefndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Til hamingju Akureyringar.
Sunnudagur, 6. desember 2009
Rúmlegar hálfrar aldar flugvöllur á Akureyri, sem hlýtur að hafa verið samgöngubót og framför á sínum tíma í samgöngum innanlands.
Það er einnig afar ánægjulegt að sjá að Rangæingurinn, Ingólfur á Hellu skuli hafa vígt þennan völl sem samgönguráðherra.
kv.Guðrún María.
Akureyrarflugvöllur 55 ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvers vegna ætti fólk að taka þátt í stjórnmálum ?
Sunnudagur, 6. desember 2009
Jú til þess að reyna að hafa áhrif á þróun síns samfélags, vegna þess að það er miklu verra að koma eftir dúk og disk og reyna að breyta orðnum hlut.
Um tíma var því spáð að hér á landi yrði til tveggja flokka kerfi til hægri og vinstri en það taldi sú er þetta ritar sig vita að það yrði ekki raunin. Það hefur gengið eftir. Hinn aldagamli fjórflokkur er enn til staðar, sem einhvern tímann flokkaðist sem íhald, framsókn, kratar og kommar, og ekki tókst að koma saman þeim sjónarmiðum sem þarna greindi á milli. Því til viðbótar hafa flokkar með séráherslu á sérstök mál, einnig náð brautargengi manna á þing, eða stimplað síg út af þingi, gegnum tíð og tíma, allt eftir því hve vel hefur náðst að vinna málum brautargengi í sátt og samlyndi því ekkert elska Íslendingar meira en deilur og erjur um keisarans skegg sem oft hefur orðið flokkum sem þessum að aldurtila.
Endurnýjun innan stjórnmálaflokkanna gegnum tíðina hefur sannarlega verið mismikil, en endurnýjun er nauðsynleg á hverjum tíma, þó í hófi. Eftir hinar miklu hremmingar í efnahagslífinu hér á landi hafði einn stjórnmálaflokkur vit á því að endurnýja innan sinna raða og sá flokkur er Framsóknarflokkurinn, aðrir flokkar töldu sig ekki þurfa á naflaskoðun að halda í kjölfar hrunsins að virtist sem heitið gat.
Sá hinn sami flokkur hefur reynst hvað öflugasti stjórnarandstöðuflokkurinn nú á Alþingi, gagnvart varðstöðu um efnahagslega framtíð Íslendinga og baráttu gegn icesaveskuldaklafanum sem stjórnvöld hyggjast leiða yfir þjóðina.
Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið að taka þátt í stjórnmálastarfi og mæli þar með Framsóknarflokknum þar sem skilvirkt stjórnkerfi og lýðræðislegar aðferðir eru viðhafðar, sem er annað en ég hefi kynnst áður á öðrum vettvangi innan stjórnmálanna.
kv.Guðrún María.